Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 48
*-------------------------------------------------------------N
í öllum meiriháttar bridgemótum eru ströng viðurlög við allri
afbrigðilegri spilamennsku (litarsvikum og öðru). Stundum
eru þessi viðurlög naumast réttlát, eins og í spilinu hér á
eftir.
Spilið kom fyrir í leiknum milli Bandaríkjanna og ítalíu í
heimsmeistarakeppninni 1959.
▲ K-D-7-3
y D-8-3
4 D-10-4
4 10-5-4
4 10-5-4-2
y Á-10-9-7-4-2
4 K-G-2
4. ekkert
A Á
y K-6
4 7-5-3
Jf, Á-D-G-9-8-3-2
Austur-Vestur á hættu. Gjafari Vestur.
Bandaríska parið komst í þrjú grönd, spilað í Suður. Fimm
grönd unnust. ítalir komust einnig í þrjú grönd í Suður.
Vestur kom út með lághjarta, og Suður (Giorgio Belladonna)
drap hjartagosann af Austri með kónginum. Þá tók hann á
laufás og gaf síðan Austri á laufkónginn. Austur kom nú út
með hjartafimm. Og nú gaf Belladonna tígulþrist í staðinn
fyrir hjartasex. Vestur lét lághjarta, og Belladonna tók á
drottninguna í borði.
Þegar hér var komið sögu, spurði Norður (Massimo Avar-
elli) Belladonna hvort hann ætti ekki hjarta. Belladonna leit
þá aftur á spilin sín og uppgötvaði hjartasexið.
Nú var kallað á keppnisstjóra. Bridgelögin voru lesin, en
samkvæmt þeim varð Belladonna að setja hjartasexið í slag-
inn, en Vestur gat tekið upp lághjartað og spilað hvaða hjarta,
sem hann lysti. En hjartadrottningin varð að fara í slaginn.
Vestur tók því upp lághjartað, spilaði ásnum og hirti síðan
alla hjartaslagina.
Belladonna varð æfur af gremju yfir þessu óréttlæti lag-
anna. Til þess að lýsa yfir vanþóknun sinni, fleygði hann öll-
um laufunum í hjörtun og fékk síðan ekki á annað en spaða-
ásinn: sex niður.
— Með góðu lánakerfi er heimurinn indæll. Hvernig mynd-
um við vera, ef við gerðum okkur að góðu það sem við erum
borgimarmanneskjur fyrir.
G-9-8-6
G-5
Á-9-8-6
K-7-6
Framhald af bls. 16.
— En ég vil ekkert fá, ég
þarfnast einskis. Það er alveg ör.
uggt. Peter Conway hefur sagt
mér að höllin eigi að verða að
skóla. Mér finnst það stórkost-
leg hugmynd.
— Ég held að þú meinir það
sem þú segir og það ber þér gott
vitni, barnið mitt, sagði Lady
Macfarlane. -— En hvorki þú né
ég eigum nokkurs úrkosta. Það
sem afi þinn skildi eftir er ekki
mín eign. Það er skylda mín að
skila því í hendur þínar, sem ert
Macfarlane.
Hún var svo ákveðin að Bar-
bara vogaði ekki að mæla henni
á móti, af ótta við að hún myndi
þá æsa sig of mikið. Hún hafði
vonað að það yrðu að minnsta
kosti engin vandræði með Lady
Macfarlane. En nú sá hún allt í
einu að þetta var allt að vaxa
henni fyrir höfuð. Nýja Sjáland
varð allt í einu fjarlægara en
nokkru sinni fyrr og hún hafði
aldrei verið svona einmana og yf-
irgefin á allri sinni ævi áður.
En Peter Conway hafði ekki
gleymt henni og henni hlýnaði
af gleði, þegar Dobie kom upp
síðari hluta þessa sama dags og
sagði henni að hann væri kom-
inn. Hann beið í forsalnum og
kom á móti henni með báðar
hendur framréttar, og það var
eins og að hitta vin, sem hún
hefði þekkt alla sína ævi.
Mér datt í hug að vita
hvorl þú hefðir löngun að koma
með mér heim og sjá hvernig
færi um mig, sagði hann.
— Víst langar mig til þess, en
ég veit ekki hvort ég get farið
frá ömmu.
— Dobie segir að þú komir
henni til að tala of mikið. Hún
þarf áreiðanlega að hvíla sig svo
þú skalt bara koma.
Raunar óskaði hún einskis
fremur en að komast frá The
Towers um sinn, svo það var
auðvelt að lelja henni hughvarf.
Peter bjó í litlu, tveggja hæða
steinhúsi. Það voru aðeins tvö
lítil herbergi á hvorri hæð. Hús-
ið var mjög gamalt og lágt und-
ir loft og þúsund sinnum hlý-
legra en stóru, eyðilegu salirnir
í höllinni.
Þau sátu fyrir framan eldstæð-
ið og drukku sherry, nörluðu í
saltar möndlur og kex og löluðu
saman. Það var alltaf svo auð-
velt að tala við Peter. Með hon-
um gat hún verið hún sjálf. Hún
var glöð og ör og fann ekki
strax að hann hlustaði mest á
hana tala og hann var orðinn
alvarlegur og orðfár og horfði á
hana með augnasvip, sem kom
henni til að brosa í óvissu.
—- Hvað er að? spurði hún. —
Þú sýnist ekki glaður.
— Glaður! át hann eftir henni
beiskur. Þegar ég veit að þú ert
Lísa Maefarlane!
— Þú -— þú átt við The Tow-
ers? spurði hún lágt. — þú ert
hræddur um að ekkert verði úr
skólanum þar?
— Hvað varðar mig um The
Towers? þrumaði hann hörku-
lega. Nei, það ert þú. Ég vildi að
þú værir bara venjuleg stúlka,
sem væri ekki vonlaust að vera
ástfanginn af.
— En ég er bara venjuleg
stúlka, Peter, sagði hún lágt.
— Ó, ástin mín! Hann dró
hana til sín og kyssti hana blíð-
lega og varlega með dulinni
ástríðu eins og hún væri of við-
kvæm til að snerta.
Henni flaug í hug hvernig
Rick hafði kysst hana, fast og
hörkulega. Hve niðurlægjandi
hann hafði meðhöndað hana og
í samanburði við það varð einlæg
dýrkun Peters mjög falleg.
—■ Þú ert svo góður og mér
þykir svo vænt um þig, sagði
hún hlýlega, þegar hann að lok-
um sleppti henni.
— Vænt um, át hann eftir
henni. — Ekki meira en það?
— Kannske. Við höfum bara
þekkzt í viku og þar að auki. . . .
— Þar að auki hvað?
— Þar að auki fer ég fljót-
lega, hugsaði hún, en fékk sig
ekki til að segja það.
— Það var ekkert, sagði hún
þess í stað. — Þetta hefur verið
dásamlegt og ég hef ekki
minnstu löngun til að fara. En
ég verð ■— ég get ekki látið
ömmu vera eina lengur.
En Lady Macfarlane var ekki
ein og bros Barböru stirðnaði,
þegar Rick Fraser reis kæruleys-
islega upp og hneigði sig stutt-
aralega fyrir henni.
— Jæja, þama ertu, kæra
barn. Rick, viltu koma með ann-
an stól! Það er svo gaman fyrir
mig að hafa ykkur bæði hér í
einu. Hún ljómaði á móti þeim
og Barbara átti ekki annars úr-
kosta en að setjast og vona að
hann færi fljótlega, en það gerði
hann ekki. Hann horfði stöðugt
á hana með daufu brosi, eins og
hann hefði gaman af tilraunum
hennar til að vera óþvinguð og
hún fann, með hjálparvana reiði
í hans garð, hvernig hún varð
sífellt heitari og heilari í kinn-
um, en gamla konan horfði vel-
viljuð á þau á víxl og misskildi
alveg spennuna á milli þeirra.
Loks varð klukkan sjö og þeg-
ar Dobie fór að ná í kvöldverðar-
bakkann sagði Barbara:
— Ég get kannske líka fengið
bakkann hingað og borðað með
ömmu.
— Kemur ekki til mála, sagði
Lady Macfarlane og brosti. —
VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL H/EGRI
49 VIKAN 20 tw-
1 Ll LUl J
1 LILJU
] LILUU
Fást í næstu búð
Ég sé að þið unglingarnir viljið
gjarnan fá að vera saman í friði.
Er það ekki rétt, Riek?
Hann hló og reis á fætur. —
Að minnsta kosti ég.
Hann strauk gömlu konunni
um kinnina og beið í dyrunum
meðan Barbara ófús bauð góða
nótt.
— Ég þarf ekki að fara niður,
ég get borið höfuðverk við, hugs-
aði hún, en hún vissi að það
myndi ekki verða að neinu
gagni. Rick Fraser var ekki af
því taginu að hann tæki tillit til
höfuðverkjar annarra, ef hann
álti eitthvað vantalað við þá og
þar að auki var eins gott að Ijúka
því af.
Þessi matarlími var sá óþægi-
legasti sem hún hafði nokkru
sinni lifað. Rick Fraser hagaði
sér eins og ekkert hefði gerzt,
óaðfinnanlega fyrir þann, sem
ekki vissi að hann skemmti sér
á hennar koslnað. Daisy og að-
stoðarstúlkan sem báru fram,
hlutu að hafa álitið hann í ljóm-
andi skapi og að það hafi bara
verið að vingjarnleik þegar hann
sagði:
Þú ert svo föl og hefur
litla matarl-yst. Þetta er full erfitt
fyirir þig. Ég meina að dvelja
daglangt í sjúkraherbergi.
Þegar þau risu upp frá borðum
sagði hann við Daisy:
— Við drekkum kaffið í vinnu.
stofunni minni.
— Mig langar ekki í kaffi.
— Víst áttu að fá kaffi.
Hann tók um lrandlegg hennar
með elskulegu brosi, en takið um
handlegginn var ákveðið og
harðnaði miskunnarlaust, þegar
hún reyndi að losa sig.
— Slepplu mér. Ég ætla ekki
að reyna að flýja, sagði hún í
uppgjöf. -— Þessar lögreglu-
mannsaðferðir hafa ekki áhrif á
mig.
— Ekki það? Það var slæmt.
Engu að síður sleppti hann henni
og þau gengu þegjandi gegnum
forsalinn, inn í herbergið hans og
biðu þar til Daisy hafði sett kaffi-
bollann á milli þeirra, kveikt upp
í eldstæðinu og horfið aftur.
— Einn sykurmola, takk, sagði
hann og rétti síðan höndina eftir
bollanum og þarna sat hún og
skenkti honum kaffi, í stað þess
að láta sem hún ekki heyrði.
— Viltu sígarettu?
Hann hallaði sér fram. og
kveikli í sígarettunni fyrir hana
og þótt hún forðaðist að mæta
augnráði hans, fann hún það svo
greinilega að það var næstum
eins og líkamleg snerting. Blóðið
þaut fram í kinnar henanr og
hendurnar byrjuðu allt í einu að
titra.
— Ég skil þig ekki almenni-
lega, sagði hann að lokum, því í
hvert skipti sem þú opnar munn-
inn gusast upp úr þér hræðileg-
ustu lygar. Og þess á milli gæti
maður næstum svarið að þú vær-
ir jafn saklaus og þú lítur út
fyrir, þegar ég sé þig hjá Lady
Macfarlane trúi ég næstum á sög-
una. Og í næstu andrá gríp ég
þig með svo freklegt svindl svo
sem þetta með dagbókina. Hver
ertu eiginlega?
— Lísa Macfarlane.
Hann sagði í fortölutón eins og
hann væri að reyna að tala um
fyrir barni:
— Það getur ekki verið. Þessi
barnránssaga stenzt ekki og ef
þú værir Lísa ættir þú í þína
eigin þágu að leggja öll skjöl á
borðið.
— Ég get það ekki vegna fóst-
urforeldra minna. Það hef ég þeg-
ar útskýrt.
— Svo þú heldur þig enn við
að þú sért Lísa? Þá get ég sagt
þér að þú tekur mikla áhættu.
Lady Macfarlane hefur beðið mig
að kalla lögfræðing sinn hingað.
Ég geri ráð fyrir að þú skiljir
hvað það þýðir. Ég veit ekld
hversvegna ég ómaka mig við að
vara þig við en ....
— Vara mig við hverju. Að þú
getir myrt mig líka? gloppaðist
út úr henni.
VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI
— Einmitt, sagði hann með
hættulegri rósemi og reis hægt á
fætur. — Og nú er bezt að þú
farir. Einmitt nú sem stendur hef
ég mesta löngun til að kyrkja
þig á staðnum og það væri ekki
heppilegt. Ég verð að finna mér
fjarvistarsönnun eða hvað?
— Fyrirgefðu! stamaði hún. -—■
Ég meinti þetta ekki....
— Góða nótt! greip hann stutt-
aralega fram í fyrir henni.
Hún gekk hægt upp á herberg-
ið sitt og kastaði sér örvænting-
arfull á rúmið. Hvernig gat hún
sagt nokkuð svona heimskulegt
og óforsjált, bara til að espa hann
og njóta barnalegrar hefndar?
Henni flaug í hug hvað Jock
hafði sagt: — Ég myndi ekki
vilja eiga neitt vantalað við hann.
Það myndi enginn vilja hér í
byggð. En hún hafði stappað á
hans viðkvæmasta punkt, sem
enginn annar hafðd vogað að
snerta við og æst hann upp á
móti sér, meira en nokkru sinni
fyrr.
— Ég verð að komast héðan
burt, hugsaði hún. — Ég veit að
það hendir eitthvað hræðilegt ef
ég ekki fer.
En það var ekki hægt að yfir-
gefa Lady Macfarlane fyrirvara-
laust.
Næsta morgun talaði hún við
Craig lækni sem réði henni til
að vara gömlu konuna einkar
varlega við.
— Hún þarf áreiðanlega átta
til tíu daga til að venja sig við
tilhugsunina, sagði hann. — Hún
er ennþá mjög léleg, gleymið því
ekki, og verði hún fyrir geðs-
hræringu....
Næstu þrjá dagana var Rick
Fraser í burtu, svo hún var ekki
í eins stöðugri taugaspennu. Hún
kipptist ekki við í hvert skipti
sem einhver kom við dymar inn
í sjúkrastofuna og þurfti ekki að
sitja sífellt og hlusta eftir fóta-
taki hans.
Eftir hádegismat var hún vön
að fara út að ganga með Peter
Conway meðan Lady Macfarlane
hvíldi sig.
—■ Hversvegna ertu svona mik-
ið með þessum unga Conway?
spurði gamla konan, þegar Bar-
bara kom inn þriðja daginn. —
Ég hef svo sem ekkert sérstak-
lega á móti honum, en hann er
ekkert fyrir þig. Rick aftur á
móti... Það væri dásamlegt ef
þú og Rick....
Barbara eldroðnaði. — Hann
hatar mig eins og pestina, hugs-
aði hún.
Sú gamla brosti og klappaði
henni á handarbakið.
—• Ef ég væri ung væri ég
ástfangin af honum sjálf, sagði
hún í skilningsríkum tón. Hann
minnir mig þar að auki á afa
þinn, ja ekki að útliti, en hann
er jafn vandaður að eðlisfari, hef-
ur sömu öruggu skapgerðina.
James var því miður alls ekki
líkur föður sínum. Eiginlega skil
ég mömmu þína að einu leyti.
Að hún yfirgaf hann, á ég við
— en alls ekki að hún yfirgaf
þig.
Barbara hikaði aðeins:
Fmmhald ó bls. 50.
PÉR SPARIÐ
MEDÁSKRIFT
Þ£R SPARIÐ TfU KRÖNUR A HVERJU BLAÐI MEÐ ÞVÍ AÐ VERA
ASKRÍFANDI AÐ VIKUNNI
VXKAN F.R IIEIMILISnLAT) OG í ÞVÍ ERU GREINAR. OG EFNI FVRIR ALLA Á HEIMILINU, — TJNGA OG
GAMLA, SPENNANDI SÖGUR OG 1 KÁSAGNIK, FRÓÐLEIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O. FL,, O. FL.
KIIPPID HÉR-----------------:----------------- KUPPIÐ HER ■
3 MÁNUÐIR - 13 lolubl. . Kr. 400,00. Hv.rt blo4 ó kr. 30,77.
6 MÁNUÐIR - 26 tölubl. - Kr. 750,00. Hvert bloS 6 kr. 23,85.
Giolddagor;. 1. febrúor — 1. maí — 1. ógúst — .1. nóvember.
SKaiFlD GREINILEGA
^^Wnsamlegast sendiff mér Vikuna i áskrift u|, M|B uc
I
I
I
J
I
I
I
L
PÓSTSTÖÐ
HILMIR HF.
VIKAN
PÓSTHÖLF 533
SlMAR:
.36720 - 35320
SKIPH0LTI 33
REYKJAVlK
zo. tbi. VIKAN 48