Vikan


Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 8

Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 8
SÖGUSAFN HITGHGOCKS 10 SPENNANDÍ OG SKEMMTILEGAR SAKAMÁLASÖGUR Alfred Hitchcock er löngu orðinn heimsfrægur fyrir kvik- myndir sínar, sjónvarpsþætti, sögusafn og margt fleira. Allt sem frá hans hendi kemur hefur sömu eiginleika til að bera: í því er fólgin hroll- vekjandi spenna með skoplegu ívafi. —• Hit- chcock fæddist í Lond- on 13. ágúst 1899. Hann var við nám í verk- fræði, þegar honum bauðst vinna við kvik- myndir og lagði þá námið þegar í stað á hilluna. Hann nam leik- stjórn á örskömmum tíma og var fyrr en \ arði kominn í hóp áhri amestu leikstjóra. Kvikmyndir og sjón- vurpsþættir Hitchcocks skipta hundruðum og mánaðarlega gefur hann út í geysistóru upplagi smásagnasafnið Hitchcocks Mystery Magazine. Sög- urnar í þessu safni eru allar valdar úr því. Þær eru gæddar beztu kostum Hitchcocks, í senn spennandi og skemmtilegar, þannig að ógerningur er að slíta sig frá þeim fyrr en þær eru á enda. Fæst á næsta sölustað. HILMIR H.F. SKIPHOLTI 33 PóSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK UTAVER' Pilkington’s postulín veggflísar Stærðir: 7V.2 cm x 15 cm og 11 cm x 11 cm. GREHSÁSVEGI22-24 sllVlAR-' 30280-322G2 Ssrrystdines linoleum parket gólfflísar Stærðir !0 cm x 90 cm og 23 cm x 23 cm. GOTT VERÐ L___________________________________________________________y 9 VIKAN20-tbl: Aðeins fyrií liæstsettustu ambassadorana. ÞEII 8EM EIESA ROILS Rolls Royce er enn í miklu gildi sem hefðartákn í Bretlandi, og fyrir brezka diplómata erlendis þykir ekkert slíkt lákn jafnast á við að eiga siíkan vagn. Margir halda, og þar á meðal margir Bretar, að allir brezkir sendiherrar séu á Rolls Royce. En því fer fjarri. Af hundrað og þrettán æðstu mönnum í utanríkisþjónustunni erlendis hafa aðeins þrjátíu slíkan tignarbíl. Hinir verða að sætta sig við óvirðulegri gerðir. Af ambassadorunum kváðu aðeins þeir á lólf mikilvæguslu stöðunum hafa rétl á að hafa Rolls Royce í þjónustunni. Það eru þeir í Bonn, París, New York (hjá Sameinuðu þjóðunum)i Wash- ington, Róm, Tókíó, Pretóríu, Canberra, Brussel (hjá Nató), Nýju Delhi, Moskvu og Ottawa. Og aðeins ellefu hafa notfært sér rétt þennan, því ambassadorinn í Ollawa, sem er víst eitthvað sérvitur, hefur fremur kosið sér Austin Princess. Á tuttugu næstmikilvægustu slöðunum — öðrum flokki ambassa- doranna — eru tíu Rolls Royce-bílar í viðból, þótt það komi raunar ekki heima við ströngustu reglur. í Aþenu er ambassadorinn á Dailmer, í Kaíró á Jaguar Mark X, í Amman, Lagos, Varsjá, Bankok, Naíróbí og víðar á Austin Princess. Aðrar algengar tegundir í utan- ríkisþjónustunni eru Humber og Wolseley. í þriðja fokki ambassadora hafa nokkrir orðið svo gæfusamir að eignast Rolls, þótt undarlegt megi heita. eða níu alls. Það eru þeir i Mexíkóborg, Lissabon, Vín, Kaupmannahöfn, Caracas, Belgrad, Kartúm, Bern og Stokkhólmi, Héraðslögmaðurinn í New Or- leans, Jim Garrison, sem heldur því fram að Lee Harvey Oswald hafi ekki einn og hjálparlaust drepið Kennedy forseta, er nú kominn með nýtt tromp á hendi. Hann bauð nýlega hinum heimsfræga ítalska kvikmyndara Michelangelo Antonioni til New Orleans til að rannsaka nokkrar stækkanir á myndum frá Dealey Plaza í Dallas, Texas. Síðasta mynd Antonionis, „Blow-up (það þýðir stækkun) fjallar einmitt lann vitnar Antonioni: Ég sé mann við gcró- ið. Hann er með byssu. um hvernig slíkar myndastækk- anir leiða til þess að upp kemst um glæp. Ein myndanna, sem Antonioni fékk að líta á, sýnir Jacqueline Kennedy beygja sig yfir mann sinn í forsetabílnum þegar eftir að banaskotunum hafði verið hleypt af. Garrison hefur lengi haldið því fram að greina megi á þeirri mynd óþekktan mann með sólgleraugu og byssu í hendi við gerði eitt í baksýn. Antonioni var ekki í neinum VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI vafa eftir að honum höfðu verið sýndar stækkanirnar. Hann sagði við blaðamenn: „Myndirnar sem ég hef séð duga ekki einar sam- an til að sanna að samsæri hafi staðið á bak við morðið á Kenne- dy forseta, en á því er enginn vafi að við gerðið á Dealey Plaza má ljóslega greina mann með dökk gleraugu og byssu í hendi.“ Garrison hyggst nú láta Ant- onioni leggja þennan vitnisburð fram fyrir rétti. ftalinn, sem nú er að taka mynd í Hollywood, segist ekkert hafa á móti því. Hann er sannfærður um að þeir hafi rétt fyrir sér varðandi manninn við gerðið. UEKNIRINN SEM ORDINN ER ÁTRIÍNABARGOS OM ALLAN HEIM Dr. Christian Barnard, hinn 44 óra gamli læknir við Groote Schuur- siúkrahúsið í Höfðaborg, hefur orðið að eins konar átrúnaðargoði um allan heim, eftir hjartaflutninga sína. Eins og allir vita lifði annar sjúk- lingurinn, en hinn dó, enda var hann hætt kominn fyrir aðgerðina. Páfinn hefur veitt honum blessun sína, hann hefur borðað með Sophie Loren, dansað við Ginu Lollobrigida, heilsað þjóðhöfðingium, komið fram í sjónvarpi, verið hylltur í stórveizlum, og sömuleiðis af mannfiöldanum. Hann hefur farið tvisvar til Bandaríkjanna, og fjöldi ríkisstjórna hafa boðið honum heim. Dr. Barnard vinnur nú að því að skrifa æviminningar sínar, og stórblöðin berjast um útgáfuréttinn, forlögin yfirbjóða hvert annað, og það er sagt að eigandi ítalska vikublaðsins Epoca, Arnoldo Mondadori, hafi boðið honum það sem svarar 50 milljónum ísl. kr. fyrir birtinga- réttinn. (Einkarétt). Það hefur verið gefin út bók um lækninn; hún heitir „The Transplanted Heart". Höfundur hennar er Peter Hawhorne blaðamaður frá Jóhann- esarborg. Brezkt hljómplötufélag hefur gefið út hæggenga hljómplötu, sem heitir ,,Dr. Barnard Speaks of the Worlds First Human Heart Trans- plant". Þessi hljómplata er alvarlegs efnis, þar heyrist hvorki söngur eða dansmúsik. Italskur kvikmyndaframleiðandi undirbýr nú kvikmynd um líf lækn- isins og hefur boðið honum að leika sjálfum lokaótriðið, þegar hjarta- flutningurinn er framkvæmdur. Það líður ekki sá dagur að dr. Barnard fái ekki einhver gyllitilboð. ÓÞJEGU FÍLARNSl Gústa glaða var boðið í hádegismat i Naustinu — lengsta og rakasta hádegis- mat, sem hann hafði kynnzt. Svo gekk hann af stað í áttina upp á torg, og gekk á miðju Hafnarstrætinu, og á eftir honum komu þrír flissandi fílar. Þeir hlógu og mösuðu og skvettu sér til, svo almennilegt fólk komst ekki framhjá þeim. Lolcs var'Gústa glaða nóg þoðið: — Viljiði reyna að haga ykkur almennilega, meðan við förum framhjá lögreglustöðinni, sagði hann ógnandi og otaði að þeim vísifingrinum. Fílarnir hétu því og gengu pent og fallega framhjá lögreglustöðinni hver með ranann um halann á þeim næsta fyrir framan, nema sá íyrsti, hann hafði ranann utan um Gústa. En um leið og þéir voru komnir framhjá, byrjuðu þeir aftur að ólátast, og það endaði með því, að einn öskraði svo hátt í eyrað á gamalli konu, að hún hljóðaði af skelfingu og sársauka. Þá varð Gústi glaði alvarlega reiður: — Ef þið hagið ykkur ekki eins óg vera ber, þrumaði hann, — fer ég beint hérna inn í Sælkerann og fæ mér svart kaffi og hrátt egg, og þá hverfið þið í eitt skipti fyrir öll! Skiljiði það? r------------------\ ooiendur! IDEAL STANDARD heimiiistæki í miklu úrvali. Höfum eirmig fyrirliggjandi allt efni til: HITA-, VATNS- og SKOLLAGNA. ísleto JiBii hf. BYGGINGAVÖRUVERZLUN — BOLHOLTI 4 SÍMAIL: 3 69 20 — 3 69 21 L________________________________________) VlÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI 20. tbi.yiKAN S

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.