Vikan - 16.05.1968, Qupperneq 50
hvernig sem þér viljið. Ég líð
engan dónaskap. Komi þeita fyr-
ir aftur skal Lady Macfarlane fá
að vita um það. Þér eruð vissu-
lega gömul í hettunni hér, en hún
tekur áreiðanlega ekki tillit til
þess, það getið þér verið viss um.
Hún trúði ekki sjálf á hótun
sína, en frú Griffin var hræðslu-
leg og Barböru leið vel með að
hafa gefið henni þessa ofanígjöf,
þótt ekki væri nema vegna þess
að þessi kona hafði getað fengið
af sér að vera andstyggileg við
barn. Þetta var kannske ekki
skynsamleg hegðun, en hún naut
þess samt!
Barbara fékk aðeins að sitja
ofurlitla stund hjá Lady Macfar-
lane í hvert skipli, því læknir-
inn óttaðist að gamla konan of-
reyndi sig ef hún talaði meira
en góðu hófi gegndi. Barbara
hafði skroppið inn til hennar til
að segja góða nótt og sat nú í
ruggustólnum og reyndi að lesa
meðan hún beið eftir kvöldmat-
arbakkanum, sem væntanlega
yrði þægileg afþreying á þessu
ianga, og einmanalega kvöldi,
sem hún átti í vændum.
Hún óskaði þess að gamla
konan hefði ekki verið svona
áfjáð í að láta hana búa í þessu
gamla herbergi. Hún fann að hér
myndi henni aldrei líða vel. Hér
var allt of mikið sem minnti á
þá óhamingjusömu, litlu stúlku,
sem eitt sinn hafði átt hér heima.
Jafnvel þótt skipt hefði verið
um húsgögn....
Það var bankað á dyrnar og
Daisy kom inn. En hún var ekki
með neinn bakka.
— Maturinn er til, sagði hún.
— Herra Fraser bíður.
— Herra Fraser bíður... Ég
kæri mig ekkert um að borða
með honum, heldur borða ég ekk-
ert, hugsaði hún. Og síðan: —
Ég hef ekki tíma til að hafa fata-
skipti og þar að auki dytti mér
aldrei í hug... Samt snyrti hún
sig af mestu natni, auðvitað ekki
til að hafa áhrif á hann, heldur
aðeins til að auka sjálfri sér ör-
yggi og þegar hún var tilbúin
fann hún sig betur hæfa til að
fara niður og borða með Rick.
Hann stóð í salnum og blandaði
í glas, þegar hún kom og þótt
hún hefði ákveðið að vera sjálfs-
örugg og blátt áfram, hikaði hún
ósjálfrátt í dyrunum.
— Ekki svona hræðsluleg!
sagði hann og hló. — Ég borða
aldrei litlar stúlkur í kvöldmat.
Hvað má bjóða þér? Sherry?
Vodka og lime? Þurran Martini?
— Vodka, svaraði hún, af því
að það var það sterkasta. — En
af hverju ætti ég að vera hrædd?
— Já, af hverju ættirðu að
vera það? Hann kom til hennar
með sitt glasið í hvorri hendi og
rétti henni annað. - Ég hafði
raunar hugsað mér að stinga upp
á því að við legðum boxhanzk-
ana á hilluna, bætti hann bros-
andi við. — Ertu ekki sammála
því að það væri þægilegara að
við gætum umgengizt nokkurn
veginn með vinsemd, þar sem við
eigum nú að hafast við undir
sama þaki?
— Það er ekki ég sem hef
stofnað til fjandskapar.
— Nei, ég veit það.
Hún hikaði aðeins til að athuga
hvort hann hefði hugsað sér að
biðjast afsökunar, en það gerði
hann ekki og hún spurði tor-
tryggin:
— Hversvegna hefurðu skipt
svona skyndilega um skoðun? Þú
verður að fyrirgefa að ég á ofur-
lítið erfitt með að trúa á það.
— Tja, í fyrsta lagi lítur út
fyrir að Lady Macfarlane ætli
að ná sér og það skiptir mig
miklu. Og í öðru lagi hef ég þá
minna að biðjast afsökunar á,
ef þú raunverulega ert Lísa.
Bros hans var afar þokkafullt,
en hún var samt á verði. Fannst
hún samt óviss og eins og fest
upp á þráð í návist hans og átti
erfitt með að vera eðlileg, erfitt
með að horfast í augu við hann.
Þau drukku úr glösunum og
hún þáði aftur í sitt, fann smám
saman hvernig taugaspennunni
létti. Og meðan þau boitöuðu
gleymdi hún um hríð að hann
var höfuðóvinur hennar.
Ef þetta hefði verið í fyrsta
sinn sem þau hittust og hann
hefði verið borðherra hennar í
kvöldverðarboði hefði hún hugs-
að: — Hann er bara skemmti-
legur og myndarlegur og það
leynir sér ekki að hann er vanur
að vera eftirsóttur. En nú var
þetta bara að látast, og hún forð-
aðist að hugsa slíkar hugsanir.
•— Meira vín? spurði hann.
Hún afþakkaði þar sem hún
var farin að finna ofurlítið til
vínsins en samt fyllti hann glas-
ið hennar og þegar hann skálaði
við hana gat hún ekki fengið af
sér að látast aðeins dreypa á.
Þegar kaffið kom talaði hann
ennþá um alla heima og geima
og það var eins og hann tæki
ekki eftir því að hana var farið
að syfja og hún átti sífellt erfið-
ara með að svara.
Allt í einu sagði hann:
— Á hvaða málaraskóla sagð-
istu ætla í London?
Nafnið á skólanum hafði næst-
um hrokkið upp úr henni, þegar
hún áttaði sig á því að hann
hefði næstum veitt hana:
— Það hef ég ekkert sagt um
og hef ekki hugsað mér að segja
neitt um.
Nú brosti hann ekki lengur.
— Þetta með skólann er
kannske líka saga?
— Kannske.
— Hversvegna ertu með þetta
ieynibrugg? Hvaða tilgangi á það
eiginlega að þjóna ef þú ert raun-
verulega Lísa. Hvernig á ég að
geta trúað þér ef þú hagar þér
svona? Þú hlýtur að sjá að þetta
er tortryggilegt.
— Ég get ekki gert að hvað
þú hugsar.
Nú reyndi hann ekki lengur
að látast vingjarnlegur og fús að
ræða um hlutina. Röddin var
köld og augun lítil og hörð.
— Ég vil vita hver þú ert og
ég er vanur að hafa mitt fram á
einhvem hátt.
Hún hló. — Þú heldur víst að
þú getir hrætt mig, en það get-
urðu ekki. Hún tók bollann sinn
og saup á honum til að sýna
hvað hú(n væri sallaróleg, en
höndin titraði og kaffið gusað-
ist niður.
•—• Get ég ekki? Nú rak hann
upp hlátur.
Hún reis á fætur, blóðrjóð og
starði ævareið á hann.
—■ Og þá er þessu litla sjón-
hverfingaatriði þínu lokið, sagði
hún. — Það er verst að þetta
góða Vodka og öll þín fyrirhöfn
skuli ekki hafa borið meiri ár-
angur.
Hann hætti að hlæja, og í
þeirri sælu sigurvímu að hafa
haft síðasta orðið skálmaði hún
upp stigann og alla leið upp.
Þar stóð taskan hennar, gal-
opin. Og innan í lokinu, aðeins
lokað með rennilás, voru papp-
írar hennar. Vegabréf, fæðingar-
vottorð og skari af myndum. Hún
þornaði í kverkunum af skelf-
ingu. Mikið hafði hún verið
hugsunarlaus. Og það hefði held-
ur ekki hjálpað að læsa töskunni.
Ef Rick Fraser dytti í hug að
leita í föggum hennar myndi
hann áreiðanlega ekki láta einn
lás standa í vegi fyrir sér.
En hvar ætti hún að geyma
þetta dót? Hún yrði að finna
stað, þar sem Rick Fraser dytti
ekki í hug að leita. En hvar?
Um nóttina svaf hún með
plöggin sín undir koddanum og
dró kommóðuna fyr*ir dymarj,
þar sem ekki var hægt að læsa
þeim.
Næsta morgun stakk hún
plöggunum sínum í skópoka og
gekk fram á ganginn. Hún horfði
hikandi á röðina af dyrum, en
þar myndi hann sjálfsagt leita!
Lengst í burtu voru dyrnar að
vestari álmunni og tuminum.
Hægt og varlega gekk hún að
þeim og tók í handfangið. Þær
voru ekki læstar og gangurinn
var ekki draugalegur í dagsljós-
inu, bara rakur og kaldur.
Stiginn upp í gráttuminn var
vissulega brattur og þrepin ójöfn
og kaðallinn sem kom í staðinn
fyrir handrið var morkinn og
slitinn í sundur á tveimur stöð-
um, en sólin skein inn um glugg-
ana, svo þetta var hreint ekki
svo ömurlegt.
Heldur ekki turnherbergið. Þar
var ekki annað inni en illa farinn
legubekkur, trékista sem sneri
botni upp, haugur af hefilspón-
um og vinnugalli.
Hún stakk skópokanum inn í
vinnugallann og faldi allt sam-
an í spónahrúgunni.
Svo læsti hún dyrunum, faldi
lykilinn í gluggakistunni, hátt
uppi á veggnum í ganginum og
stökk niður aftur.
Hún hafði ekki mátt seinni
vera að koma plöggum sínum
undan, því þegar hún kom inn
í herbergið stóð Rick Fraser við
rúmið hennar og rótaði 1 tösk-
unni. Hann sýndist ekki kenna
minnsta samvizkubits, heldur
hélt óhikað áfram, því sem hann
hafði fyrir stafni, þegar hún
stillti sér upp með merkissvip og
virti hann fyrir sér.
r~
HIIAR ER WIN HAHS NÍA?
Það er alltaf sami leikurinn í hennl Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð-
launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
Síðast er dregið var hlaut verðlaunin:
Itristján G. Gunnarsson, Háaleitisbraut 42.
Nafn
Heimili
Drkin er á bls.
Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnnr.
19.
50 VrKAN 19-tbl-