Vikan


Vikan - 16.05.1968, Blaðsíða 7

Vikan - 16.05.1968, Blaðsíða 7
áttina! Mig langar til að leita á náðir þínar. Þannig er mál með vexti, að ég reyki, þótt ég sé enn ungur að árum. Ég hef reykl í rúm tvö ár. Ég man enn vel þegar ég byrj- aði á þessum fjandi. Ég fór með þetta eins og manns- morð. Þegar ég laumaðist út í sjoppu til að kaupa mér sígarettur, var eins og ég væri að kaupa mér skammbyssu. Síðan beið ég eftir tækifæri til að svæla tóbakið í mig, inni á klósetti þegar enginn var heima eða úti í bílskúr. Mér fannst þetta laumu- spil mjög spennandi. En skelfilegar líkamskvalir þurfti maður að leggja á sig fyrst í stað. Ég blikn- aði og blánaði og kastaði upp hvað eftir annað. En ekki gafst ég upp. Þegar ég hafði fiktað við að reykja í heilt ár, ýmist einn eða með félögum mínum, þá var mér farið að finnast það gott. — Og einn góðan veðurdag var ég afhjúpaður. Ég hafði keypt mér heilan sígarettupakka og mamma fann hann í jakkavasa mínum. Ég bjóst við hinu versta, hélt að nú yrði heldur betur sprenging. En ég varð bæði undrandi og svolítið vonsvikinn yfir viðbrögðum foreldra minna! Pabbi kallaði á mig og bað mig að finna sig inn í bókaherbergið. Og á hverju heldurðu að hann hafi byrjað samtalið? — Hann bauð mér sígarettu!! Hann var hinn blíðasti og sagði, að fyrst ég væri far- inn að reykja, þá skyldi ég alveg eins reykja heima hjá mér og annars staðar. Hann sagðist hafa byrjað að reykja sjálfur, þegar hann var á mínum aldri. Hins vegar sagði hann mér frá öllum ókost- um reykinga, hvað þær væru dýrar og hve slæm áhrif þær hefðu á heils- una. Eftir þetta fannst mér ekki nærri því eins spenn- andi að reykja. En ég var búinn að reykja svo lengi í laumi, að ég var orðinn háður tóbakinu. Ég reyndi að hætta en gat það aldrei nema stuitan tíma í einu. Mig langar til að hætta að reykja, sérstaklega af því að ég veit að „karlinum“ mundi lík það svo vel. — Geturðu ekki, Póstur minn, gefið mér eitthvað verulega gott ráð til þess að hætta að reykja? Er hægt að fá einhverjar pillur hjá lækni? Með fyrirfram þökk. Reykháfur. Lýsingin á því hvernig þú byrjaðir að reykja er býsna skemmtileg, og lík- lega hafa margir byrjað á sama hátt og þú. Það er í rauninni merkilegt liversu margir verða þrælar tó- baksnautnarinnar, með hliðsjón af því hversu menn þurfa að leggja á sig miklar þjáningar til að verða það! Engan mann þekki ég, sem ekki hefur þótt afskaplega vont að reykja fyrstu sígaretturn- ar sínar. Og svo hefst stríð- ið við að hætta. Sumir segja, að sjöunda árið sé verst, en við skulum vona, að það séu öfgar. Fyrir nokkrum árum kom út bók um það, hvernig menn ættu að hætta að reykja, en ekki man ég lengur hvað hún heitir. Og einnig eru til grænar töflur, sem kannski er hægt að fá hjá heimilislækni. MEÐ FEITAN MAGA. Kæri Póstur! Við höfum svo oft séð ráðleggingar þínar í Vik- unni, svo að okkur langar til að biðja þig að hjálpa okkur. Við erum hérna tvær vinkonur, sem erum með heldur feitan maga (við tökum það fram, að við erum ekki óléttar). — Þess vegna langar okkur endilega að biðja þig að hjálpa okkur að ná þess- ari fjandans fitu af mag- anum. Kanntu ekki annað ráð en megrunarkúr? Svo vonum við að þú svarir okkur skýrt og skorinort. Okkur finnst mjög gaman að lesa Vikuna. Með fyrirfram þökk. Tvær í vanda. Gerið eftirfarandi lík- amsæfingar kvölds og morgna: Standið gleiðfætt- ar úti á miðju gólfi. Teyg- ið handleggina upp fyrir höfuð og dragið djúpt inn andann. Beygið ykkur til vinstri og andið frá ykk- ur, síðan til hægri og þann- ig koll af kolli. Fyrir nýtízku lampa OSRAM kertaperur Fyrir sérlega hátíSlega lýsingu OS.RAM kristalkertaperur 19. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.