Vikan


Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 19

Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 19
SÍBAN SÍBAST V_ Moshe Dayan, hinn harðduglegi varnarmálaráðherra Israel er mikill hermála- sérfræðingur, en hann kvað líka vera geysilcga kvenhollur og hafa tvöfaldan glampa í þessu eina auga. Hér er hann í þorgaralegum fötum við veizluborð í Tel Aviv, og borödama hans er kvikmyndaleikkonan Maureen 0‘Hara. Yael Dayan líkist föður sínum. Eftir stríðið í ísrael hefur liún verið á stöðugum fyrirlestrarferðum. Ilún hafði blaðamannafund í París í sambandi við „Sex dagar í júní“, en hún hefur aðstoðað við að skrifa handrit að myndinni. Hún hefur skrifað nokkrar skáldsögur. Þær hafa verið þýddar á erlend mál, ein þeirra kom nýlega út á norsku og heitir „Dauðinn átti tvo syni“. Dayan yngri er um þessar mundir í Róm þar sem hann leikur í kvikmyndinni „ísrael er raunverulegt“. Linda Christian og dóttir hennar Romina Power leika líka í kvikmyndinni, og hér á myndinni sést Dayan júnior með Rominu. Nfihel - sDiallasti auilfisaafii siainiar Verðlaunasjóður Nobels er langt frá því sá stærsti í heimi, en hins vegar er hann betur þekktur en nokkur annar. Ástæð- urnar til þess eru þrjár fyrst og fremst: 1. Sjóðurinn veitir verð- laun fyrir afrek, sem þegar hafa verið leyst af hendi, en ekki þau sem eiga má von á. 2. Aðilar þeir, sem ákveða hverjum verðlaunin skuli hlotnast, þykja sérlega vel dómbærir á það. 3. Konungar Svía og Norð- manna afhenda verðlaunin í eigin persónu — en að því þykir mikil upphefð, sérstak- lega í Bandaríkjunum. Svo til allar sjóðstofnanir eiga tilveru sína sömu ástæðu að þakka — þeirri að gefandi stofn- fjárins hefur viljað smokra sér framhjá lögum um erfðaskatt. — Sjóðstofnanir sem skuldbinda sig til að láta meirihluta afraksturs síns renna til líknar og velferð- armála eru að jafnaði skattfrjáls- ar. Þessi siður hefur verið harð- lega gagnrýndur, til dæmis í Sví- þjóð. Þar eru einkum þarlendir sósíaldemókratar, sem halda því fram að fáeinar auðfjölskyldur, til dæmis Wallenberg og Axson Johnson, varðveiti það trausta- tak, sem þær hafa á atvinnulifi landsins, með því að gefa annað veifið stórfé til velferðarmála. — Gefandinn útnefnir sjálfur menn í sjóðstjórn og ræður þar með áfram yfir peningunum. Margir stjórnmálamenn halda því fram að fé þetta tilheyri almenningi með réttu og hið opinbera eigi að hafa meira eftirlit með því en nú er. Stærstu sjóðstofnanirnar erú að sjálfsögðu í Bandaríkjunum. Mest þeirra allra er Fordstofn- unin, sem hefur um tuttugu fram- kvæmdastjóra, sem stöðugt eru á flakki um heiminn til að finna vísindamenn, sem hægt sé að gefa peninga. Engu að síður á stofnunin fullt í fangi með að losna við allan þann rekstraraf- gang, sem til fellur árlega, enda á stofnunin sem svarar um hundrað og fimmtíu milljörðum íslenzkra króna. 1955 gaf hún sína stærstu gjöf til þessa: um þrjátíu milljarða króna til banda- rískra sjúkrahúsa. í samanburði við þetta fer ekki mikið fyrir Nóbelsverðlaunun- um, sem síðastliðið ár námu um hálfri fjórðu milljón króna., En sem sagt: engin sjóðstofnun nýt- ur meiri frægðar og álits en Nóbelsstofnunin. Nóbel er snjall- asti auglýsingamaður sögunnar, sagði sænskt blað fyrir nokkru. Tvir iðlirsvstir n tveir tilirbrsiir Frænkurnar Liselott og Anneli Svenson eiga afmæli sama dag. Mæður þeirra eru systur, en feður þeirra bræður. Á myndinni sjást frænkurnar á þriggja ára afmælinu sínu, en fyrir aftan eru mæðurnar Brigitta og Lilian og feðurnir Harald og Hákon. Eða: Tvær móðursystur og tveir föðurbræður ....... V______________________________________________________, 6 tbl VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.