Vikan


Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 22

Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 22
FRAMHALDSSAGAN 9. HLUTI EFTIR SERGE OG ANNE GOLON - TEIKNING BALTASAR ÞAÐ VAR EINS OG EITTHVAÐ BRYSTI í ANGELIQUE, HEGAR HÚN HEYRÐI NAFN HANS OG HÚN ÞRÝSTI BAÐUM höndum að gagnaugunum og þjaningardrættir föru um andlitið. - HANN.......HANN GERÐI EKKERT VIÐ MIG. AF HVERJU SPYRJIÐ ÞIÐ? ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ rk-kirk-k-k-kirk AicMirkick k ★★★★★★★★ A A A ★★★ Akk ★★★★★★★★ Þegar þau sáu að Angelique talaði fullkomlega eðlilega við börnin, ákváðu Abigail og hin unga dóttir bakarans, sem þótti mjög vænt um hana, að skreppa og ræða við hana. — Hvað gerði hann við þig? hvislaði Abigail. — Hvað gerði hann við mig? át Angelique eftir henni. •— Við hvern áttu? — Hann .......Rescator. Það var eins og eitthvað brysti i Angelique, þegar hún heyrði nafn hans og hún þrýsti báðum höndum að gagnaugunum og þjáningardrætt- ir fóru um andlitið. — Hann ..... Hann gerði ekkert við mig. Af hverju spyrjið þið? Vesalings stúlkurnar stóðu orðlausar af vandræðaskap. Angelique reyndi ekki einu sinni að skilja hversvegna þær voru svona vandræðalegar. Ein hugmynd og aðeins ein þyrlaðist um í höfði hennar. -— Ég hef fundið hann og hann viill ekki viðurkenna mig. Hann vill ekki viður- kenna mig sem sína, leiðrétti hún svo. — Til hvers var að láta sig dreyma þetta allt saman, leita svona að honum og vona svona lengi. Nú finn ég sannarlega að ég er ekkja. Það fór hrollur um hana. — Þetta er brjálæði. Þetta er ómögulegt. Ég hlýt að hafa martröð, en ég mun bráðlega vakna. Manigault útgerðarmaður fór til hennar að áeggjan konu sinnar. — Dame Angelique. Ég verð að tala við þig. Hvar er Gabriel Berne? Hún starði á hann áður en orð hans megnuðu að ná til heila henn- or og svo sagði hún: — Það hef ég ekki hugmynd um. Hann sagði henni hvað gerzt hafði um nóttina, eftir að hún var farin. — Kannske sjóræninginn hafi látið kasta honum fyrir borð, stakk Carrére lögfræðingur upp á. — Þið hljótið að vera gengnir af göflunum. Hún var smám saman að ná sambandi við raunveruleikann aftur. Meðan hún hafði sofið í hibýlum Rescators um nóttina hafði Berne efnt til óeirða við að reyna að koma henni til hjálpar. Rescator hlaut að hafa vitað um það, svo hversvegna hafði hann ekki skýrt henni frá iþví? Það heíði ekki verið sanngjarnt að segja að þau hefðu ekki haft nóg annað að tala um. — Hlustið nú á, sagði hún. — Það er tilgangslaust að æsa sig upp og hræða börnin með svona óliklegum tilgátum. E'f það er rétt að Maitre Berne hefur fengið áhöfnina eða skipstjórann upp á móti sér með æðislátum í gærkvöldi, þegar bæði skipstjórinn og áhöfnin, þurftu að beina allri sinni athygli að stjórn skipsins, ímynda ég mér að hann hefði verið lokaður einhvers staðar inni. En ég er handviss um að hann hefur ekki verið drepinn. Ég skal taka fulla ábyrgð á því. — Því miður, sagði hinn svartsýni lögfræðingur, — er réttlæti afstætt hugtak meðal þessara siðlausu manna, svo það er ekkert sem við getum gert í því. — Bölvað fífl ertu, hrópaði Angelique og langaði mest til að rétta honum vænan ilöðrung á tólgarlita kinnina. Henni leið betur eftir að hún hafði öskrað að honum og hún leit á þau, eitt eftir annað og sagði við sjálfa sig, að þegar allt kæmi til alls 22 VIKAN 6-tbl- 12. KAFLI Angelique fór aftur þangað sem mótmælendurnir höfðust við og hún gekk eins og í svefni. Það var eins og hún rankaði við sér, þar sem hún hafði safnað saman sínum fáu föggum, upp við fallbyssu, vafða í striga, og hún mundi ekki eftir því að hafa gengið yfir þil- farið, og leitt Honorine sér við hönd, eða hafa klifrað niður bratta stigana og íikrað sig áfram gegnum þokuna og einhvernveginn hafði henni tekizt að forðast allt sem var í vegi fyrir henni: Kaðalhrúgur, fötur, tjörukagga og áhafnarmeðlimina önnum kafna við að hreinsa skipið. Hún hafði ekkert af þessu séð ...... Nú fann hún sig hér sitjandi og vissi ekki hvað hún átti að gera. — Dame Angelique! Dame Angelique! Hvar varstu? Frammi fyrir sér greindi hún gáfulegt andlit Lauriers litla. Séverine lagði mjóan handlegginn um axlir hennar. — Segðu okkur það. Það voru börn allt í kringum hana. Þau voru dúðuð í sundurlaus klæðaplögg — rifníur af pilsum mæðra þeirra, sem höfðu verið rifin sundur til að vefja um þau og hálmi, troðið innan í fötin. Litlu and- litin voru föl og nefin rauð. Ósjálfrátt rétt.i-hún fram hendurnar og gældi við þau. — Er yklcur kalt? — Ónei, svöruðu þau léttilega. Gideon litli Farrére, sagði: — Krypplingurinn, sjódvergurinn, sagði að okkur myndi ekki verða hlýrra en þetta í dag, nema það kviknaði í skipinu, vegna þéss að við erum rétt hjá norðurpólnum, en bráðum leggjum við til suðurs aftur. Hún hlustaði á þau, án þess að heyra hvað þau sögðu. Hinir fullorðnu héldu sig i fjarska og litu endrum og eins í áttina til hennar, sumir með skelfingu, aðrir með vorkunn. Hvað þýddi löng fjarvist hennar nóttina áður? Þegar hún kom aftur var hún þannig til reika, að orð- rómur hafði þegar farið um hópinn þess efnis, að þær ásakanir sem Gabriel Berne hafði borið fram í garð Rescators væru réttar. — Þessi þorpari heldur að hann geti gert það sem honum sýnist við okkur ....... Við okkur og konurnar okkar, hafði Berne sagt, — Bræður mínir, nú vitum við að við erum ekki á leið til Vestur-Indía. Svo, þegar Angelique kom ekki aftur, hafði hann viljað fara og finna hana og orðið óður, þegar hann komst að því að dyrnar voru læstar. Þrátt fyrir sárin hafði hann byrjað að brjóta niður hurðina. Þegar Manigault sá að það var ógerningur að róa Beme, hafði hann rétt hon- um hjálparhendur. Iskaldur vindur kom æðandi inn í aðsetur þeirra og mæðurnar, sem voru nær uppgefnar að halda yl á afkomendum sínum höfðu mótmælt. Og þá komu skozkir eða teptonskir varðmenn bölv- andi og ragnandi, Berne hafði verið dreginn út í nóttina, og þrir sjó- menn höfðu haldið honum á milli sín, en síðan hafði ekkert til hans spurzt. Þessu næst komu tveir smiðir með mestu rósemi og læstu þau 611 inni á ný. Skipið valt og stakkst á ýmsa vegu og konurnar og börnin fundu ósjálfrátt að nóttin bjó yfir ótal hættum. Þau þrýstu sér hvert að öðru í Þögn, en karlmennimir eyddu löngum tíma í að skegg- ræða um það hvað þeir ættu að gera ef eitthvað kæmi fyrir Maitre Berne eða þjónustustúlkuna hans.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.