Vikan


Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 15

Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 15
Framhald á bls. 44. John Lennon býr einhvers staðar í norðurhluta Lundúna- borgar. Heimilisfangið er ekki gefið upp, og munu víst flestir fara nærri um hvers vegna svo er. Húsið er afar gamalt, reist í virðulegum Tudor stíl úr stór- um, rauðum múrsteinum. Úti- dyrahurðin vekur athygli, stór og viðamikil eikarhurð, og John hefur látið mála hana í öllum regnbogans litum — „psychadel- ic“ heitir slíkt víst á útlendu máli. Þetta er alveg í stíl við Rolls Royce bifreið húsbóndans og er ógerningur að lýsa lita- dýrðinni með orðum. Allir þess- ir litir eru undan penslum hol- lenzku hjónanna Simon og Mar- eschka, sem eru tíðir gestir á heimili John, listamenn fram í fingurgóma — eða svo segja Bítlarnir. Ekki hafa margir blaðamenn fengið að litast um á heimili John Lennon, en þeim sem veitzt hefur sú æra, ber saman um, að það beri greinilegt svipmót lista- mannsins, sem þar býr. Allt kvað vera þar á rú og stú: hljóð- færi, myndir og málverk, skrýt- in húsgögn, gamalt og nýtt, blóm og aftur blóm, bækur og auglýsingaspjöld upp um alla veggi. Yfir sjónvarpstækinu hanga tvö auglýsingaspjöld svo- hljóðandi: „Ökuþórar velkomnir í kirkjugarðinn" og „Þögn: Sprengihætta!" Nokkrir lang- bekkir mynda „tæknilega horn- ið“ þar sem má sjá segulbands- tæki, spólur og aftur spólur með brotum úr tilbúnum Bítlalögum og spólur með sérstökum „eff- ekturn", hinum furðulegustu hljóðum, sem kannski verður Þcssi umfangsmikii lúður er eitt af mörgum liljóðfærum á hcimili John Lennon. Hjólastóllinn er vinsælt ökutæki á heimilinu! Það Jkennir margra grasa á heimili Bítilsins! Heina hiá Jilin Lennnn Holienzkir listamenn skreyta píanóið í vinnuherberginu. Þeir máluðu einn- ig bílinn og útidyrahurðina í svipuðu munstri! 6. tw. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.