Vikan


Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 18

Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 18
19 VIKAN 2# tbI- YFiRGAF KONU OG BÖRN í 27 ár var Antony Quinn kvæntur Kather- ine DeMille. Þá las hann bók um listmái- arann Gaughin, sem yfirgaf konu sína og börn og fór til Tahiti. Quinn ákvað að gera slíkt hið sama. Hann vildi vera frjáls, flakka um heiminn og lifa fyrir líðandi stund. GERDIST FUKKARI DRÆTTIR andlits hans eru grófir, en brún augun lýsa í senn viðkvæmni, gáfum, kímni og hyggindum. Hann er oft illa 1 akaður, oft með margra daga skegg. Hann er miðaldra maður, nánar tiltekið 52 ára gamall, og sjö barna faðir. Bandarísk- ir kvikmyndagagnrýnendur kusu hann nýiega þann skapgerðarleikara, sem mest- an kynþokka hefur til að bera. Allir þekkja hann af hvíta tjaldinu. Leikur hans í myndum eins og „La Strada“, ' ''„Byssurnar í Navarone“ og „Zorba“ hefur gert hann frægan um víða veröld. Hann vekur samúð og forvitni hvar sem hann fer. Hann er frjálsmannlegur og með öllu óþvingaður. Hann er eins og flesta dreymir um að vera. m Hann fæddist í Mexicó; í litlum kofa í Chihuahua, meðan hin blóðuga bylting Pancho Villas geisaði. Móðir hans var mexikönsk og aðeins sextán ára gömul, þegar hún átti hann. Faðir hans var nítján ára ævintýramaður frá írlandi. Hann kvæntist hinni sextán ára gömlu Manuellu af borgaralegum ástæðum, — til þess að forða henni frá hneisu og óþökk fjölskyldu hennar. Þau flýðu frá Mexico og höfnuðu í fátækrahverfi í Los Angeles. Barn að aldri var Antony látinn vinna með föður sínum. Þeim tókst að sjá sér og móðurinni fyrir brýn- ustu lífsnauðsynjum með því að bera út blöð og pússa skó. Nítján ára gamall hafði Antony gegnt hinum óskyldustu störfum. Hann hafði verið rafmagnsmaður, slátrari, byggingaverkamaður, klæðskeralærlingur og leigubílstjóri. Hann vann í verksmiðju, þegar hann tók þá ákvörðun að gerast boxari. Hann sigraði sextán sinnum í röð í keppni og þótti efnilegur. En í sautjánda skiptið tapaði hann og gafst þá upp. Þá ákvað hann að heiga lislinni alla krafta sina í framtíðinni. Hann lék á saxófón á samkomum hjá fríkirkjusöfnuði. Hann tróð upp sem dansari. Nokkru síðar hélt hann sínar eigin sýn- \ ingar. Útbúnaður hans var hvorki margbrotinn né ríkulegur: eitt hvítt lak, olíulampi og grammófónn. Það kostaði eina krónu að horfa á sýningu hans. Það atriði sem bezt þótti takast var, þegar Antony hermdi eftir A1 Jolson. Fyrsta hlutverk sitt í kvikmynd fékk hann á fölskum forsendum. Hann laug þvi, að hann væri borinn og barnfæddur indíáni. Hann lék indjánahöfðingja í mjmd, sem hinn frægi leikstjóri í Hollywood, Cecil DeMille, stjórnaði. Þegar hann nokkru síðar kvæntist fósturdóttur DeMilles, Katherine, lýsti hann því yfir, að hann væri alls ekki indjáni, heldur Mexicani. De Mille hafði aldrei verið hlynnt- ur þessum ráðahag, og ekki varð hann blíðari á manninn eftir yfirlýsinguna. Fyrsti sonur þeirra drukknaði barnungur í tjörn. En þau eignuðust fjögur börn til viðbótar: þrjár telpur og einn dreng. Antony Quinn hélt áfram að leika í kvik- myndum. Hann lék hvert smáhlutverkið á fætur öðru.. Leikstjórunum fannst hann of grófur og illmannlegur ásýndum, og þess vegna fékk hann aldrei að leika annað en skiirka og misyndismenn. Hann var oftast drepinn snemma í hverri mynd. Það er varla til sú aðferð til að deyja, sem Antony Quinn hefur ekki þurft að leika fyrir framan kvikmyndavélarnar! En smátt og smátt stækkuðu hlutverk hans. Og þar kom, að hann fékk Oscars-verð- launin tvisvar sinnum með stuttu millibili. Fyrst fékk hann þau fyrir leik sinn í mynd- inni „Viva Zapata“ og síðan fyrir myndina „Lust for Life“. í hvert skipti sem Antony Quinn tekur að sér nýtt hlutverk, hvort sem það er stórt eða smátt og hvort sem um er að ræða ómsrkilegan indíánahöfðingja eða eitthvað ann- að, þá leggur hann sig allan fram og reynir að gera sitt bezta til að ná góðum árangri. Hann lætur sér ekki nægja að leika vel á yfirborðinu. Hann lifir sig inn í hvert einasta hlutverk. Framhald á bls. 30. VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI 20. tbi. VIKAN 18

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.