Vikan


Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 41

Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 41
VOLKSWAGEN 1200 árgerð 1968 Hann er ódýrastur allra geróa af Volks- wagen — en jafnframt einhver só bezti, sem Hefur verið framleiddur. Hann er búinn hinni viðurkenndu, marg- reyndu og næstum „ódrepandi" 1,2 lítra, 41.5 h.a. vél. I VW 1200 er: Endurbættur afturós, sem er með meiri sporvídd — Al- samhraðastilltur fjögurra hraða girkassi — Vökva-bremsur. Hann er búinn stillanlegum framsætum og bökum — Sætin eru klædd þvottekta leð- urliki — Plastklæðning i Iofti — Gúmmi- mottur ó gólfum — Klæðning d hliðum fót- rýmis að framan — Rúðuspraufa — Hifa- blóstur ó framrúðu ó þrem stöðum — Tvær hitalokur í fótarými að framan og tvær aftur í — Festingar fyrir öryggisbelti. Hann er með krómlisfa ó hliðum — Króm- aða hjólkoppa, stuðara og dyrahandföng. Eins og við tókum fram í upphafi, þd höfum við aldrei fyrr getað boðið jafn góðan Volkswagen, fyrir jafn hagstætf verð. © Sím/ 21240 HEILDVERZLUNIN HEKLA hf Laugavegi 170-172 Ein stúlka, áberandi ölvuð, kom Fyrirmyndar íslenzkt .... frh. hvað það er að fara með, þegar áfengi er annars vegar. Það hef- ur vítin að varast, það vill ekki drekka sig fullt eins og — ja — kannski pabbi og mamma — það drekkur í litlum mæli og er vandfýsnara á hvað það drekk- ur. Létt vín með mat virðast vera miklu algengara hjá ungu fólki nú en var1. Hitt er annað mál, hefur alltaf verið og verður allt- af, að þótt áfengisnotkun sé ekki áberandi nema hjá litlum hópi fólks, eru allir hinir dæmdir eftir þessum litla hópi. Við erum komnir að snyrtileg- um, nýlegum sumarbústað austur í túni. Baldvin opnar og við göngum inn, það er sama um- ræðuefnið enn. Hann heldur áfram: — Við skulum taka sem dæmi fyrstu helgina okkar héma í fyrra. Hér var um 800 manns. Fjórir undir áhrifum áfengis. 41 VIKAN 20tw- til mín og sagði: Eg er með vín. Er ekkert leitað? Ég svaraði: Nei, hér er ekki leitað. Þetta er staður unga fólksins, og hér á ekki að vera með vín. Hún sagði: Ég er með vín, og ég hélt að það yrði tekið af mér. Ég gekk með þessari stúlku um svæðið og rabbaði við hana. Hún var 16 ára. Hún sagði mér, að hún hefði komið með áfengi VEGNA ÞESS að hún hefði haldið, að það yrði leitað í bílunum. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Jú, sagði hún, það er allt- af mest spennandi hjá okkur krökkunum, þegar það er leitað að víni hjá okkur. Það væri svo spennandi, sagði hún, þegar öllu dótinu væri rótað út úr og ofan af bílunum, að sjá hvað lögregl- an gerði, þegar flaska fyndist. Og ég spurði hana: Hvað mynd- irðu gera, ef lögreglan tæki flösku úr þínum svefnpoka og spyrði: Hver á þetta? Ég myndi bara labba til þeirra og segja að ég ætti þetta, og þá myndu þeir skrifa mig upp, sagði hún. Mór- allinn hjá sumum krökkum er svona slæmur. Það er staðreynd. Það er oriðið mesta spennan að FABA með vín á vínlausan stað, ekki að drekka það. — Afbrotið er sem sagt orðið meira spennandi en að komast upp með það. — Já. Það er ekki langt síð- an ég var á þessum aldri. Ég er núna 20 ára. En þegar ég var 15-16-17 ára, fór ég á þessa sögu- frægu staði, eins og Þjórsárdal, Þórsmörk, og víðar, og þá var allt öðruvísi mórall en núna. Þá voru margir, sem drukku og urðu blindfullir, og margir, sem drukku ekki. Ég held, að það hafi alveg skipzt hreinlega í tvo hópa. Nú fer stór hópur á skemmtun, og nær allir eru með eitthvað vín, en enginn, eða (sárafáir, neyta þess svo áber- andi sé, en allir skemmta sér mjög vel. Og slagsmál á böllum nú til dags — þau eru ekki til. Fyrir fimm árum fór ég ekki á eitt einasta ball, hvorki í Reykja- vík né utan, þar sem ekki voru slagsmál. Fyrir tveimur árum fór ég hringinn í kring um land- ið með hljómsveit, og sá hvergi, ekki á einum einasta stað, slags- mál. Og ólæti — brjóta glös — rúður — ekki til. Þetta var það, sem var spennandi hér áður. Slagsmálin. Þetta held ég stafi af því, að ungt fólk nú til dags það kann meira, það veit meira, það skilur meira en ungt fólk áður, er sem sagt vegna ytri að- stæðna sniðugra en það hefur verið. Og þess vegna trúi ég, að hér geti fyrirhuguð starfsemi blómgazt á vinlausum stað. Við göngum um bústaðinn austur í túni. Við komum í stofu austast í húsinu og Baldvin seg- ir: — Hér höfðum við lögregluna í fyrra. Okkur var gert aff skyldu aff hafa hér ákveðinn fjölda lög- regluþjóna, en báðum þá að halda hér kyri*u fyrir og gáfum þeim kaffi og tóbak. Bíllinn þeirra var hér í hvarfi bak við hús, og þeir létu blessunarlega ekki sjá sig. — Heldurðu, að lögreglu- þjónsbúningur hafi espandi áhrif á krakkana? Já. Sé staðurinn auglýstur vínlaus, en þegar til kemur glampar á húfur og hnappa lög- reglumanna, held ég, að krakk- arnir fái það á tilfinninguna, að þetta sé ekki lengur vínlaus stað- ur og/eða að þeim sé ekki treyst. Hvers vegna væri lögreglan hér þá? Þessi fjögur ungmenni, sem hér voru ölvuð í fyrra, hvað var gert við þau? Ég gekk með stúlkunni,. sem ég sagði frá áðan, að tjald- inu hennar, og sagði við hana: Hérmeð veiztu, að þetta er vínlaus staður. Hún fór, með ein- hverjum vinkonum sinum, kom aftur daginn eftir og baðst af- sökunar. Tveimur var ekiff í bæ- inn; annail fór nú að hágráta þegar komið var niður í Mos- fellssveit og bað um aff fá að fara út, hann ætlaði til frænd- fólks síns þar og fékk það. Sá fjórði var spurffur, hvort honum fyndist ekki að hann væri hér utangarna, hann sagffi jú og tók næsta bíl í bæinn........ Við göngum út í góða veðrið aftur. Við höfum nú komið hér i öll hús og spjallað margt. Við röltum hægt heim að húsum yfir vorkalda jörð og Baldvin held- ur áfram að tala um hugsjón sína. — Hér er margt ógert, en ég veit, að hér í Saltvík getur unga fólkiff skapað mynd af fyrir- myndarþjóðfélagi. í þjóðfélaginu í heild er líka margt ógert, og þaff er ekki hægt að gera, ef all- ir eru upp á móti öllum. Það er VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI Winston er bezt — eins og af vinsældum sézt Lang-mest seldu filter sígarettur Ameríku Ávallt nýjar og ferskar frá U.S.A. Reynið Winston strax í dag kannski bráðnauðsynlegt í hin- um stærri þjóðfélögum að leggja allt upp úr pólitík, en hér held ég að hún sé fremur neikvæð en jákvæð. — Það er draumur þinn, að Saltvík verði mynsturþjóðfélag. — — ... þar sem allir geti komið, ungir sem aldnir, og ég held, að það verði að vera í höndum unga fólksins að byggja það upp. Hérna vil ég að fólkið geti komið og verið eitt og ánægt, eklti að flokkast sundur og sitja sitt í liverju liorni og einn sé að streitast þetta og ann- ar hitt. Að Saltvík verði fyrir- myndar íslenzkt þjóðfélag. Og ég held, að það takist. Allt þetta tal um, að unga fólkið geti ekki átt samleið með eldra fólkinu, það kemur' beinlínis flatt upp á mig. Ég tel, að unga fólkið vilji mjög gjarnan vera í hópi með fullorðnu fólki og blanda geði við það. Ég held, að sífellt tal um gjá milli kynslóðanna liafi spiUt mjög miklu. Ég vildi reyna áð stuðla að því, að eldra l'ólkið öðlaðist betri skilning á unga fólkinu, og til þess má það ekki liorfa í eigin barm og segja: Þegar ég var unglingur — held- ur verður það að öðlast skilning á því fólki, sem er unglingar NÚNA, því það ERU breyttir tímar. Sá, sem er fertugur núna, getur líkt sér við foreldra sína, sem gátu aftur líkt sér við sína foreldra. Sá, sem er þrítugur núna, hann getur hvorki líkt sér við foreldra sína sem unglinga, né við unglinga nútímans. Það er útilokað. Við lifum á mjög erfiðum og mjög skemmtilegum tíma. — Þá er það líka nauðsynlegt að koma því aftur inn, og þá ekki sízt hjá ungu kynslóðinni, að það sé gaman að gera ýmis legt, án þess að beinlínis komi eitthvað í budduna fyrir það. — Það hlýtur að vera hægt að fórna einliverju, án þess að þurfa endilega að fá það goldið í peningum. — í sjálfu sér er það ekki fórn, að búa sér sæmilegan sama- stað, hvort heldur er til að una við í frístundum eða þar fyrir utan. Framhald ó bls. 43. VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI 20. tbL VIICAN 40

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.