Vikan


Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 21

Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 21
Lögreglan vissi að hún hafði rænt hálfri milljón dollara, að minnsta kosti, á hálfu ári aðeins, að hún kunni forkunnarvel að fara með byssur, að hún valdi sér aðstoðarmenn við ránin af jafnmikiili mannþekkingu og elsk- huga........ Harðsnúnari kvenmann hef ég aldrei séð,“ sagði lögreglulið- þjálfinn Pierre Robidoux .. Gerard Forest, dökkleitur og þrekinn þrjá- tíu og sex ára náungi, beygði sig snögg- lega og slapp þannig við tvær kúlur, sem þutu hvínandi yfir hann. Hann átti engra kosta völ. í bílflakinu þarna var brjálæðingur, sem vildi hann feigan. Hann lyfti skammbyssunni, bölvaði sjálfum sér fyrir að hafa skilið vélbyss- una eftir heima, og skaut skotunum tveimur, sem hann átti eftir. Hann sá kúlurnar mölva hliðar- rúðuna, sá skammbyssir kastast upp í loftið og eitthvað hníga niður á bak við framsætið. Hann komst að bildyrunum í einu stökki, reif þær upp og gerði sér þá Ijóst hvað hann hafði gert: I fyrsta sinni hafði hinni ókrýndu glæpadrottn- ingu Kanada misheppnazt rán, og þetta kvöld grétu sig í svefn tvö saklaus börn, sem ekki botnuðu neitt í því að mamma skyldi hafa yfir- gefið þau. Dauði Monicu Proetti, sem náði tuttugu og sjö ára aldri, varð jafn harðneskjulegur og líf henn- ar. Hann hremmdi hana ( umferðarþvögu á gatnamótum í miðri Montreal, þegar fólk streymdi í hundraðþúsunda tali á heimssýning- una Expo. Saga hennar er sem saga Bonniear í nútímastíl, álfka Ijót, ruddaleg og tilgangslaus. Andlátsfregnin kom bankastjórum landsins til að varpa öndinni feginsamlega, en lögfræðing- ur hinnar látnu, Leo Rene Maranda, var ekki eins hrifinn — hún hafði séð honum fyrir næg- um verkefnum og borgað vel. Og ótal kvensamir menn grétu Mollý einnig. Þótt kúlur Forests lögreglumanns hittu Mollý beint í brjóstið, þá urðu þær langt frá því punkt- urinn aftan við sögu hennar. Sú saga heldur áfram og tekur nú á sig þjóðsagnaform. 21 VIKAN 20 tbl VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI Hér lauk fer'i Mollýar. Lik hennar hefur veriS lagt á götuna og breitt yfir það, en forvitinn manngrúi safrsast á vigvöllinn. Þsssi mynd mun hafa verið tekin af Vélbyssu-Mollý í siilbaði við villu hennar í útjaðri Montreal, þar sem hún hafði börnin sín. Hún hafði staðráðið að þau skyidu njóta annarra og betri uppeldiskjara en móðir þeirra. ,,Eg er dæmd án þess vitað sé hver ég er eða hvað ég hef gert," sagði Monica Proetti í fyrrasumar við lögfræðing sinn. Þá leitaði lögreglan aÖ fallegri konu, sem virtist vera heilinn á bakvik bezt skipulögðu og árangursríkustu ránin, sem bankarnir í Montreal höfðu orðið fyrir sýningarárið. Somkvæmt bókum lögregl- unnar höfðu þá áttatíu og átta rán verið framin, en ekki var hægt að setja Monicu Proetti í samband við nema fá þeirra — og það sem verra var, ekkert var hægt að sanna. Það sem lögreglan vissi varð upphaf þjóðsögunnar. Lögreglan vissi að hún hafði rænt hálfri milljón dollara að minnsta kosti á hálfu ári aðeins, að hún var snillingur í að handleika byssur, að hún valdi sér aðstoðarmenn við ránin jafn oft og með jafnmikilli mannþekkingu og elskhuga, að hún var hörð crf sér sem tinna. „Harðsnúnari kvenmann hef ég aldrei séð," sagði lögregluliðþjálfinn Pierre Robidoux, einn þelrra, sem árangurslaust reyndu að klófesta þessa óþekktu fegurðardis. Undir lokin var Monica Proetti farln að safna blaðaúrklippum, sem skýrðu frá ránum hennar. En örlög hennar voru raunar þegar ráðln er hún var vatni ausin í frumbernsku. Monica ólst upp í illræmdasta hverfl ( Montreal, þar sem rottur voru einu verurnar sem voru fleiri í sinn hóp en glæpamenn, eiturlyfjaneytendur, kynvlllingar og mellur. Hún bjó ásamt móður og átta systkinum ( tveimur herbergjum og þegar á þrettán ára aldri var hún ræmd vændiskona. Eitt að því sem lögreglan ekki vissi var qð amma Monicu í föðurætt var óþekktur Fagin — hryllingsfyrir- brigði af þeirrl gerðinnl sem elur smábörn upp sem glæpamenn, elns og þessi fræga persóna úr Oliver Twist gerði. Amman hafði tiu börn í slnni þjónustu. Þau voru snillingar í skyndiárásum f skuggalegum götum, vasaþjófnaði, smáránum og nauðgunum. Lög- reglumaður einn sagði um þau: „Þau voru hörð og frek, en þeim var nauðugur einn kostur ef þau áttu Framhald á bls. 29. 20. tbi. VIKAN 20

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.