Vikan - 16.05.1968, Blaðsíða 25
Fred hefur engar óhyggjur af járngrindunum og varðmönnunum. Hann er
frjáls i fyrsta sinn á ævinni. Hann getur horft á sjónvarp, hann getur reykt
og talað frjálslega.
Nú er hann laus við sjúklegan járnaga móður sinnar. Hún sendi hann
i dauðaklefann, með nokkrum vel völdum og sönnum orðum.
fyrsta sinn á ævinni getur Fred M. Esherick nú gert það sem hann
■ langar til. Hann er frjáls. Hann getur fengið sér Coca-cola og poka
| af frönskum kartöflum. Hann getur horft á sjónvarpið eins og hann
lystir. Hann getur tvinnað blótsyrði eftir því sem hann lystir. Hann
getur farið í svartar gallabuxur og peysu upp í háls. Hann getur hlegið
og hann getur grátið. Hann getur verið eins og aðrir eðlilegir unglingar,
hann verður ekki barinn fyrir það.
Hverjum dytti líka í hug að banna pilti, sem á að deyja í rafmagns-
stólnum, svo óverulega hluti.
Freddie er frjáls. Frjáls innan járngrinda. í fyrsta sinn á hans ungu
ævi, stendur ekki mamma hans yfir honum, með sveipandi sverði banna
og boða. Hann losnar við stöðuga umönnun hennar, vökul augu og allar
áminningarnar. Það var mamma hans sem kenndi honum hinar þrjár
höfuðreglur: Foraðstu handalögmál! Reyktu aldrei! Gráttu aldrei!
Það var líka mamma hans sem kom honum þangað sem hann situr nú,
með nokkrum vel völdum orðum. í klefa númer 2, í L-álmu í ríkisfang-
elsinu í Ohio í Bandaríkjunum. Þessi deild er kölluð dauðadeildin.
Fangi númer 126236, Esherick, barn að aldri, aðeins svipur af karl-
manni, á að láta lífið í rafmagnsstólnum 15. maí.
Ef lögum verður framfylgt, á að reyra hann fastan í stólinn, þennan
vormorgun. Síðan á að tengja hann við rafleiðslur. Svo er rafstraumi
hleypt á, það réttist úr bakinu, höfuðið fellur niður á bringu, og Fred
Esherick er ekki lengur í tölu lifenda.
Kannski verður framkvæmd dómsins frestað. Þá verður Freddy að ganga
gegnum nýjar yfirheyrslur, jafnvel ný réttarhöld. Ef til vill verður hann
olls ekki tekinn af lifi. Ef Guð heyrir allar bænir Freds, verður dómnum
kannski breytt í lífstíðar fangelsi. Það yrði auðvitað ekki fjölbreytt líf,
en það gæti orðið himnaríkissæla, fyrir ungan dreng, sem aldrei hefur
haft tækifæri til að lifa lífinu. Sem var kallaður syndaselur, ef hann bað
um marmelaði á brauðið sitt.
Fred Esherick er barn, sem biður dauðans, þótt hann hafi aldrei lifað
lífinu ....
Nú situr hann bak við grindurnar. Hann er glaðari en hann var á heim-
ili sínu. Hann hefir fitnað og hann er miklu rólegri. Hann segir að nú
fyrst, í klefa hinna dauðadæmdu, hafi hann kynnzt frelsinu.
Ef maður athugar vel andlit hans, er það fullt af unglingsbólum. Hann
er ákveðinn, lítur út fyrir að að geta gert að gamni sínu, en stundum er
hann nokkuð þrjózkur, að hætti unglinga. Eins og aðrir unglingar á hans
aldri, veit hann ekki hvað hann á að gera við hendur sínar; stingur þeim
venjulega í buxnavasana, þegar hann kemur til viðtals.
Fred Esherick er glaðlegur, ósköp venjulegur unglingspiltur. 5. maí
1967 myrti hann föður sinn, með byssusting og reyndi að myrða móður
sína, á sama hátt, setti svo likamo þeirra í bílskottið og henti þeim fram
af klettabrún, niður I vatn. Síðan ók hann heim fór á skauta í tvo tíma,
oq bauð bezta vini sínum upp á risastóra brauðsneið.
Svo fór hann heim aftur, þar tók lögreglan við honum. Hún var þar
komin og beið hans. Það þurfti ekki vitnanna við, gólfin voru blóði drifin
og allsstaðar var fullt af sönnunargögnum. Svo komu réttarhöldin, og
Fred Esherick var dæmdur til dauða í rafmagnsstólnum, fyrir morð og
morðtilraun.
Kviðdómurinn fékk litmyndir af illa útleiknu líki föðursins. Svo heyrðu
þeir móður hans gráta og segja frá þessum sorgarleik fjölskyldunnar.
Kviðdómurinn hafði enga meðaumkun með Fred, þeim fannst sjálfsagt
að taka hann af lífi.
Þessi dómur kom verjandanum svo á óvart, að það lá við að hann
fengi taugaáfall. Sömuleiðis ákærandanum, sem ekki hafði getað sofið
um nætur. Dómarinn gat ekki tára bundizt, og sagði að hann hefði aldrei
getað trúað því að hann ætti eftir að dæma svo ungan dreng í rafmagns-
stólinn. Fred kom fyrir dómstólinn sem fullvaxinn maður og hann var
dæmdur sem slíkur.
Mótmælaalda reis, ríkisstjórinn, James A. Rhodes hefir fengið fjölda
bréfa. Prestarnir hafa talað um dóminn úr ræðustólum kirknanna í Lake
Conuty, þar sem enginn hefir hlotið dauðadóm í 41 ár.
Fyrir utan fangelsið i Columbus, Ohio, mæta menn reglulega með mót-
mælaspjöld. Það eru unglingar, mæður og fullorðnir menn. Það er mjög
algengt að sjá setningar eins og þessa á spjöldunum:
„Steikið þið kjúklinga, ekki lifandi manneskjur!" „Getið þið ekki
notað rafmagnið á betri veg?"
Það bætir ekki úr skák, að tveir, þeldökkir unglingar 18 ára, sitja í
sömu deild fangelsisins. Þeir voru dæmdir til dauða fyrir tveim árum,
fyrir mjög ógeðsleg morð. Eða að tveir glæpamenn á unglingsárum eru
dæmdir til dauða ( Chicago, sem er skammt frá Ohio. Þetta bendir allt
til að glæpir unglinga séu að aukast. í Bandaríkjunum hefir yfirgangur
alltaf átt sér stað, það eru aðeins aðferðirnar sem hafa breytzt. Ungl-
ingaglæpir er orðið mjög þekkt orð. Og almenningur spyr:
— Leysir maður nokkur vandamál með því að lífláta börn:
Fred Esherick segir með rólegri og yfirvegaðri rödd:
— Bandaríkin stæra sig af því að vera stærsta lýðveldi í heimi . . . en
Framhald á bls. 28.
19. tbi. VIKAN 25