Vikan


Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 3

Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 3
r A K VIKU BROS — Ekkert kaffi fyrir mig, þá get ég ekki sofnað. — Segið þvottakonunni að hætta að bóna stólfjandann. — Mér finnst að söfnuðurirm ætti að kaupa bíl handa prestinutn. — Það þýðir ekkert að tala um peninga við mig, þú'^&izt að ég er ekki gjaldkeri leng- ur. V IÞESSARI viku PÓSTURINN .......................... ANGELIQUE OG SJÓRÆNINGINN .......... ÉG HEF GAMAN AF ALLRI TÓNLIST ...... STUND GRIMMDARINNAR VARIR AÐ EILÍFU . . EFTIR EYRANU ....................... TURNHERBERGIÐ ...................... TFIRGAF KONU OG BÖRN OG GERÐIST FLAKK- ARI ................................ VÉLBYSSU-MOLLÝ ..................... HÚN FÆDDI SJÖBURA .................. FYRIRMYNDAR ÍSLENZKT ÞJÓÐFÉLAG...... VIKAN OG HEIMILIÐ .................. Bls. 4 BIs. 6 Bls. 10 Bls. 12 Bls. 14 BIs. 16 Bls. 18 Bls. 20 Bls. 22 Bls. 24 BIs. 46 VÍSUR VIKUNNAR: Meðfram landi lónar ísinn likt og floti til að sjá á hörðu vori hækkar prísinn helztu mjólkurvörum á. Margur þótt á kaldan klaka komist með sitt hafurtask látið er í veðri vaka að víða þróist svindilbrask. Þrýtur öl og þverra vistir þurran smella menn í góm Seðlabankinn fé vort frystir frystihúsin standa tóm. GULLMERKIÐ Tryggvi Gíslason, mag. art. fær Gullmerki Vikunnar fyrir skemmtilega þætti sína um Daglegt mál, einkum niðurlag þáttarins 2£. apríl: Ræðumaður einn, er talaði í útvarpið á dögunum, notaði orðatiltækið ,,að bera eitthvað úr býtum fyrir sinn snúð“! ,Rann þá mörgum kalt vatn milli þils og veggjar og þótti orðtakið koma eins og þjófur úr heið- skíru lofti og of seint vera að barna brunninn, áður en kálið væri komið í ausuna/ . . . Eða ef við viljum hafa það, sem sannara er: ,,bera eitt- hvað úr býtum“ og „hafa nokkuð fyrir snúð sinn,“ — og vona ég, að engum hafi nú runnið kalt vatn milli skinns og hörunds og þótt þessar athugasemdir koma eins og þruma úr heiðskíru lofti eða þjófur að nóttu, en hafa verður í huga, að of seint er að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í. Hitt má einnig hafa í huga, að öllum geta orð- ið á mismæli og allir eiga leiðrétting orða sinna. r NJESTO FORSlÐAN: Ómar Ragnarsson vísar okkur veginn til hægri ó forsíðunni að þessu sinni. Eins og allir vita er það á sunnudaginn kem- ur, sem hægri umferð verður tekin upp. Til þess að minna lesendur á það er þetta blað H-VIKA og auðvitað er ekki annað hægt en fletta henni öfugt við það sem venja er — nefnilega frá HÆGRI. VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIR HF. Ritstjóri: Sigurffur Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaða- maður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Þorvalds- dóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. VerS í lausasölu kr. 40.00. Áskriftarverð er 400 kr. ársfjórðungslega, eða 750 kr. misserislega. Áskriftargjaldið grelðist fyrlr- fram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, mai og ágúst. „Skákin er ekki aðeins íþrótt hugkvæmni og ályktunar — hún er einnig skapgerðar- leikur. Gaman er að fylgjast með því hversu keppendur reyna að leyna hugsunum sínum yfir tafli. Sumum tekst það með svipblekkingum, lát- ast ekkert ætla eða vona, en iða í skinninu af sigurþrá. Aðrir eru yfirlitum eins og þeir eigi heiminn, þó að skák- in tapist þeim leik fyrir leik. Þannig bregzt maðurinn við umhverfi sínu og örlögum, ef hann berst milli vonar og ótta.“ Þetta er örlítið brot úr næstu grein Helga Sæmunds- sonar í þættinum í dagfari nútímans. Að þessu sinni ræð- ir hann um manntaflið. Spælingar og stælar nefnist skemmtileg syrpa af teikn- ingum, sem Bjarni Jónsson hefur teiknað fyrir Vikuna. Hann bregður upp svipmynd- um af skrautlega klæddum táningum í alls konar spaugi- legum stellingum. Af þýddum greinum má nefna grein um Ethel Kenne- dy, Tággrönn eftir tíu bam- eignir. Ethel er um margt óvenjuleg kona og atorku hennar er viðbrugðið, þótt hún hafi lifað við allsnægtir allt sitt líf. Um þessar mund- ir styður hún mar.n sinn með ráðum og dáð í hinni hörðu kosningabaráttu hans. Smásagan nefnist Spor í snjó og er löng og spennandi sakamálasaga úr safni Al- freds Hitchcocks. 8 VIKAN 20-tw- VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI H - dagur Á sunnudaginn færum við okkur yfir á hægri vegar- helming. Það sem til stóð að við gerðum 1940, verður að veruleika nú 28 árum síðar. Löngu eftir að frumvarpið um H-breytinguna varð að lögum á hæstvirtu alþingi, tóku mótmælaraddir að ber- ast. Þær eru nú flestar hljóðnaðar, ekki vegna þess, að menn séu orðnir einhuga um nauðsyn þessara ráðstaf- ana, heldur hins, að öllum mun ljóst nú orðið, að ekki verður aftur snúið og þá verð- ur að leggja að því alla krafta að breytingin verði sem farsælust. Kostnaðarhliðin hefur ver- ið mjög umrædd í sambandi við breytinguna, af hálfu andstæðinga hennar. Talað hefur verið um, að nær væri að leggja féð í annað, eins og nú er háttað fjármálum eyríkis vors. Fæstir hafa leitt hugann að því, að bíleigend- ur einir bera allan kostnað af breytingunni með sérstök- um skatti. Sá skattur hefði aldrei verið á lagður, hefði umferðarbreytingin ekki komið til, og því aldrei mynd- azt sá sjóður, sem H-and- stæðingar vilja nú ausa af í alla skapaða hluti. Um þessa skattlagningu, eins og svo margar aðrar álögur á bíleigendur í þessu landi, þar sem bíllinn er eina farartækið á landinu, má ef- laust deila. Hins vegar er hún að mínum dómi vægari og bærilegri en til dæmis sektin við því að hlusta á útvarp í bíl sínum. En allt um það: Á sunnu- daginn verður H-umferð stað- reynd á götum okkar. Við verðum að laga okkur að breyttu aksturslagi. Þess vegna er það mjög áríðandi, að kynna sér reglurnar og temja sér strax að fara eftir þeim; þá skapast vonandi aldrei aftur það ástand, sem var, að meira að segja at- vinnubílstj órar um áratugi falli sumir hverjir á almennu ökuprófi, séu þeir reknir í það á ný! S H. þad næst bezta nægirekki ÞESS VEGNA BJÓÐUM VIÐ VANDLÁTUM VIÐSKIPTAVINUM VERÐLAUNABÍLINN HBS VAUXHALL VICTOR’68 í Morgunblaðinu 21. nóv. s.l. segir blaðamaður frá stærstu bílasýningu Bret- lands í Earls Court í London og m. a. þetta um nýja Victorinn: Sú enska bifreið, sem mesta athygli héfur vakið á sýning- unni í Earls Court, er Vaux- hall Victor 1600 og 2000. Þessi bifreið er eins ný og bifreiðar gerast, þ.e.a.s. hún hefur verið byggð upp frá frumatriðum, án iþess að stuðzt hafi verið við eldri gerðir af Vauxhall nema að mjög litlu leyti. Sýningargripur Vauxhall í Earis Court vakti fyrst athygli sýningargesta vegna nýrra út- lina. Yfirbygging bifreiðarinnar hefur verið teiknuð upp á nýtt undir greinilegum áhrifum frá General Motors. Á sýningarpalli Vauxball voru sýnis'horn af ýmsum atriðum i undirvagni og stjórntækjum bif- reiðarinnar, sem segja má að aliT sé nýtt. Vélin er til dsemis ál- gjörlega ný áf nálinni og er ár- angur af fimm ára undirbún- ingsrannsóknum. Uþphaflega var markmið framleiðendanna að byggja vél, sem framleitt gæti 50% meiri orku en þáverandi vél ar Vauxhall, en væri samt ekki þyngri en þær. Þetta hefur þéim tekizt með ýmsum lagfærir.gum og nýjung- um. Nýjungar f vélinni eru m.a. þær, að kambásinn hefur verið fluttur upp fyrir ventlana tii þess að losna við undirlyftu- stengur. Vélinni hefur verið hall að um 45 gráður til þess að losna við hristing og fjölda- margt annað hefur verið gert til þess að gera vélina sem bezt úr garði. Gírkassi Vauxhail Victör er tekinn úr eldri gerðum; en tengslin og ailt, sem þeim fylg- ir er nýtt. Fjöðrun á framhjólum er svip- uð og í eldri gerðum, en að aftan eru. fljótandi öxlar festir við skúffuna með örmum. Ofan á tengiörmunum eru gormar og höggdeyfar. Hemlar á Vauxhall 2000 eru diskahemlár að fram-: an, en skálar að aftan. Á Vaux- hall 1600 eru skálar að • aftan og framan. Að innan hefur Vauxhall Vict- or tekið gjörbreytingum, sem flestar miðast við að fullnægja kröfum Bandaríkjamanna um öryggi. Undirritaður óskar eftir nánari upplýsingum um NÝJA VICTORINN NAFN HEIMILISFANG '68^1 I _ I I Nýi Victorinn er að verða metsölubíll í Evrópu. Sýningarbíll á staðnum. VAUXHALL- BEDFORD UMBOÐIÐ Ármúlu 3, stmi 38 900. 2o. tbi. VIKAN 2

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.