Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 13
Það eru fjórtán ár síðan Erik fæddist.
I sannleika sagt var það varla meira en svo að ég tryði Ingrid, —
eða siálfum mér. Við höfðum verið þrjú ár í hjónabandi, og höfðum
reynt til að eignast börn, en það hafði ekki tekizt, fram að þessu.
Ég viðurkenni, að þetta hefur ef til vill verið mér að „kenna".
Eftir fyrsta hjúskaparárið varð sambúðin við Ingrid einkar hversdags-
leg. Hún hugsaði um heimilið og var alltaf á sínum stað, þegar á
þurfti að halda. Það var sú tíð að ég lét tilfinningar ráða, en nú tók
fyrirtækið allar stundir mínar og þrek. Ég segi ekki að ég hafi lagt
kynferðismálin á hilluna, en það var ekki alltaf Ingrid, sem varð
blíðu minnar aðniótandi, hún naut þess sem afgangs var, og það var
ekki neitt til að stæra sig af.
En hún kvartaði ekki, hún virtist vera hiartanlega ánægð með vel-
gengi fyrirtækisins og það að vera forstiórafrúin.
Og svo, eftir þessi ár, hjúskaparleiða, stress, og heldur mikið af
áfengi og tóbaki, fæddist Erik.
Hann varð til nóttina, sem við kölluðum úlfanóttina.
Við köllum ennþá þessa nótt úlfanóttina, og ekkert getur betur
lýst henni, því að við urðum sjálfir að blóðþyrstum villidýrum. Þetta (
skeði rétt eftir að við létum byggja veiðikofann, og ég man ennþá
hvert atriði þessarar nætur, eins og það hefði skeð í gær.
Við vorum nokkrir viðskiptavinir og kunningjar, sem höfðum keypt
nokkuð stórt skóglendi, með veiðiréttindum. Svo skiptum við lóðunum
og létum byggja veiðihús, hæfilega langt hver frá öðrum, til þess
að geta notið einveru, en náð þó hver til annars.
Um haustið fluttum við svo þangað, þótt ekki hafi verið búið að
Ijúka öllum frágangi, og húsin væru nokkuð frumstæð. Við vor-
um búnir að ganga frá vatnsleiðslum, frárennsli og rafmagni, en
síma höfðum við ekki fengið, og vegirnir voru ennþá aðeins ruðn-
ingar, hjólför milli trjánna.
Það var farið að skyggja um kvöldið, þegar Jonas og Bertil komu,
okkur Ingrid algeriega að óvörum. Þeir voru næstu nábúar okkar, en
þeir höfðu þurft að ganga í kortér í suddarigningu, og vaða í leðju.
Jonas fór að tala við Ingrid, en Bertil kallaði mig afsíðis. Honum
var mikið niðri fyrir.
— Þú verður að koma með okkur á veiðar í kvöld. Hefurðu nokk-
ur vopn?
— Veiðar? Vopn? — Já, en . . .
Hreppstjórinn, Sten, Bengt og hinir allir bíða heima hjá mér. Þú
verður að hafa hraðann á. Ulfurinn hefur brotizt út!
—1 Úlfurinn?
— Það er brjálaði morðinginn, sem var tekinn fyrir nokkru, þú
hlýtur að muna það. Hann sem barði og sparkaði menn og dýr til
bana.
Auðvitað mundi ég eftir því, þegar Bertil hafði skýrt málið. Þetta
hafði skeð árið áður og það hafði verið víðtækasta leit, sem nokkru
sinni hafði verið gerð, þar til morðinginn náðist.
— Hefur hann sloppið út?
— Já, spor hans liggja í áttina til okkar. Hann getur framið ódæð-
isverk hvenær sem er, og það er nauðsynlegt að finna hann og gera
hann óskaðlegan. En þú skalt ekki tala um þetta við Ingrid, það er
engin ástæða til að gera hana hrædda. Þú getur sagt henni frá þvl,
þegar allt er um garð gengið.
13 VIKAN 20 tw-
Ég man ekki vel hvaða skýringu ég gaf Ingrid á því að ég fór í
veiðijakka og vaðstígvél, en hún spurði ekkert frekar út I það. Ég
varaðist að láta hana sjá þegar ég náði í skammbyssuna mína og
skothylkin.
Þegar við komum út spurði Bertil hvort ég gæti ekki tekið Chum,
hundinn okkar með.
— Nei, sagði ég. Hann er bundinn í hundahúsinu, en hann getur
gert Ingrid viðvart, ef einhver skyldi koma. Hann er vanur að gelta,
ef einhvern ber að garði.
— Allt í lagi, þá förum við.
Heima hjá Bertil var hreppstjórinn að gefa góð ráð, hvernig haga
skyldi leitinni.
— Ég hef beðið ykkur alla um að vera vopnaða, og ég sé að sum-
ir eru með riffla, aðrir með skammbyssur. En ég vil taka það fram
að þið megið ekki skjóta, nema í nauðir reki.
— Og hvað eigið þér við með því að i nauðir reki? spurði Jonas.
— Að ráðizt verði á ykkur, semsagt að þið verðið að bjarga lífi
ykkar með því að skjóta. Reynið fyrst að skjóta í jörðina til hliðar
við hann, eða í trjástofn. En passið ykkur á þvf að skotið lendi ekki
í steini og endurkastist.
— Er það nægilegt, þegar átt er við brjálaðan morðingja?
— Ef til vill ekki, viðurkenndi hreppstjórinn, treglega. — En sem
síðasta úrræði verðið þið heldur að miða á fætur hans, og þá ef líf
ykkar er í verulegri hættu. Ég veit að þetta er til mikils mælzt, en
þannig eru reglurnar. Ég treysti dómgreind ykkar. . . .
Það var bæði hægt að sjá það og heyra að hann bar ekki of mik-
ið traust til okkar. Hreppstjórinn var nú nánast hræddur við að sleppa
okkur á þessar mannaveiðar, og þegar við vorum lagðir af stað,
skyldi ég hversvegna.
Mannaveiðar eru engu líkar. Ef til vill er það vegna þess að mögu-
leikarnir eru svo jafnir, á báða bóga. Ekkert villidýr jafnast á við
manninn, hvað greind og grimmd snertir. Maðurinn sem mætir þér
er jafn slóttugur og þú, og hefur sömu möguleika.
Vissan um þetta vekur hræðslu og hræðslan vekur aftur á móti
hatur. Ég fann hvernig hatrið til morðingjans breiddist um meðal
okkar og það lagðist ekki sízt að sjálfum mér. Viðvaranir hreppstjór-
ans gleymdust strax, við urðum allir að blóðþyrstum veiðimönnum.
Þegar búið var að ákveða hvaða leið ég skyldi fara, og ég var
orðinn einn, tók ég byssuna upp, losaði um lásinn og gætti þess að
hafa örugglega skot í hlaupinu. Svo fikraði ég mig áfram, með byss-
una í hægri og vasaljósið í vinstri hendi.
Eg hélt mig í skugganum, tók svo nokkur skref, nam staðar og
hlustaði, mjakaðist svo nokkur skref áfram.
Þratt fyrir það að ég reyndi að læðast hljóðlaust, brakaði undir
fótum mér við hvert skref. Skógarsvörðurinn var eins og þykk
leðja, eftir rigninguna. En æsingurinn kom mér til að gleyma bæði
kulda og sudda, og ég fann ekkert til þreytu.
Enginn okkar hafði nokkuð fréttnæmt að færa, jafnvel þótt flestir
hefðu haldið sig heyra óljós hljóð, eða hreyfingar. Það gat verið frá
dýrum í skóginum, eða þá frá næsta leitarmanni.
Hreppstjórinn fór inn á bóndabæ, til að hringja og leggja fram
skýrslu sína. Hann var niðurdreginn, þegar hann kom út aftur.
— Hann er ennþá ófundinn, og það sem verra er, það bendir allt
til þess að hann sé einmitt a þessu svæði, sem við höfum svo nákvæm-
VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI
t ---s
Það á að fara með brjálaðan &«orð-
inga eins og villldýr, að mlrate icosfi
fannst mðnnum sem leituðu hans
það sjáifsagt. Mannlnum í þessarl
sðgu fannst Ifka að hann tiefðl gert
það eina rétta. Lesendur skilja þetfa
eflaust þetur og hrylllr vlð.
v______________________:____________________________)
STUND
GRIMMDARINNAR
, VARIR
AÐ EILIFU
lega yfirfarið. Honum hlýtur að hafa tekizt að fela sig vel.
— Eigið þér við að hann sé einhvers staðar ó okkar landareign
núna? Jonas var skrækróma af æsingi.
— Það Iftur þannig út.
— Drottinn minn — og fjölskyldur okkar eru f strjálum veiðikofum.
Konur og börn ...
Hreppstjórinn svaraði ekki, og varaðist að mæta augnaráði okkar.
Eftir nokkurra sekúndna þögn tók Jonas forustuna.
— Við hröðum okkur af stað og leitum á sömu slóðum. En við höf-
um meiri hraða á í þetta sinn, svo hann hafi ekki tækifæri til að
komast undan! Flýtum okkur, nú liggur á!
Enginn okkar tók minnsta mark á hreppstjóranum. Orð Jonasar
voru eins og töluð frá okkar eigin brjósti, og á þessu augnabliki
urðum við sjálfir grimmir eins og úlfar. Öryggi okkar allra var í veði
og nú var um að gera að ganga fljótt og rösklega til verks, gera þenn-
an vitfirring óskaðlegan. Við hlóðum hvern annan upp, f hatri og
ákafa, rétt eins og við værum keðjubundnar rafhlöður.
Það getur verið að eftirförin hafi staðið um klukkutíma, og við
vorum hálfnaðir með svæðið, þegar ég stóð allt f einu andspænis hon-
um. Regnið hafði aukizt og hvorugur okkar varð hins var, fyrr en
við stóðum í tveggja metra fjarlægð hvor frá öðrum.
Ég beindi vasaljósinu beint á hann og sá hræðslulegt, náfölt and-
lit, svarta úlpu, með uppbrettum kraga. Um það bil tvær sekúndur
stóðum við báðir grafkyrrir, en svo færðist Iff í hann.'
Spyrjið ekki hvað ég hefði gert, ef hann hefði snúið sér á hæl, og
lagt á flótta, það má vel vera að ég hefði skotið hann samt, ég veit
það ekki.
En það kom aldrei til. Hann reyndi ekki að komast undan. í stað
þess rak hann upp dýrslegt öskur og reiddi stóran lurk til höggs.
Vasaljósið blindaði hann svo hann sá hvorki mig né skammbyss-
una, hann hafði ekki hugmynd um að dauðinn var á næsta leiti.
Það heyrðist aðeins sem hviss f regninu, þegar skotið reið af og
byssan kypptist til í hendi mér. Ég kom óljóst auga á rauðan blett á
enni hans, rétt ofan við nefrótina. Á næsta andartaki steyptist hann
um koll, lá grafkyrr á grúfu, með andlitið niðri í leðjupolli.
Um leið fann ég lurkinn strjúkast við öxl mfna, og ég man að ég
laut niður til að taka upp byssuna, sem ég hafði misst, áður en ég
beindi athygli minni að hinum fallna manni.
Ég gekk nokkur skref frá honum og skaut þrem skotum upp f loft-
ið, um leið og ég kallaði til félaga minna. Það leið heldur ekki á
löngu áður en Jonas, Bertil og Bengt komu til mín, á harðahlaup-
um. Rétt á eftir kom hreppstjórinn, svo við voruim þar allir.
Enginn mælti orð, en vasaljós þeirra allra lýstu niður á fallna mann-
inn, líkamann, sem lá þarna grafkyrr, í þokkalegum fötum, sem voru
gegnblaut af rigningunni. Andlitið var ennþá niðri í pollinum.
Að lokum var það ég sjálfur sem gekk að honum. Ég hélt á byss-
unni f hendinni og sneri honum varlega við með öðrum fætinum. Það
var furðu létt að snúa honum á bakið.
Það lá við að ég fengi aðsvif þegar ég leit framan í hann. Ekki
aðeins vegna þess að hann var svo ungur, aðeins tvftugur, — en hann
var svo sakleysislegur á svipinn. Andlitið var barnalega friðsælt í
dauðanum. Það hefði enginn getað séð það á svip hans að þetta hefði
verið brjálaður morðingi. Ég fékk einhvern óþægiindasting, þegar ég
tók eftir því að hann var alls ekki ólfkur mér, — Ijósa hárið, augn-
svipurinn og nefið Rauði bletturinn á enninu var nú á stærð við
fimmeyring.
Bak við mig heyrði ég hrjúfa, kaldranaleg rödd:
Ég sneri mér við og leit á hreppstjórann. Hann var löðursveittuf,
rauðeygður og móður. Það var eins og hann hefði elzt um fimm til
tíu ár.
— Hann réðist á mig, svaraði ég.
— Já, með trjágrein að vopni.
— Líf mitt var í hættu.
— Það hefði verið nóg að skjóta á fætur hans. Ég er hræddur um
að það þurfi að athuga þetta betur.
Þá var það að Bengt greip fram f. Hann var nú búinn að ná sér,
og rödd hans var skörp og skýr, stálhörð, eins og hann stæði í réttar-
salnum.
— Ég held að þess þurfi ekki við, minn góði hreppstjóri. Þetta er
svo greinileg sjálfsvörn, að það þarf ekki að ræða það meir. En þér
vitið líklega ekki hverjir við erum, þar sem við erum nýlegá fluttir í
þetta byggðarlag. Við erum lögfræðingar og læknir, í háttsettum em-
bættum. Við erum allir vitni að þessum atburði, leit að brjáluðum
morðingja. Vitnisburður okkar tekur örugglega af allan vafa, hann
sannar það að vinur okkar var neyddur til þess örþrifaráðs.
— Það verður mál yfirvaldanna að útkljá, sagði hreppstjórinn,
stuttur í spuna.
Það var ekki laust við hótunartón í rödd Bengts, þegar hann sagði:
— Sem lögfræðingur vil ég fullvissa yður um að þetta er svo
greinileg neyðarvörn, að ef þér haldið öðru fram, þá gerið þér yður
sekan um embættisbrot.
Hreppstjórinn var að þvf kominn að segja eitthvað, en hætti við.
Það virtist sem hann væri að hugsa sig um eitthvað, það gætti jafn-
vel hræðslu í svip hans. Bengt varð strax vingjarnlegri:
— Það liggur auðvitað í augum uppi að þér verðið að athuga allar
aðstæður, en þér megið trúa mér, að þetta er augljóst mál. —
Við stóðum allir andspænis miklu og hættulegu vandamáli, og
slík vandamál eiga sér oft — hm — sorglegan endi. En nú er
hættan yfirstaðin, og það er ekki sízt yður að þakka. Þér vöruðuð
okkur við í tíma, og þér stjórnuðuð líka leitinni vel. Það er örugglega
vitnisburður sem við allir gefum yður.
— Ég skil, sagði hreppstjórinn. Allt baráttuþrek hans var fjarað út,
og það var augljóst að honum var mikið í mun að gera þeim til hæf-
is. Bengt Ijómaði af skilningi og velvilja:
— Jæja, sagði hann, — nú er kominn tími til að við flýtum okkur
heim til að róa fólkið og segja frá þessum ósköpum. . . .
Það fyrsta sem ég tók eftir við heimkomuna, var að það var enn-
þá Ijós í stofunni. Svo sá ég að Chum lá dauður við hundahúsið. Það
hafði einhver barið hann til bana með viðarborði, sem hafði gengið
af við húsbygginguna.
Ég æddi inn, en kom strax auga á Ingrid, sem sat hin rólegasta, f
náttkjól og inniskóm, og drakk kaffi. Hún brosti við mér, en var þó
hræðsluleg á svipinn.
— Ingrid! Guði sé lof að þú ert lifandi!
Bros hennar varð vandræðalegt.
— Lifandi? Hversvegna ætti ég ekki að vera lifandi?
Ég sagði henni allt sem hafði skeð, að við hefðum verið að elta
strokumorðingja, og að einhver hefði drepið Chum.
Framhald á bls. 34.
0 0 0 0
'VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI \
20. tbl. viKAN 12