Vikan


Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 17

Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 17
Það sem áður er komið: Barbaiia Marsten er nýkomin frá Nýja Sjálandi og býr um hríð á skozku veitingahúsi. Skammt þaðan er gömul höll og hún laumast inn í garðinn og virðir fyrir sér þá sem þar búa: Lady Macfarlane, sem er yfir áttrætt og lasburða, hinn unga frænda hennar, Rick Frfaser, sem er erf- ingi hennar, grunaður um að hafa myrt son gömlu konunnar, þótt dómstólarnir hafi látið hann lausan vegna skorts á sönnunar- gögnum. Gamla konan í ruggu- stólnum kemur auga á hana og fær áfall, þegar hún sér stúlk- una með rauða hárið: hún held- ur að Barbara sé Lísa, sonardótt- ir heimar sem var rænt fyrir ell- efu árum. Hún fær hjartakast af æsingi og Rick Fraser veitir Barböru verstu útreið sem hún hefur fengið á ævinni og bannar henni að stíga fæti á landareign- ina framar. En hún er hrædd um þá gömlu og næsta dag fer hún þangað, þrátt fyrir bann hans. Henni er hleypt inn til sjúklings- ins, þar sem læknirinn álítur að það muni róa hana og lofar henni að vera kyrri. Rick Fraser bregzt reiður við, þegar hann finnur hana þar. Hann bendir henni á að ef Lady Macfarlane nái sér og komist að því að Barbara er ekki Lísa verði hún fyrir mestu vonbrigðum ævinnar. Hún fær að dvelja um nóttina í barnaher- bergi Lísu og les dagbók óham- ingjusams tíu ára barns, sem hún finnur í púltinu. Um morg- uninn segir hún Rick Fraser í áheym læknisins og hjúkrunar- konunnar Dobie, að hún sé Lísa, segir þeim harla lítið sannfær- andi sögu um það hvemig henni hafi verið rænt og hveraig hún var flutt til Nýja Sjálands, en hún vlji ekki láta uppi nafn bamsræningjans, þar sem henni þykji vænt um viðkomandi og vilji ekki gera honum grand. — Þegar hún segir þeim frá atvik- um og atburðum sem hún hefur lesið um í dagbókinni sannfær- ast læknirinn og Dobie, en ekki Rick Fi|acer. Til öryggis felur hún vegabréfið sitt og önnur plögg í tumherberginu og þegar hún kemur niður aftur finnur hún Rick Fraser, þar sem hann er önnum kafinn að leita í dóti hennar. Hann finnur dagbók Lísu og veiWur æfareiður, þegar hann sér að allt sem hún hefur rifjað upp í áheyrn hans stendur í dagbókinni. Hann gefur henni skipun um að taka saman fögg- ur sínar og hypja sig. —- Hvað hefur þú fyrir stafni? hrópaði hún hneyksluð. Hann lyfti augnabrúnunum. — Sérðu það ekki? Ég' er að leita í dótinu þínu. — Finnst þér ekki viðeigandi að hætta núna, þegar ég er kom- in? — Nei. Ég er ekki vanur að hætta við hálfnað verk. Þú getur farið, ef það fer í taugarnar á þér. Ég lofa að skemma ekkert. Hann lokaði töskunni og gekk að kommóðunni og hóf að róta í nærfötum hennar, án þess svo mikið sem roðna. Hún var mállaus í nokkrar sek- úndur. Svo hreytti hún út úr sér: — Þú ert sá frekasti.... -— Við, meinarðu vænf ég, greip hann elskulega fram i fyr- ir henni. Hann lokaði kommóðunni aftur og hún gat ekki gert annað en standa þarna og horfa aðgerðar- laus á meðan hann leitaði í því sem eftir var af herberginu. Hvað heldurðu að Lady Macfarlane segi þegar hún frétt- ir um þetta? spurði hún hneyksl- uð. Heimskuleg spurning, sagði hann rólega. - Þú veizt fullvel að þetta er í hennar þágu. -—- Hennar! fnæsti hún. — dítli það sé ekki í þína eigin. Bros hans gerði hana næstum bálreiða. — Við gætum kannske haft helmingaskipti um það. Hann opnaði púltið. — Þú sýnist hafa verið mér fljótari. Ég hélt ekki að þú vær- ir svona eldsnögg að átta þig. Af hverju ertu svo þrá? Réttast væri að ég neyddi þig til að biðj- ast fyrirgefningar á því að neyða mig til að vera með þessa hnýsni. — /Rtti ég að biðja þig afsök- unar! Hann stirðnaði upp og hún starði á hann. Hvað var þetta? Hann stakk höndinni ofan í púltið, tók upp dagbókina og blaðaði hægt í henni. Þegar hann að lokum leit upp, fékk hún ákaf- an hjartslátf. f fyrsta sinn hvarfl- aði það að henni að hann væri raunar vís til að geta framið morð. En röddin var köld og róleg, þegar hann sagði: — Þú hefur lesið dagbókina hennar! Þar stendur þetta allt saman. Um Katarínu og litfla bróður hennar, hundinn og allt það. Hann gekk hægt í áttina til hennar og hún hörfaði, þar til hún komst ekki lengra. — Af hverju ætti ég ekki að hafa rétt til að lesa mína egin dagbók? Það ert þú sem ekki hefur rétt til að lesa hana. — Talaðu ekki við mig um rétt, þrumaði hann. -— Þú ert ekkert annað en ómerkilegur svikari! Þessi trúverðuga saga, sem þú sagðir okkur er öll eins og hún leggur sig í dagbók Lísu, þú hafðir næstum snúið á mig! Þú lítur ekki út fyrir að vera ævintýrakvendi. Ég vonaði að . .. Hann snöggþagnaði, gekk til baka að kommóðunni, rykkti út einni skúffunni og hvolfdi fötum ehnnar á rúmið. —— Pakkaðu niður draslinu þínu og hypjaðu þig burt! Þú færð tíu mínútur til þess. Barbara dró djúpt andann og kreppti hnefana. — Ég hef ekki hugsað mér að fara, sagði hún og röddin var stöðug. — Og ég læt ekki tala svona við mig. Hvorki þig né neinn annan. Hún sagði þetta við bakið á honum, því hann hafði gengið aftur að kommóðunni og dregið út aðra skúffu. Hann rétti úr sér og sneri sér hægt við. — Ég geri það ekki, endurtók hún, en nú titraði röddin svo ekki varð um villzt. — Þú getur ekki þvingað mig til þess. — Get ég það ekki? spurði hann með hættulegri rósemd. Hún sá hann nálgast ákveðnum skrefum og varð máttlaus í hnjánum. Hvað hefði hann gert ef Dobie hefði ekki komið? Og hvað hefði hún gert? Hrópað á hjálp eða bunað úr sér öllum sannleikanum og eyðilagt allt? Það fékk hún aldrei að vita. Þegar barið var á dyrnar nam hann staðar og leit af henni og þessi þunga hræðslukennd fyrir bringspölunum hvarf. Dobie kom inn í herbergið. Hún leit forvitnislega á þau, greinilega hissa á tilvist Ricks Fraser þar, horfði stórum augum á hrúguna á rúminu, en sagði aðeins: — Lady Macfarlane er vak- andi. Hún spyr eftir yður. — Ég kem. Barbara smeygði sér framhjá Rick Fraser og gusaðist eftir ganginum að sjúkraherberginu og lét fallast másandi niður í stólinn við hliðina á rúminu. — Hvað gengur á, litla barnið mitt? spurði gamla konan og horfði rannsakandi á hana. — Það er ekkert. Ég bara — hljóp hingað. — En þú ert svo föl. Við verð- um víst að biðja Craig lækni að líta á þig. Það leyndi sér ekki að Lady Macfarlane var komin yfir það versta. Augun voru skýr og röddin sterkari. Og eftir nokkra stund kom spurninsin sem Bar- bara hafði beðið eftir. — Hvað gerðist eiginleea þessa hræðilegu nótt, þegar þér var rænt? Og hvar hefurðu verið i öll þessi ár? Þetta var í þriðja sinn sem hún sagði frá þvi og lygasögur batna við endurtekningu. Nú var inn- lifunin svo mikil að hún trúði næstum sögunni sjálf. Á meðan hún sagði frá var hún um leið skelfingu lostin yfir því að hún, sem alla sína ævi hafði verið svo sannsögul, skyldi geta fengið sig til að ljúga svo skefjalaust. Gamla konan brást við ná- kvæmlega eins og hún hafði ímyndað sér. Fyrsta hugsun hennar var að hefna sér á „barnsræningjanum". Hún mátti 17 VÍICAN z# tbl- VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI EFTIR CHRISTINE RANDEL 6. HLUTI Hún sá hann nálgast ákveðnum skrefum og varS máttlaus í hnjánum. Hv " hefði hann gert ef Dobie hefði ekki komið? ekki heyra á það minnzt að láta hann sleppa við hegningu og Barbara varð að biðja hana bæði lengi og innilega áður en hún lét undan. — Ég get ekki fyrirgefið. Aldrei, sagði hún að lokum, Og þar sem konan hefur verið þér svona væn og þér þykir svona vænt um hana verð ég víst að reyna að gleyma henni, hugsa bara um þig og vera þakklát fyr- ir að þú ert komin aftur. Og nú þegar þú ert komin aftur máttu aldrei fara frá mér meir. Barbara svaraði ekki. Hún hallaði sér bara fram og kyssti á hrukkótta kinnina. Hún gat ekki farið að tala um brottför sína núna. Það hefði aðeins gert han æsta og leið, ef til vill gert óbætanlegan skaða og það þorði hún ekki að hætta á. Lady Macfarlane lá þögul í nokkrar mínútur og starði á hana. Barböru þótti þetta frem- ur óþægilegt. — Finnst þér ég hafa breytzt mikið, amma mín? spurði hún að lokum. —- Já, það hefur þú. Alveg ótrúlega. Ég hélt aldrei að þú myndir verða svona falleg, þeg- ar þú værir fullorðin! Þú varst ekki einu sinni lagleg, þegar þú varst barn. Viðkvæm og góð, en ekki lagleg. Þú hafðir engar augabrúnir og engin bráhár. — Það hefði ég ekki heldur núna, ef ég lappaði ekki upp á það, svaraði Barbara og brosti. Andlitsfarði er dásamleg upp- finning! — Hm. Nújá. Við reyndum víst að gera okkur eins fallegar og við gátum, þegar ég var ung líka, svo ég get víst ekki mikið sagt. Þú ert orðin líkari mömmu þinni - að útliti til, á ég við. Ilún var afskaplega falleg, en hún var ekki rétta konan fyrir James. Já, nú ertu fullorðin og átt rétt á því að vita sannleik- ann. Hjónaband þeirra var mjög giftusnautt. Hún vildi skilja og hafði yfirgefið föður þinn, áður en hún dó. Ég vonaði að hann myndi giftast aftur og eignast son, sem gæti haldið nafninu við, en það varð aldrei. Hann var sá síðasti með nafnið Macfar- lane. — Það hlýtur einhver að vera af ættinni sem ber það nafn. — Langafi þinn var einkason- ur og faðir hans líka. Hún þagn- aði andartak og bætti svo við: — Afi þinn átti að vísu einn bróður, sem var fimmtán árum yngri. Walter hét hann. Hann var slæp- ingi, reglulega slæmur maður og giftist aldrei, sem betur fór. Það hefði verið gremjulegt ef hans grein af ættinni hefði komið á eftir manni eins og afi þinn var. Rick aftur á móti.... Hún þagnaði, lá lengi þögul og hugsi, svo sagði hún: — Það verður ekki hjá því komizt, ég verð að gera það sem rétt er. Nú, þegar þú ert komin aftur verð ég að breyta öllum mínum fyrirætlunum. — Nei, í guðanna bænum, ekki breyta neinu mín vegna, hálf hrópaði Barbara skefld. Gamla konan klappaði henni á kinnina: — Þú ert sonardóttir mín, litla barn. Það liggur augum uppi að ég verð fyrst og fremst að hugsa um þig. Fmmhald á bls. 49. VIÐ FLETTUM FRA VINSTRI TIL HÆGRI 2o. tbi. VIKAN 16

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.