Vikan


Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 45

Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 45
Varaðu þig á honum, hann er ný- smurður! Ég kann heldur ekki að synda, en ég æpi ekki svona ferlega! Ég veii vel að klukkan er sex að morgni, en við eigum ekki þetta hús lengur! Ef þú verður svona fótkaldur í kvöld, þá sef ég í stofunni! KJOLA- Hús John — eða John's House, eins og grannamir nefna það — stendur á svo til opnu svæði. Til þess að koma í -veg fyrir heimsóknir óboðinna gesta hefur John látið reisa tveggja metra háan múr umhverfis hinn víð- áttumikla garð, sem umlykur húsið. Því að í friði vill hann fá að vera, þá sjaldan hann er heima við. Það er því engin á- stæða til að tjóðra soninn Júlían á lóðinni. Júlían er fjögurra ára, myndar strákur og mikið eftir- iæti foreldra sinna. Gjafirnar fær hann margar, bæði frá föður sínum, og þá líka aðdáendum föð- ur hans. Sá litli á marga fallega bangsa og í rúmi sínu hefur hann tvo slíka gríðarstóra sér til trausts og halds. Annars má segja, að heimilið sé sannkölluð paradís fyrir litla gutta, þar úir og grúir af alls kyns skemmti- legum munum og nefnum við sem dæmi hjólastólinn furðu- lega, sem fótfúinn faðirinn not- ar stundum til að flytja sig úr einu herbergi í annað! ☆ Hugsað á rauðu Ijósi Framhald af bls. 21. lega að hækka hitaveitugjöldin enn meira en orðið er, ef hita- veitan þarf að fara að endurnýja leiðslur og ofna í fjölda húsa eftir frosteyðileggingu. Reyndar hef ég áður varpað fram þeirri lilgálu, hvort það myndi ekki borga sig fyrir hitaveituna að rannsaka hitalagnir í fjölmörg- um húsum, ekki sízt í gamla bænum, og lagfæra, þar sem lögn- in er röng og miklu vatnsfrekari en vera þyrfti. Hvort það myndi ekki ennfremur borga sig fyrir sömu stofnun að ganga ríkt eftir því, að á ofnum væru hreyfan- legir kranar, svo hægt væri að stilla hitann með ofnunum í stað- inn fyrir að hafa ofnana alltaf á fullu blússi og tempra hitann með gluggunum. Ég hika ekki við að fullyrða, að minnsta kosti 50% ofnkrana í gamla bænum eru löngu óhreyfanlegir. Sömuleiðis væri ástæða til að skylda hús- eigendur til að láta hreinsa mið- stöðvarkerfið á vissu árabili; það er ótrúlegt hvað safnazt getur af kísli i rörin og hálf- eða allokað þeim. nnars verður hitaveituævin- týrið í Reykjavík í vetur ekki annað kurteislegar kallað en hneyksli. Það væri fróðlegt, ef gerðar yrðu. skýrsur um það, hve margar íbúðir hafa verið heilsu- spillandi af völdum þessa hneykslis, hve margir íbúar borg- arinnar hafa orðið að búa við frost í híbýlum sínum dag eftir dag. Máltæki ei’u mörg hver óvit- laus. Til dæmis þetta: Flýttu þér hægt. Það hefur ekki verið gert með hitaveituna. Forsjármenn hennar hafa riðið hraðar en hest- urinn komst. ónlistarlif þjóðarinnar hlýtur að standa méð blóma, ef dæma skal eftir þeim hljóm- plötufjöida, sem hér kemur út. Víst er um það, mörg eru lögin lipur og laglega útsett, sumir tekstarnir meira að segja góðir. Aftur á móti eru sumir í þeim hópi svo hrakalega gerðir, að neðar verður ekki komizt í lág- kúrunni. Ég heyrði einu sinni — sem betur fer ekki oftar — söng um einhvern sjómann, sem var um kveðið: „Það er alveg sama, þótt eitthvað sé að, þá sér hann alltaf svo skemmtilegt Við það.“ Ég trúði þessu ekki fyrst, en þetta reyndist svo vera við- lag margendurtekið. Annað brot man ég úr þessum söng: „Þá bjóða konurnar kossa til sín, með- an karlarnir teyga sitt vín.“ Ann- að ljóð furðulegt hefur glumið Framhald af bls, 48. Við skulum svei mér taka á móti bangsa, þegar hann kemur úr híðinu! c. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.