Vikan - 16.05.1968, Side 10
/--------------------------------------------->
Þar Iöpu
Fangi hjá rauðliDum Efftir Róberl Jackson
Lífi Dickey Chapelle er lokið. f
síðustu sendiför hennar, var það
loksins, í Suður-Vietnam, að ham-
ingjan brást hennl. Hún hafði farið
út af veginum þurrum og rykugum,
til þess að taka mynd af hópi
bandariskra hermanna, og tók þá
ekki eftir iarðraski nokkru sem
huldi reyndar jarðsprengju Viet-
congliða. Brotin smugu um hana
alla og eftir örstutta stund var hún
látin.
En [ hugum fjölmargra manna,
um þver og endilöng Bandaríkin,
mun hún eigi deyja. Þeir muna
þessa grannvöxnu konu, sem (
ofsa bardagans hætti sér fram í
eldregn óvinaliðs. Hugrekki henn-
ar við að afla mannkyninu frétta
af hörmungum vígvallanna, mun
eigi gleymast.
Þessi saga segir frá einni af
fyrstu hættuferðum hennar.
Dickey Chapelle hafði hvað eft-
ir annað kennt hinna áköfu hjarta-
slaga óttans frá því hún komst á
fullorðinsaldur. Hún hafði fundið
harðgreipar skelfingarinnar lykjast
um sig, þegar sprengjur Japana
dundu allt í kringum skipið sem
flutti hana til IwoJima, þar sem
hún átti að vera stríðsfréttaritari.
Sama tilfinning hafði gagntek-
ið hana á sjálfri Iwo-eyju,
þegar hún var stödd á hæðardragi
nokkru, þar sem hún hafði tekið
sér stöðu til að Ijósmynda víg-
svæðið, en kúlur leyniskyttna þutu
um eyru hennar.
En sKkur ótti var annars eðlis,
óttinn sem vaknar ( ákafa bardag-
ans. Nú, þegar hún lá á grúfu (
næturdimmri jörð Ungverjalands,
en snjór og kuldi læstu klóm s(n-
um um limi hennar og klæðnað,
og skuggi af rússneskum varðmanni
féll aðeins fáa metra frá henni, þá
var sem kökkur myndaðist ( hálsi
hennar af þeim lamandi ótta sem
var að koma yfir hana.
Hún minntist heimilis síns í hinu
sólríka Wisconsin, en nú var það
orðið svo órafjarri, eins og millj-
ónir kdómetra væru á milli.
Þetta var ( desember 1956. Fá-
einum vikum áður hafði Ungverja-
land logað í uppreisn — uppreisn
sem hafði verið miskunnarlaust
bæld niður með hervirkjum Asíu-
liðs Rússa, sem stutt var skriðdrek-
um og flugvélum.
[ kjölfar þessarar misheppnuðu
byltingar hafði fylgt hin hrottaleg-
asta „hreinsun" — og fjöldi Ung-
verja, karlar, konur og börn reyndi
að komast yfir auða svæðið sem
skilur landamæraverðina á mörkum
Austurríkis — til þess að komast
undan ógnarstjórninni, með því að
læðast framhjá rússnesku landa-
mæravörðunum.
Dickey Chapelle var komin til
Ungverjalands í tvennum erinda-
gerðum. Hún var Ijósmyndari hjá
blaðinu Life, og hálfum mánuði
fyrr hafði hún komið til Austurrík-
is til þess að kynnast flóttamanna-
ástandinu af eigin raun; en ( öðru
lagi hafði hún tekið að sér verk
fyrir Alþjóða hjálparnefndina, sem
vildi senda baráttumönnum frelsis-
ins í Ungverjalandi nauðsynlegustu
læknislyf og hjúkrunargögn.
Aðfaranótt 6. desember lagði
hún af stað inn yfir landamærin og
yfir á óvinasvæðið, í fylgd með
tveimur ungverskum leiðsögumönn-
um. Hún bar á baki sér tösku fulla
af fúkalyfjum, sem voru til þess
ætluð að forða heimilislausum
ungverskum börnum frá lungna-
bólgu.
Það marraði [ snjónum undan
fótum þeirra, en skyndilega gaf
annar leiðsögumaðurinn frá sér að-
vörunarblístur. Þau fleygðu sér
flötum öll þrjú — en of seint.
Blyssprengja flaug um loftið
skammt frá þeim og sprakk, og
lýsti þá skær birtan upp allt um-
hverfið.
Vélbyssa heyrðist hreyta úr sér
skotum, og leitarljós þutu yfir
Framhald á bls. 36.
10 VIKAN 19 tbl-