Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 49
»5S»S:SSSSSSðSSSSSSSSS»»5S8 l-l O N l
VÖRUR 55
VÖRU R
Angelique og sjóræninginn
Framhald af bls. 23.
hugsast að taka með sér þennan grip. Þegar hún uppgötvaði það hafði
hún hálf skammast sín fyrir það og reynt að fela hann.
Nú rétti hún Angelique spegilinn, sem tók að skoða sig vandlega í
honum.
— Ég veit að ég er komin meö fáein hvit hár, en hann gat ekki
séð þau meðan ég var með skupluna á mér, nema fyrstu nóttina, þeg-
ar ég kom berhöfðuð um borð í Gouldsboro. En þá var hárið á mér svo
blautt, að hann hefði varla tekið eftir því.
Að þessu sinni var hugur hennar allt öðru visi stemmdur, en þegar
hún skoðaði sig i stólspeglinum, þegar henni hafði ekki komið til hug-
ar að óska þess að heilla Rescator!
Hún strauk flngri yfir kinnbeinin. Var hún að byrja að fá hrukkur?
Kinnarnar voru kannske ofurlítið innfallnar, hafði ekki mýktarylur
útiverunnar verið einmitt eitt af því sem hafði notið svo mikillar hylli
í Versölum og gert Madame de Montespan svo afbrýðissama.
En hvernig átti hún að vita hvernig þessi maður hugsaði til hennar?
Þegar hann hlaut að bera hana saman við þá ímynd sem hann bar af
henni í hjarta sér, sem unga stúlku.
— Ég hef gengið I gegnum svo margt að það hlýtur að hafa skilið
eftir sitt mark á mér.
— Mamma, finndu mig, sagði Honorine. — Maðurinn með svörtu
grimuna er stór og ljót.ur maður. Eg ætla að drepa hann!
— Abigail, segðu mér í alvöru, heldur þú að fólk myndi segja að
ég væri ennþá falleg.
— Abigail var að brjóta saman föt með mestu rósemi. Hún lét með
engum hætti uppi hve furðulegt henni fannst háttarlag Angelique.
Eftir að hverfa svona heila nótt og allir höfðu imyndað sér að hið
versta hafði gerzt, sagði hún eftir á að ekkert hefði gerzt, en bað um
spegil.
— Þú ert fallegasta konan, sem ég hef nokkru sinni séð, sagði hún
með óumbreytanlegri röddu og þú veizt það vel.
— Ég veit það ekki. Ég veit það ekki lengur, andvarpaði Angelique
og lét hendur falla niður með hliðunum í örvæntingu.
— Það sannast af þvi að allir menn heillast að þér, jafnvel þeir sem
vita ekki af því, hélt Abigail áfram. — Þeir vilja fá að heyra þitt álit
á málunum og leita eftir samþykki þinu, áður en þeir taka sér nokkuð
fyrir hendur. Jafnvel þótt að það sé bros, aðeins ofurlitið bros .......
Sumir vilja eiga þig, út af fyrir sig og þeim sárnar, þegar þú lítur á
aðra. Áður en við fórum frá La Rochelle sagði faðir minn oft að ef
við tækjum þig með okkur myndi það stefna sálum okkar í voðalega
hættu. Hann hvatti Maitre Berne hvað eftir annað til að kvænast
þér, áður en við lögðum af stað i þessa ferð, svo það þýddi ekkert að
jagast. um þig, þegar við kæmum um borð.
Angelique hlustaði aðeins með öðru eyranum á það sem stúlkan var
að segja, þótt, þegar öðruvísi hefði staðið á, hefði það haft töluverð
áhrif á hana. Hún hafði aftur lyft litla speglinum.
— Ég þyrfti að núa blómblöðum um vanga mér, svo litaskiptin yrðu
betri, en því miður skildi ég allt mitt jurtasafn eftir í La Rochelle.
— Ég æt.la að drepa hann, sönglaði Honorine hvað eftir annað,
eins og það væri barnagæla.
HONIG VÖRUR
VÖRU R
6. tbi. VIKAN 49