Vikan


Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 5

Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 5
vel að bömunum og faðma þau. Það er líka eins og hann eigi sjálfur erfitt með að gera það. Hann er alltaf að nöldra yfir því að ég skuli ekki faðma hann og kela við hann eins og þeg- ar við vorum ung. — Mér finnst ég bara vera orðin of gömul tiiil þess og við bæði. Okkur kemur ekki alltof vel saman heldur. Við erum ekki oft saman eins og hjón og hann er stundum bálreiður út í mig fyrir að ég reyni ekki að koma honum ti:l og honum finnst ég heldur aldrei vilja neitt þegar hann vill. En mig iangar svo til að við getum öll verið ham- ingjusöm saman, því innst inni þykir okkur öllum vænt hverju um annað. — Hvað á ég að gera? Með fyrirfram þökk. Jóna P. Það er ekki nóg, að fólki þyki vænt hvoru um ann- að. Það verður líka að Iaga sig hvort eftir öðru. Hjóna- band, þar sem annar aðil- inn — eða báðir — ætla að halda öllu sínu og sjálfum sér óbreyttum, en móta liinn aðilann að sínum geð- þótta, hlýtur alltaf að fara út um þúfur. Fyrir hvert „horn“ sem slípa skal af hinum aðilanum, verður að slípa annað af sjálfum sér. Það gildir líklega í engum félagsskap fremur, að ó- hjákvæmilegt er að mætast á miðri leið, eigi vel að fara. Eiginmaður þinn þjáist, að því er virðist, af skorti á umhyggju og hlýju. Sál- fræðingar myndu líklega telja, að hann hefði ekki notið mikils kærleika í bemsku sinni og æsku og þannig hafi smám saman myndazt hjá honum óeðli- lega rík þörf fyrir ást. Þú :segir, að þú hafir „faðmað hann og kelað“ þegar þið voruð yngri, en nú virðist hafa dregið mjög úr því. Að okkar dómi þráir hann sjálfur að verða aðnjótandi þeirrar ástúðar, sem þú sýnir bömimum; hann minnist fyrri daga meðan þú hafðir meiri tíma og meiri ást handa honum og kennir börnunum ósjálfrátt um, að þau hafi tekið þig frá honum. Það er ekki tímafrekt að sýna félaga sínum í hjóna- bandi ástúð af og til; jafn- vel þótt það krefðist frest- unar á uppþvotti eða af- þurrkun, borgar það sig margfaldlega, ef með því vinnst hamingjusamara heimilislíf og hjónaband. Og þú verður að minnast þess, að hvatir karlmanns- ins eru vökulli en konunn- ar, og getur þú ekki upp- fyllt kröfur hans í því efni verðið þið að ræða málið og reyna að komast að nið- urstöðu. Það væri alls ekki fráleitt að bera það mál undir heimilislækninn — þeir eru flestir grónir í starfi og hafa kynnzt svo mörgu, að þeim lætur ekki síður að lækna sálir sjúk- linga sinna en skrokkana. Takist þér að koma til móts við ástúðarþörf mannsins þíns, er ekki ólíklegt, að honum yrði auðveldara að lá'ta vel að börnunum sjálf- TOTTAR SNUDDU SÍNA. Kæra Vika! Er það ekki óeðlilegt, að þriggja ára pjakkur skuli ennþá totta snuðið sitt? En hann er svo hrifinn af því, áð ég hef ekki brjóst í mér til að taka það af honum. Hvað á ég að gera? Unga mamma. Eftir því, sem okkur er sagt, er algerlega eðlilegt og óskaðlegt, að þriggja ára börn totti snuðið sitt. En það er áríðandi, að snuðið sé gott og sé ekki látiö verða útvaðið og slitið. — Börn hafa mismunandi á- kafa þörf fyrir að sjúga og það er mjög einstaklings- bundið, hvenær þau hætta því. En bam, sem er í góðu jafnvægi og líður vel, hætt- ir því af sjálfu sér, þegar tími er til kominn. j' Lr " JA, VIO ERSIM SAMMALA ' j i 95 Hún er bceði fallegri og fullkomnari“ AkÍY ## CENTRIFUGAL WASH " M0DEL620 EiNUM HNAPPI veljið þér þvottakerfið, og C.W. 620 © ÞVÆR, (T) HITAR, (T) SÝÐUR, @ MARGSKOLAR, (@ ÞEYTIVINDUR ALLAN MIOII -Bll EÍNI- Sápuskammtar settir í strax — vélin skolar Alveg gangur þeim sjálfkrafa niður á réttum tíma hljóður siolefn 1 Tekur sjálf inn sérstakt skolefni UH | ef þér óskið að nota það ■ 8 fffienn Tvívirk, afbragðs 1111180 þeytivinding i lerhjalj ós festini 1 Þarf ekki að festast 1 niður með boltum eli |{ Nœlonhúðuð að utan — finslípað, Sérlega |pilí||||[| II ryðfrítt stál að innan auðveld luHlljllltJ Fullkomnasta og fallegasta vélin á markaðinum SÍMI 2 4420 - SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVlK. Sendið undirrit. mynd af FÖNIX C.W. 620 með nánari upplýsingum, m.a. um verð og greiðsluskilmáta NAFI)4 ....................................... HEIMILI ...............-...................... TIL Fönix S.f. pósthólf 1421, Reykjavík e. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.