Vikan


Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 40

Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 40
ENNÞA ERU HINAR VELÞEKKTU ER VÍÐA LÁGT EN HVERGI LÆGRA PILKINGTON'S postulíns - veggflísar A * BÖÐ * ELDHÚS * OG HVAR SEM ER um höndum undir logann, með- an ég kveikti í sígarettunni. Stór vörubíll kom á móti okkur. Nú stóð ég líka upp og þóttist hrasa, en þrýsti um leið sígarettuglóð- inni á hægri hönd hennar. Hún hljóðaði upp, en þá sparkaði ég af alefli í fjörutíu dollara skóna. Hún fálmaði út í loftið og datt niður á götuna. Það ískraði og hvein í hemlum, en vörubíllinn gat ekki varizt að aka á hana og þeyta henni utan í gangstéttina. í nokkrar mínútur var allt í uppnámi. Um stund horfði ég á alla óreiðuna, en svo kastaði ég sígarettunni kæruleysislega í göturæsið og gekk burt. Nú var ég þó laus við hana. Þetta slys orsakaði meiri blaðaskrif en nokkru sinni fyrr um það hve hættulegir þessir sporvagngarmar væru, og ég á- kvað að vera kyrr í borginni, þrátt fyrir allt. Ég tók allt dót- ið mitt aftur upp úr töskunum, en ritvélina læsti ég kyrfilega inni í skáp. Skáldskapargáfan varð að bíða þangað til ég væri búin að fá nóg af þeim verk- efnum, sem nú hrúguðust upp í krinum mig. Ég hló við sjálfri mér í baðherbergisspeglinum og nú var ég ákveðin 1 því að leggja fyrir svo mikla peninga að ég HVAR ER DRKIN HANS NQA? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið .örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Helga Jónasdóttir, Kirkjuveg 4, Hafnarfirði. Vinnínganna má vitja 1 skrifstofu Vikunnar. V_____________________________________________ gæti tekið mér ársfrí og farið til Mexico. Lánið blasti líka við mér frá þessari stundu.... Ég breytti hárgreiðslunni og fór að grenna mig, og um leið fékk ég meira sjálfstraust. Til þess að spara enn þá meiri pen- inga keypti ég litla saumavél og saumaði fötin mín sjálf, og ég var betur klædd en nokkru sinni fyrr. Ég keypti líka rán- dýra krókódílaskinnskó og skjalatösku úr leðri, sem ég var búin að mæna á í búðargluggan- um í margar vikur. Eftir því sem ég varð öruggari, því betri verk- efni fékk ég, og Marco var stór- lega glaður yfir verkum mín- um. Loksins var ég búin að ná því sem ég ætlaði. Ég var lag- legri, betur klædd en áður og fullkomlega róleg í allri fram- komu. Svo var það einn dag, fyrir nokkrum vikum, að þessi óþol- andi stelpa settist við hliðina á mér í sporvagninum og mændi á mig mjóum augum. — En hvað þér eruð í fallegri dragt, sagði hún. — Takk fyrir, sagði ég og mér fannst ég vera að mala eins og köttur. Það leit út fyrir að hún væri líka á leið til teiknistof- unnar. Hún var í ósmekklegum kjól og skjalataskan hennar var úr ljótu gerviefni. Ég heyrði að hún kom á eftir mér upp stigann, og að hún hrasaði í öðru hverju þrepi. Hún þyrfti að megra sig um nokkur kíló. Hversvegna skildu ungar stúlkur vera svona kærulausar um vaxtarlagið? Hún fylgdi líka á eftir mér inn í biðstofuna. Auðvitað gekk ég beint inn til Marcos, en hún settist þarna frammi, ósköp óásjálegt telpukorn og bjálfaleg í framkomu. Ég er viss um að hún nagaði á sér neglurnar og keðjureykti. Skrifborð Marcos var fullt af teikningum, eins og venjulega. Ég fleygði mínum teikningum í hrúguna. — Guði sé lof fyrir þig, elskan, sagði Marco. — Stundvís eins og venjulega. Viltu borða með mér hádegisverð? Ég sendi honum fingurkoss, leit yfir öxlina og sigldi út um dyrnar. — Auðvitað, sagði ég, — sama stað og tíma! í biðstofunni beið stúlkutetrið, illa greidd og illa snyrt að öllu leyti. Hún horfði eitthvað svo einkennilega á mig. Mér fannst það svo óþægilegt að ég fékk einhvern skjálfta í mig. Vesalingurinn. Nú sé ég hana í sporvagninum á hverjum morgni og alltaf skal hún setjast við hliðina á mér. Hún keðjureykir og lítur út fyrir að vera ákaflega taugaveikluð. Ég væri ekkert hissa þótt mér væri sagt að hún drykki líka. Það er mikil sam- keppni á öllum sviðum nú til dags, og það væri ekkert undar- 40 VIKAN 6- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.