Vikan - 16.05.1968, Síða 17
ianiel i. iluti
urt landslagið minnti hana svo
mikið á einn af uppáhaldsstöðum
hennar heima, að hún fékk tár
í augun af heimþrá.
Það var Peter Conway sem
slakk upp á að þau færu þangað
og fengju sér að borða, eftir að
hafa sótt tösku hennar á veitinga-
húsið. Og það var dásamlegt að
komast burtu frá öllu saman um
stund og slappa af í návist hans.
Hætta að vera spennt og á verði
og finna stöðugt fjanc<skapinn
eins og þrýsting í loftinu.
Það var ekki auðvelt að vera
Lísa Macfarlane í húsi, þar sem
ailir álitu sig hafa einhverju að
tapa af návist hennar þar. Það,
voru að vísu aðeins Dobie og
frú Griffin sem vissu leyndar-
málið, en það leyndi sér ekki að
Daisy hafði dregið sínar álykt-
anir, þegar hún fékk allt í einu
skipun um að taka til og þurrka
af í herbergi Lísu. Hún var ekki
líkt því e(ins vingjamlega og
frjálsleg í tali lengur og þó var
Daisy ekki af því taginu sem
felur hugsanir sínar. Ef hana
grunaði eitthvað, vissi áreiðan-
lega afgangurinn af starfsliðinu
það um leið.
Það var bara Peter sem var
sjálfum sér líkur. Hann hafði
vissulega nærri því ekið í skurð-
inn, þegar hún sagði honum sögu
sína. Sömu sögu og hún hafði
sagt hinum, þótt hún óskaði þess
heilshugar að hún hefði að
minnsta kosti getað sagt honum
ailan sannleikann.
—- Mig grunaði eitthvað í
þessa átt, sagði hann að lokum.
Ég get ekki skilið annars af
hverju þú hafðir svona miklar
áhyggjur af Lady Macfarlane. En
mér fannst þetta raunar allt svo
ótrúleg hugmynd.
- - Það er ekki að heyra að
þetta sé mikið áfall fyrir þig.
—- Áfall? Hann starði skiln-
ingssljór á hana. Já, nú skil ég.
Þú ert að hugsa um það sem ég
sagði að ég yrði ekki sérstaklega
ánægður ef Lísa skyti upp koll-
inum, bætti hann svo við og hló.
Kenningin er eitt og reyndin
annað! Hin fræðilega Lísa var
allt annað mál. Þar að auki —
erf þú ekki Lísa Macfarlane. Þú
ert Barbara Marsten og verður
það að eilífu. Stúlkan með heims-
ins fegurstu augu, sem ég hitti
um kvöld á barnum hjá Jock.
Og allt var sem fyrr mílli
þeirra. óþvingað. vinsamlegt með
litýrri og nánari undirtón, sem
rvar nýr, en þó eðlilegur.
— Ertu hrædd um aS ég verði líka myrt? spurði
hún og hló.
- Hann hefur enn meiri ástæðu núna, þegar
hætta er á að hann tapi öllu. í fyrra skiptið hafði
hann bara vonir. Nú átti hann þetta nokkurn-
veginn örugglega og þá kemur þú!
Hún vildi ekki fara heim. Hún
hataði þá tilhugsun eina að snúa
aftur til hallarinnar, en hún sagði
andvarpandi:
— Við verðum víst að fara
núna. Ég er hrædd um að amma
verði óróleg, ef ég er of lengi í
burtu.
Meðan hann beið eftir reikn-
ingnum reis hún á fætur og gekk
að sjónaukanum, sem var festur
á múrinn umhverfis svalirnar.
Þetta var ágætur sjónauki, stækk-
aði vel, og það heillaði hana að
sjá drætti og hluti í landslaginu,
sem varla sáust með berum aug-
um, koma skyndilega nær, henni
fannst hún geta teygt sig í þá.
Hún beindi sjónaukanum að
veiðimönnum á vatnsbakkanum
og hló við.
—- Að hverju ertu að hlæja?
spurði Peter, sem var nú kominn
til hennar.
Að karlinum sem stendur
þarna og er að reyna að veiða.
Eiskurinn losaði sig af. Ég sá
hvernig hann bölvaði.
Hún færði sjónaukann og það
var eins og henni hnykkti við.
Það var eins og dimmdi á himni,
þegar grár turninn kom allt í
einu í sjónmál.
— Úha. Ég rak augun í grát-
turninn. Hann lítur út fyrir að
vera enn hræðilegri, en hann er
í raun og veru. Komdu, við skul-
um fara!
---Af hverju er hann annars
kallaður gráttum? spurði hún,
þegar þau voru sezt inn í bílinn.
Hann leit á hana með undrun
og hún flýtti sér að bæta við:
— Ég heyrði þetta nafn aldrei,
þegar ég var lítil. Ég býst við að
það sé tengt við einhverja Ijóta
sögu. sem ekki hentar börnum.
— Það er ekki beint saga —
það er atburður sem gerðist í
raun og veru. Og það er ekki
beinlínis barnasaga, satt er það,
sagði hann um leið og hahn
beygði úl af bílastæðinu og lagði
af stað út á bugðóttan veginn,
niður fjallið. — Það var í lok
sautjándu aldar. Það stóð í mikl-
um erjum hér um það leyti og
skozku ættirnar gátu ekki setið
á sátts höfði. Dag nokkurn komst
landsherrann á The Towers að
því að villtasta og skelfilegasta
ættin í öllum Hálöndunum væri
á leiðinni til að ráðast á höllina.
Þessi ætt var fræg fyrir grimmd
sína við fanga, sömuleiðis konur
og börn.Svo landsherrann lokaði
konu sína og börn og allt kvenna-
lið hallarinnar inni i herberginu
hæst og efst uppi í turninum.
Svo kom árásin, eins og sagt
hafði verið fyrir um og öllum,
nema landsherranum var slátrað.
Hann var tekinn til fanga til að
verða þess aðnjótandi að láta líf-
ið á hátíðlegri hátt með pynd-
ingum. Honum heppnaðist hins-
vegar að flýja og komast aftur
heim. Höllin hafði verið rænd og
kveikt í henni en stóð þó enn að
mestu leyti og tumamir voru
óbrunnir. En þegar turnherberg-
ið var opnað voru allar konumar
dauðar úr sulti nema ein þjón-
ustustúlka. Og hún hafði misst
vitið. Þá mánuði, sem hún átti
ólifaða hélt hún stöðugt um eyr-
un og bað veinandi um að börn-
in yrðu látin hætta að gráta.
— Þetta var ljót saga. Ég er
fegin að Skotamir eru nú orðnir
menntaðri.
Hann svaraði ekki strax.
— Ég veit það ekki, sagði hann
að lokum. — Stundum flýgur
mér í hug hvort grimmdin, löng-
unin til að beita ofbeldi sé ekki
enn við lýði hjá afkomendum
þessara fornu Skota, blundandi
að vísu, undir þykku lagi af
menningu og fágun, en sé þar
engu að síður og geti brotizt í
gegnum allar hindranir. Hvemig
getur maður öðruvísi útskýrt
Rick Fraser? Maður af beztu
fjölskyldu, sem hefur hlotið bezta
uppeldi, gáfaður, en bezti strák-
ur engu að síður, hélt maður og
samt....
— Nei, það held ég ekki, greip
hún fram í. Mér geðjast ekki að
honum. Ég hef aldrei hitt neinn
sem mér geðjast eins illa að.
Morð eru annað hvort drýgð í
skefjalausri reiði, ég held að
hann viti alltaf nákvæmlega hvað
hann er að gera, eða þá sam-
kvæmt útreiknaðri áætlun og
mér finnst hann ekki vera af
því taginu. Þvert á móti held ég
að hann geti aldrei dregið fjöður
yfir neitt, dulið meiningu sína.
— Einhver myrti pabba þinn,
Barbara. Það er staðreynd sem
ekki er hægt að komast hjá. Og
það er bókstaflega útilokað að
nokkur utanaðkomandi geti hafa
gert það.
Hann beygði allt í einu út f
vegabrúnina og nam staðar.
Hann sneri sér að henni og opin-
skátt andlit hans var mjög al-
varlegt, þegar hann sagði:
— Mér lízt ekki á að þú búir
þarl Hversvegna geturðu ekk,i
haldið áfram til á veitingahús-
inu?
— Ég ætla ekki að vera lengi,
sagði hún. — Bara þangað til
amma er úr hættu.
— Ég verð ekki rólegur
nokkra stund, fyrr en þú ert
komin þaðan burtu.
— Ertu hrædd um að ég verði
líka myrt? spurði hún og hló.
— Hann hefur enn meiri
ástæðu núna, þegar hætta er á
að hann tapi öllu. f fyrra skiptið
hafði hann bara vonir. Nú átti
hann þetta nokkurnveginn ör-
ugglega og þá kemur þú!
— En það sama gætir þú sagt
líka, sagði hún í gamansömum
tón.
Hún sá eftir því sem hún sagði
er hún sá hve Peter tók þetta
nærri sér.
Hann sagði ekkert, beit saman
vörunum, ók bílnum af stað og
hélt áfram. Það leið löng stund
þar til hann var kominn í gott
skap á ný.
— Þú yfirgefur mig vonandi
ekki, sagði hún, þegar hann hafði
borið föggur hennar inn í and-
dyrið, hrædd um að hann væri
enn móðgaður út af hugsunar-
lausum athugasemdum hennar.
- Þú gætir ekki haldið mér
burtu, jafnvel þdtt þá vildir,
sagði hann. — Ég hringi á morg-
un.
Hún stóð í dyrunum og horfði
á eftir honum, þegar hann gekk
niður að bílnum og þegar hann
ók burtu, fannst henni hún hafa
slitið þann þráð sem tengdi hana
við umheiminn. Með honum
hvarf allt, sem átti skylt við hina
eðlilegu tilveru — þessar þægi-
legu samvistir við annað fólk,
með glensi og gríni, vingjarn-
leik og velvilja og hlýju mann-
legu sambandi. f stað þess varð
hún aftur að setjast að í heimi
svika, undirferla, tortryggni og
haturs.
Hún fékk lítið sýnishorn af
þessu, þegar hún kom inn í her-
bergi Lísu með töskur sínar. Frú
Griffin stóð þar upp á tröppu og
var að hengja upp gluggatjöld
og ef augnaráð gæti ráðið fólki
bana, hafði Barbara fallið á
staðnum.
En hún ákvað að láta sem hún
tæki ekki eftir fjandskap hennar.
— Ósköp er orðið fínt hér,
sagði hún. — Þetta er eins og
annað herbergi.
Þetta var satt. Það gnast hlý-
lega í eldiviði í opnu eldstæðinu,
hér var hreinlætislykt og gott
loft, skipt hafði verið um gólf-
Framhald á bls. 49.
19.0,1. vnCAN 17