Vikan - 16.05.1968, Page 47
Svintur fvrir telnir m Iniii
Telpusvunta, stærð um 3|a ára.
Efni: 45 cm af Ijósbleiku bómullarefni, dálítið
af bláköflóttu léreftsefni til skreytingar, 3 m af
skábandi, samlitu svuntuefninu, „aroragarn" 1
dk. af hverium lit af dökkgrænum, dökkblágræn-
um og millibláum, dálítið af gullþræði og 1
gylltan hnapp. Búið sniðin til eftir skýringar-
myndinni, mátið og gerið breytingar ef með
þarf. Sníðið saumfarslaust og athugið að miðja
að framan liggi eftir tvöfaldri og þráðréttri efn-
isbrúninni og afturstykki liggi eins og sniðið á
rúðunum.
Saumið svuntuna saman á öxlum og hliðum
með 3'h cm saumfari, leggið saman og gangið
frá með zig-zag. Stingið síðan frá réttu 1—2
mm frá saumnum.
Bryddið svuntuna allt í kring. Á þessari mynd
er skábandið látið liggja á röngu og stungið
tæpt í brún.
Klippið nú úr bláköflótta efninu 20 litla hringi
á stærð við 5 aura og 6 á stærð við 25 aura,
hafið hringina annars í þeirri stærð er æskileg
þykir.
Búið til munstur af páfuglinum eftir skýring-
armyndinni og teiknið á svuntuna. Staðsetjið
hann á miðja svuntuna og um 1 cm frá neðstu
brún hennar.
Staðsetjið hringina eftir myndinni og hafið þá
er lengst eru um 13 cm frá fuglinum. Saumið
slðan hringina fasta með samlitu garni og
tunguspori eða zig-zag.
Saumið í hvern hring með mislita garninu og
skreytið eftir smekk. Notið fræhnúta, lykkjuspors-
rósir og strik.
Saumið síðan með lykkjuspori rönd frá hverj-
um hring og strik að fuglinum. — Saumið lítinn
þríhyrning á legginn undir hverjum hring og
strik með lykkjuspori sem fjaðrir við fuglinn.
Saumið bol fuglsins með tvöföldu garni, sinn
þráðinn með hvorum litnum og mislöngum spor-
um. Saumið 1 rönd í kringum fuglinn með
lykkjuspori. Saumið hnúta með Ijósu garni fyrir
augu og nef og fjaðrir á hausinn með gull-
þræðinum.
Saumið einnig lítið spor með gullþræði á hvern
hring.
Saumið hnappagat á sprota hægra bakstk. og
festið hnapp gegnt því á sprota vinstra bak-
stykkisins.
Drengjasvunta.
Stærð um 2ja ára.
Efni: Um 40 cm af grófu röndóttu bómullar-
efni, 4 stk af 6 mm korsum, 1 m af snúru eða
skáofnu bandi.
Bangsinn er saumaður úr 20 cm af rauðu
plusefni (eða öðru efni) og 1 dk. af svörtu
aroragarni.
Búið til sniðin og mátið eins og snið telpu-
svuntunnar. Sníðið svuntuna með V2 cm saum-
fari. Bryddið svuntuna með skábandinu og látið
það liggja á röngu.
Sníðið vasann, látið efnið snúa þvert í hon-
um, og saumið á svuntuna.
Látið setja korsana í hornin og dragið hæfilega
langa snúru í götin.
Bangsinn:
Búið til sniðin eftir skýringamyndinni og sníð-
ið eftir því 2 stk. Saumið augu og nef með
svarta garninu.
Saumið stykkin saman frá röngu, snúið við
og stoppið.
Hnýtið slaufu um hálsinn.
19. tM. VIKAN 47