Vikan


Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 44

Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 44
Royal IHSTANT PUDDING , PK HILING Unffir off aldnir njóta þess að borða köldu Royal búðingana. Bragðtegundir: — Súkkulaði. karamellu. vanillu og jarðarberja. höfðu svipaðra hagsmuna að gæta, eða hagsmuna hvers ann- ars. Hann fór upp í íbúðina og blandaði sér áfengi í glas og fór inn í setustofuna. Stóru glugg- árnir vissu í suður, út yfir trjá- toppana í borginni og hann sá móa í vatnið í mislrinu. Pen- ingarnir stóðu á gömlum merg umhverfis þetta vatn, hugsaði hann. Gamlir, góðir peningar. Phelps, Keaver, Yates og fleiri. Peningar úr borgarastyrjöldinni og kannske fleiri. Ekki mínir peningar, hugsaði hann. — Fólk- ið mitt hefur verið hérna eins lengi og þeirra fólk, dó með þeim í öllum þeirra stríðum og styrjöldum, en þess á milli dró það fram lífið á snauðum kotum úti í sveitinni. En svo einmitt á réttum tíma kom einn af þessum Kimbertonum utan úr sveitinni inn í borgina með klaufhamar, gamlan vörubíl, kagga með saumi og taugar vasaþjófs. Svo nú geta þau fyrirlitið mig fyrir að hafa stóra og háa glugga, svo ég geti litið niður á þau, og fyrir að ég skuli eiga þá peninga sem ég hef unnið mér inn sjálfur, og kannske framar öllu öðru fyrir það, að ég skyldi eignast eina af þeirra fallegu, ungu kon- um. Framhald. Heinia hjá John Lennon Framhald af bls. 15. einhvern tíma blandað saman við músikina í því skyni að búa til eitthvað nýtt, eitthvað „psy- chadelic". f hverju horni er há- talari og út úr þeim öllum seitl- ar hljóðlát músik. Indversk músik. Klassisk músik. „All you need is love“. Og músikin nær alla leið út í bílskúrinn og út í sundlaugina. Allan sólarhring- inn. Það er aðeins í vinnuherbergi John að unnt er að komast í snertingu við þögnina. Vinnu- herbergið er hljóðeinangrað. — Hér eru líka segulbandstæki og hér hanga gítarar meistarans hlið við hlið á veggjunum eins og í öndvegi. Á gólfinu miðju er píanó. Ef betur er að gáð má einnig sjá orgel og enn eitt hljóð- færi að auki, sem nefnist „mello- tron“. Og það er nú gripur í lagi — í stuttu máli sagt geymir það í sér innspilaða segulbands- búta, sem hræra má saman á ýmsa lund og fást þannig ýmiss konar hljóð — eftirlíkingar flestra hljóðfæra, og það má jafnvel stilla mörg hljóðfæri saman í þessu eina hljóðfæri og verður útkoman þá auðvitað hljómsveit! John þykir mjög vænt um þennan grip, og hann segir að margar hugmyndirnar að nýjum lögum hafi hann feng- ið í gegnum mellotrónið. 44 VIKAN 6' tbI-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.