Vikan


Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 46

Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 46
I Nú byrja grímuböll- in og því þarf að fara að hugsa fyrir fötunum. Það er um að gera að hafa sem minnst fyrir sauma- skap og velja ódýr efni, eða nota gam- alt efni í fötin. Litlu blómálfarnir tveir hér næst til vinstri krefjast ekki mikill- ar vinnu. Bláklukk- an getur verið í blá- um eða fjólubláum, ermalausum kjól og um hálsinn er gerð- ur grænn laufakragi. Hatturinn er úr sama efni og kjóllinn með khikkulagi og þrem grænum blöðum efst. Rósin er í grænum, ermalaus- um kjól og utan yfir hann er saumað biaðlaga, bleikt pils í nokkrum stykkjum. Bleik kjusa og rósir J| í hári og um úlnlið. Neðar er Mjallhvít í bláu vesti með gylltum snúrum. Blússan má vera heldur stór, þannig að hægt sé að binda með gylltu bandi tvisvar um ermar. Hún er hvít og pilsið líka, með biáum og bleikum legginga- böndum. Það er heldur meira verk við prinsinn. Bux- urnar eru úr skær- röndóttu efni, sömu- leiðis púff-ermarnar, vestið rautt öSrum megin og grænt hin- um megin, rauð ermi grænu megin og græn hjá því rauða. Pierrette er sígild grímuballs-stúlka. Hún getur vcrið í svörtum sokkabux- um, stífu, hvítu und- irpilsi, cn kjóllinn er rauður og svartur (il skiptis, rauðir dúskar á cndunum. Hvít, stífrykkt pífa í háls og á ermmn. Neðar er fíflið í sterkum litum og sjóræningjann vantar sjaldan við þessi tækifæri, cnda bún- ingurinn auðveldur. Bætið buxurnar á hnjánum og tætið þær svolítið að neð- an (verða auðvitað að vera ónýtar fyr- ir), breitt, rautt belti og klútur um höfuö- ið, eyrnalokkar og svört augnhlíf, það er allt og sumt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.