Vikan


Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 11

Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 11
 m ti 1 ; >iliv:i; §§p§piS<w Akureyringar eru orðnir tíðir gest- ir í sjónvarpinu, þótt það sj«áist ekki enn í heimabæ þeirra. Hér eru þrjár myndir af hljómsveit Ingimars Eydal við upptöku í sjónvarpssal. Hljómsveitin hefur flutt þrjá sjálfstæða þætti; sá þriðji var fluttur í síðustu viku. Á efstu myndinni eru talið frá vinstri: Ingimar Eydal, Helena Eyjólfsdóttir, Finnur Eydal, Þor- valdur Halldórsson, Friðrik Bjarna- son og Hjalti Hjaltason. Tónlistarlíf stóð með blóma í Menntaskólanum á Akureyri á liðnum vetri. Hér syngur Blandað- ur kvartett MA við undirleik Ingi- mars Eydal, sem hefur æft kvart- ettinn. Talið frá vinstri eru Sig- rún Harðardóttir, Valgerður Jóna Gunnarsdóttir, Jón Aðalsteinn Baldvinsson og Þórhallur Braga- son. O 22 MA félagar liafa oft komið fram á Akurcyri í vetur og notið mikilla vln- sælda. Við hcyrðum og sá- um þá syngja í sjónvarp- inu hér á dögunum. Stjórn- andi kórsins cr Sigurður Dcmentz Franzson, cn und- irleik annaðist hljómsveit Ingimars Eydal. ÞAÐ VAR MIKIÐ um að vera í sjónvarpssal, þegar við litum þangað inn strax eftir páskana. Þrjátíu manna hópur hafði komið frá Akureyri flugleiðis kvöldið áður til að taka þátt í þremur sjónvarpsþáttum, sem allir hafa nú verið fluttir: 22 MA-félagar sungu undir stjórn Sigurðar Demenz Franzsonar við undirleik hljómsveitar Ingimars Eydal. Þeir félagar sungu bæði íslenzk lög og lagasyrpur úr vinsælum, er- lendum söngleikjum. Fyrir öðrum þættinum stóð Blandaður kvartett MA. I kvartettin- um er meðal annars Sigrún Harðardóttir, sem áður hefur komið fram í sjónvarpinu og vakið athygli með söng sínum. Þennan kvartett hefur Ingimar Eydal æft og leikur undir með honum. Þriðji þátturinn er svo þáttur með hljómsveit Ingimars Eydal ásamt söngvurunum Helenu Eyjólfsdóttur og Þorvaldi Halldórssyni. Við náðum tali af Ingimar Eydal hljómsveitarstjóra, en hann kemur við sögu í öll- um þessum þáttum meira eða minna. Við brugðum okkur inn ( búningsherbergi og spjölluðum við hann í fáeinar mínútur. — Hvað hefur hljómsveit þín leikið oft í sjónvarpið áður? — Þetta er þriðji þátturinn okkar. Að þessu sinni leikum við nýjustu dægurlögin, en einnig sígild lög frá ýmsum þjóðum, eitt amerískt, annað franskt, þriðja ungverskt og svo framvegis. Við reynum að spila sem fjölbreyttasta tónlist, enda er nauðsynlegt fyrir hljómsveit á Akureyri að geta gert það. Uti á landi þurfa hljómsveitir að vinna á miklu breiðari grundvelli en nauðsynlegt er hér í höfuðstaðnum. Hér geta menn leyft sér meiri sér- hæfingu. Við þurfum að sjálfsögðu að geta leikið öll nýjustu dægurlögin og við þurf- um líka að annast undirleik. Við lendum jafnvel í því að spila verk eftir gömlu meist- arana. — Ertu hrifinn af bítlatónlistinni? — Já, þetta er ágæt tónlist, þegar mestu öfgarnar hafa verið slípaðar af. Ðrezku Bítlarnir hafa tekið miklum framförum frá því að þeir komu fyrst fram, og eru nú orðnir viðurkenndir listamenn. Eg hef persónulega gaman af allri tónlist, ef hún er vel unnin. ★ Ingimar Eydal er 31 árs og hefur verið hljóðfæraleikari að atvinnu frá 1955. Hann hefur alltaf leikið á Akureyri, nema einn vetur, sem hann var á Laugarvatni og annan vetur, sem hann lék stundum á Hótel Borg. Hann var þá við nám í Kennaraskólanum. Síðustu fimm árin hefur hljómsveit hans leikið í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri, og notið mikilla vinsælda. Framhald á bls. 37. EGHEF GAMAN AF ALLRI SEM ER VEL RNNIN LITIÐ INN í SJÖNVARPSSAL OG SPJALLAÐ í TÍU MÍNÚTUR VIÐ INGIMAR EYDAL HLJÖMSVEITARSTJÖRA FRÁ AKUREYRI 11 VIKAN 20 tl)I- VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI 20. tbi. VIKAN 10

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.