Vikan


Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 5

Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 5
Síðan ýti ég við tveimur tönnum í neðri góm og þær detta báðar, en í staðinn sé ég að er kominn einn jaxi, sem líkist seglskipi í lag- inu. Hann er nákvæmlega eins og litlu drengjaskipin, sem eru með strekktum þræði í staðinn fyrir seglin. Finnst þér þetta ekki undarlegur draumur? Ég treysti þér til að ráða hann fyrir mig, Póstur góður. Með fyrirfram þakklæti. Þrítug fjögurra barna móðir Við ráðum drauminn á þann !hátt, að þú munir eignast tvö börn til viðbót- ar. Anna'ð verður stúlka (hvíta framtönnin), en hitt drengur (jaxlinn sem líkt- ist seglskipi). Stelpan verð- ur lítil og nett, en strákur- inn stór og myndarlegur. OG ANNAR DRAUMUR . . . Kæri Póstur! Þar sem ég hef oft séð, að þú leysir vel úr vand- ræðum fólks, datt mér í hug, að ef til vill myndir þú reynast mér hjálplegur við að ráða tvo drauma, sem mig hefur dreymt. Mér fanost ég vera að fara í bæinn (Ég bý skammt frá kaupstað) ásamt systur minni. Ég ætlaði að ná í áætlunarbíl og komast upp í fjall, því að þar átti að fara að slíta skíðalandsmóti. Mér verð- ur litið til fjallsins og finnst mér þá allt í einu, að það sé orðið snjólaust og fagur- grænt og heiður og blár himinn. f miðri fjallsbrún- inni blöktu tveir fánar, stórir og fallegir. Ég hugs- aði með mér. að nú væri ekki gott í efni: það væri ekki hægt að vera á skíð- um og þessvegna ómögu- legt að slíta mótinu. Meðan ég hugsaði um þetta, fannst mér fánarnir koma svíf- andi til mín og svífa ein- kennilega í kringum mig. Ég get ekki lýst því al- mennilega. Og lengri varð draumurinn ekki. Hinn drauminn dreymdi mig fyrir fjórum mánuðum. Mér fannst ég vera innan um fjölda fólks og hjá mér sat ungur maður. Hann rétti mér gullhring og tók ég silfurhlring af Vinstri hendi (sem ég geng alltaf með í verunni) og setti gullhringinn í staðinn. Hann glansaði svo fallega. Meðan ég virti hann fyrir mér, hugsaði ég, hvað væri asnalegt að trúlofa sig innan um fólk, en fólkið veitti okkur enga athygli. Svaraðu mér fljótt og vel, Póstur minn! Svo þakka ég þér fyrir Vikuna. Hún er skemmti- legasta blaðið sem ég les. Sveitapía. Einhvern vegínn l'innst okkur, að samband sé milli þessara tveggja drauma. Þeir tákna, aS miklar breytingar verði í einka- málum þínum innan skamms. Skíðabrekkan sem allt í einu var orðin fagur- græn táknar, að ástarsam- band takist milli þín og einhvers manns, en fyrstu kynni ykkar verði kulda- leg. Fánarnir, sem svífa í kringum þig eru gæfu- merki. Síðari draumurinn táknar vafalaust trúlofun. Þú óttast að ættingjum þínum líki ekki við manns- efnið, en sá ótti er ástæðu- laus. HAFIZT VERÐI HANDA . . . Póstur góður! Ég var að lesa greinina „Víðar stríð en í Víetnam“ eftir Dag Þorleifsson. Ég er honum hjartanlega sam- mála um öll þau atriði, sem hann tilgreinir. Mér finnst þau öll deginum ljósari. En allir vita, að ein blaðagrein hefur ekki mikil áhrif á yfirvöld þessa lands. Ég leyfi mér að koma með nokkrar tillögur varðandi þetta mál: 1. Að hafin verði hressi- leg áróðursherferð til stuðnings Kúrdistan, Biafra svo og Suður-Týról. 2. Hafizt verði handa og safnað undirskriftum undir skjal varðandi þetta mál, sem síðan yrði sent beint til ríkisstjórnarinnar og þess krafizt, að fsland verji hið undirokaða og kúgaða fólk á vettvangi hinna sam- einuðu þjóða, sem eru reyndar ekki sameinaðri en svo, að það heyrir til stór- tíðinda, ef tillaga kemst í gegnum öryggisráðið. Pétur. J B Ú S L w O Ð SKATTHOL MEÐ SPEGLI OG SKRIFBORÐSPLÖTU. VERÐ KR. 6.900,00. PÓSTSENDUM. BUSLOÐ HÚSGAGNAVERZLUN VIÐ NÓATÚN — SÍMI 18520 NY ELDAVEL, GERÐ 6604, MEÐ 4 HELLUM, STÓRUM STEIKAR- OG BÖKUNAR- OFNI. Yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun, stýrt með hitastilli. Sér- stakt glóðarsteikar eli- ment (grill), stór hita- skúffa, Ijós í ofni. VELJUM ÍSLENZKT- ÍSLENZKAN IÐNAÐ VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI 20. tbl. VIKAN 4 ASTMAR

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.