Vikan


Vikan - 16.05.1968, Qupperneq 9

Vikan - 16.05.1968, Qupperneq 9
Stina Britta og Nikolai Gedda í hlnt- verkum Gildu og hertogans í Rigo- letto. Stina Britta sem Ilanna Glawari í Kátu ekkjunni. Stina Britta í hlutverki Næturdrottn ingarinnar í Töfraflautunni. al annars dvaldi hann í tuttugu og tvö ár í Stokkhólmi og vann þar eink- um við Oscars Teater í Helsingfors við Svenska Teatret og Þjóðleikhús Finna, auk þess lengi við óperuna í París, Chicago og víðar. í Stokkhólmi setti hann meðal annars upp My Fair Lady, Oklahoma og South Pacific. — Ég var aðeins sjö ára þegar ég hóf dansnám hjá Konunglega ballet- inum í Kaupmannahöfn, og þar var ég til átján ára aldurs sagði Sven. Þá hafði ég kynnzt hinum fræga balletmeistara Fokin, sem lagði fast að mér að ráð- ast til sín. Ég leitaði þá ráða hjá vini mínum Poul Roumert og hann sagði: Farðu út í heiminn, ungi maður, líki þér það ekki geturðu alltaf komið aft- ur. Svo fór ég til Parísar, síðan til Fokins, þaðan til Chicago-c^jerunnar og starfaði sem sólódansari og að- stoðardansstjóri. 1931 kom ég aftur til Danmerkur og stofnaði eigin ballet- flokk. Þaðan lá svo leiðin til Stokk- hólms, Helsingfors og svo framvegis. Meðal helztu samstarfsmanna Lar- sens hefur verið Lars Schmidt, eigin- maður Ingrid Bergman. Unnu þeir m. a. saman að því að færa upp My Fair Lady og Annie get your gun. — Það hefur talazt svo til %að ég aðstoðaði hann við nýjan söngleik, sem verður vonandi tilbúinn eftir ár eða svo. Ég má því miður ekkert um þetta verk segja að svo stöddu, nema hvað ég held að það muni þykja mikill viðburður í leikhúsheiminum, þegar þar að kemur. Við spurðum Sven Áge, hvað hann vildi segja um íslenzk leikhúsmál með tilliti til samanburðar við önnur lönd; um slíkt getur hann flestum öðrum trútt um talað, slíkur heimsborgari sem hann er. — Það er ekki, sagði Sven, hægt að gera ráð fyrir sömu möguleikun- um hvar sem er i heiminum. Stærri ríkin hafa svo langsamlega miklu meiri möguleika en smáríkin til að afla sér góðs leik- og söngfólks og koma upp leikhúsum, að það er ekki samanberandi; því veldur meiri fólks- fjöldi og fjármagn. En reynslan sýnir að árangurinn þarf ekki að verða lak- ari fyrir það í smærri ríkjunum. Erfið- leikarnir geta verið meiri, það þarf að leggja meira að sér, en það gerir í mörgum tilfellum starfið aðeins merkilegra og lærdómsríkara. Um brosandi land er það annars fleira að segja að Tónlistarfélag Reykjavíkur sviðsetti það hér fyrir um þrjátíu árum. Þýðinguna gerði Björn Franzson. Efni leiksins eru ástir kínversks prins og austurrískrar greifynju, hvorki meira né minna, og vantar þar auðvitað ekki árekstra hinna margumtöluðu andstæðna aust- urs og vesturs. Um Lehár sjálfan mætti að lokum geta þess að hann var Ungverji, fædd- ur 1870 og dáinn 1948. Eftir hann liggja um þrjátíu óperettur, og er hann meðal frægustu höfunda heims á því sviði. Af öðrum óperettum hans en þegar hafa verið nefndar hér mætti geta Greifans af Lúxembúrg. dþ. BARNA' KVEN 0.6 KARLMANNASHGVEL FRA HINU HEUISFIUEGA FIHNSKA FYRIRUEKI © ÚRVALLIIA 06GER8A A HAGSI&ÐU VERBI. AUSTURSTRÆTI r Kaupið úrin hjá úrsmið GINSBO úr FermingarúriS er GINSBO % Vönduð formfögur úr * Biðjið um myndlista Franch Michelsen úrsmíðameistari — Laugaveg 39 Reykjavík 19. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.