Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 22
prððessor
í Uppsölum
og sér-
ffræðingup
I hormóna-
starfseml
Hann heffup
hjálpað
mörgum
konum,
sem ekki
hafa getað
átt barn
Hin hamingjusama móSir: Britt
Louise Eriksson og börnin henn-
ar tvö.
— Eg’ er hamingjusamasta móðir í Öllum heiminum, sagði
Britt Louise Eriksson í blaðaviðtali nýlega. Hún er 36 ára
gömul húsfreyja í övíþjóð, móðir tveggja myndarlegra barna;
Bo Lennart er tveggja ára en Birgitte sex mánaða gömul.
Saga Britt Louise Eriksson er í hæsta máta óvenjuleg og enn
eitt dæmi um furðulega getu læknavísindanna nú á dögum.
— Eftir níu ára hjónaband varð ég með öllu vonlaus um
að geta eignazt barn, segir Britt. Iívað eftir annað hafði ég-
lagzt á sjúkrahús og gengizt undir ýtarlegar rannsóknir. Þær
Ieiddu allar til sömu niðurstöðu: Að ég gæti ekki eignazt barn.
Eg og maðurinn minn ákváðum þá að taka barn í fóstur.
Við höfðum samband við barnaverndarnefndina, cn þar var
fjöldi fólks á biðlista, svo að það mundi liða hmgur tími þar
lil röðin kæini að okkur. Eg var því ærið svartsýn og dauf
í dálkinn, þegar vinkona mín kom í heimsókn til mín og
sagðist, hafa lesið um prófessor við Uppsala-háskólann, Carl
Axel Gemzell að nafni. Þessi prófessor væri sérfræðingur í
hormónastarfsemi og hefði hjálpað mörgum konum, sem ekki
gætu eignazt barn. Þegar ég heyrði þetta vaknaði enn á ný
ofurlítil von í brjósti mér. Kannski gæli hann hjálpað mér
líka?
í janúar 1364 tók prófessor Gcmzell á móti mér í Upp-
sölum. Eftir lauslega rannsókn fullyrti hann, að ekkert væri
athugavert við móðurlífið né eggjastokkana, en hins vegar
hefði ég alltof litla hormónaaðgreiningu. Það var ákveðið, að
ég skyldi fá eina hormónasprautu á dag í hálfan mánuð.
Þessar sprautur áttu að örva eggjalos og gera mig frjóa.
Skömmu síðar varð ég barnshafandi. Ég ætlaði varla að
trúa þessu; hélt að mig væri að dreyma. Mér fannst það ótrú-
legt, að eftir níu ára baráttu skyhli ég verða barnshafandi •—
bara með því að fá nolckrar sprautur!
Eftir nokkra mánuði fór ég í rannsókn til prófessorsins,
Að henni lokinni var hann mjög hugsi og virtist áhyggju-
fulhir. Hann sagði, að ég yrði að hafa samband við sig strax,
VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL H/EGRI
23 VIKAN 20 tbl
ef ég yrði vör við eitthvað, sem mér fyndist óeðlilegt. Svo undarlega brá
við, að ég tók áhyggjur prófessorsins alls ekki nærri mér. Ég vildi ekki láta
illan grun hans eyðileggja fyrir mér ánægjuna.
í ágústmánuðu fékk ég léttasóttina, fór á fæðingarheimili og fæddi —
SJÖBURA, í'jóra drengi og tvær stúlkur, en öll andvana.
Þetta vakti að vonum athygli um allan heim. Blaðamenn og ljósmyndarar
ruddust inn í stofuna til mín og starfsfólk sjúkrahússins var alveg undrandi
á þessu öllu saman. Prófessorinn einn tók þessu með jafnaðargeði. Hann sagði
að sig hefði grunað, að ég mundi eignast að minnsta kosti fleiri en eitt barn.
Það hafði áður komið í ljós, að konur sem fengju hormónasprautur eign-
uðust fleirbura, sérstaklega í fyrsta skiptið.
Ég veit elcki hvernig mér tókst að lifa þetta af. Verst af öllu var að koma
aftur heim — tómhent. Það var ofurlítil bót í máli, að ég fékk að hafa
barn frænku minnar öðru hverju á daginn. Maðurinn minn var einstaklega
hjálplegur og tillitssamur í þessum erfiðleikum mínum.
Nokkrum mánuðum seinna fór ég aftur til prófessors Gemzells og bað liann
að gera aðra tilraun til að hjálpa mér. Hann spurði hvort ég væri ekki
hrædd eftir það sem gerzt hafði, en ég svaraði því til, að þvert á móti liði
inér nú betur en áður. Það hefði komið í ljós, að ég gæti átt barn — og
mér væri það milcil huggun, þótt ekki hefði tekizt vel til í fyrsta skiptið.
í janúar 1965 varð ég aftur vanfær. í þetta skipti bjóst ég við tvíbur-
um minnst. Allt gekk eins og í sögu og mér leið prýðilega allan meðgöngu-
tímann.
í lok september átti barnið að fæðast. í ágúst tók prófessorinn röntgen-
myndir af mér. Á eftir sagði hann mér að ég mundi aðeins eignast eitt barn
í þetta skipti. Ég varð ólýsanlega glöð. Prófessorinn var samt áhyggjufullur
og tók engan þátt í gleði minni. Hann sagði, að myndin hefði sýnt, að barnið
lægi illa og þetta gæti orðið erfið fæðing.
Þá varð ég hrædd. í fyrsta skipti gagntók mig éinkennilegur ótti. Ég ótt-
aðist ekki aðeins þær þjáningar, sem erfið fæðing gæti haft í för með sér,
— heldur einnig að barnið fæddist andvana. Ég sá fyrir mér líkama sjöbur-
anna minna.
Þegar ég fann, að stundin var farin að nálgast, hringdi ég til prófessors-
ins og sagði honum frá hræðslu minni. Hann lét þegar í stað flytja mig á
VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI
¥
típP1 ,.SkÖ7>i,mu síðar varð cg barns-
' hafandi. Eg ætlaði varlg að trúa
því; hélt að mig vœri að dreyma.
Mér fannst það ótrúlegt, að eft-
ir níu ára baráttu slcyldi ég
verða barnshafandi — bara með
því að fá nokkrar sprautur.“
sjúkrahús sitt í Uppsölum. Þar var ákveðið
að barnið skyldi tekið með keisaraskurði. 29.
september fæddist svo Bo litli Lennart, og
líklega getur enginn gert sér í hugarhind
hversu glöð við hjónin urðum. Eftir ellefu ára
barnlaust hjónaband höfðum við loksins eign-
azt okkar eigið barn.
Við lijónin höfðum fyrir löngu ákveðið að
eignast fleiri en eitt barn, ef þess væri nokkur
kostur. Ég var í þann veginn að ganga á fund
prófessor Gemzells til þess að fá hormóna-
sprautur hjá honum, þegar ég uppgötvaði mér
til mikillar undrunar, að ég var orðin barns-
hafandi — af sjálfsdáðum! Ég fór í læknis-
skoðun og grunur minn var staðfestur.
Ég hringdi þegar til Gemzells og sagði hon-
um tíðindin. Hann virtist jafn rólegur og allt-
af, en samt fannst mér þetta koma honum
á óvart.
Ég vonaði, að ég gæti fætt barn mitt sjálf
að þessu sinni, en því var ekki að heilsa. Þetta
barn var líka tekið með keisaraskurði, en allt
gekk vel.
Það er mjög sjaldgæft, að konur, sem hafa
eignazt barn með hjálp hormónasprauta, verði
síðar barnshafandi af eigin rammleik, segir
prófessor Carl Axel Gemzell. — Af rúmlega
200 konum sem ég hef haft til ineðférðar, hafa
aðeins átta orðið það.
Við höfum enn ekki nægilega þekkingu á
sálrænum orsökum í sambandi við þetta, en
við gerum okkur ljóst, að þær hafa miklu
hlutverki að gegna.
2o. tbi. vilCAN 22