Vikan


Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 6

Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 6
KAFLI 30. Þegar þau komu upp á pallinn með gyllta handriðinu íéllust Angelique hendur. Spænsku uppreisnarmennirnir, sem Manigault hafði sett á vörð um káetu Ilescators, höfðu brotið í bága við skipanir hans og brotið dyrnar og gluggana. Þeir þráðu að koma höndum yfir þennan húsbónda sem þeir óttuðust og sem þeir höfðu vogað að gera uppreisnina gegn. Að þvi loknu æltuðu þeir að ræna híbýli hans. Einn þeirra Juan Fernandez var þeirra allra óðastur; Rescator hafði einu sinni látið binda hann við bugspjótið fyrir óhlýðni. Hann gerði sér einnig óhugnanlega glögga grein fyrir þvi að meðan Rescator væri enn á lifi gæti hamingjuhjólið snúizt og guð mætti þá vera uppreisnar- mönnunum miskunnsamur; kaðlarnir og stögin myndu svigna undan þunga hengdra manna. Eftir að liafa brotið niður dyrnar biðu þeir eftir að maðurinn fyrir innan gerði vart við sig. Síðan fóru þeir inn með brugnar byssur og eggvopn. Enn gerðist ekkert. Þeir komust inn í miðja, stóra setustoí- una og sáu að hún var auð! Svo mikil varð undrun þeirra að þeir mundu ekki eftir því að láta greipar sópa um auðæfin sem lág-u svo freistandi í kring um þá. Þeir sneru öllum húsgögnunum við, en ár- angurslaust. Hvar faldi þessi hræðilegi maður sig? Gat hann hafa lypp- azt ofan i koparvatnskrúsina sina, eins og reykjalopi? Manigault ruddi út úr sér skömmunum yfir Spánverjana og sparkaði í þá i báðar áttir. Mennirnir reyndu að útskýra hvað gerzt hafði. Þeir höfðu kamið þarna inn, sögðu þeir og þá hafði enginn verið þar. E'f tii vill hafði hann breytt sér í rottu. Af manni eins og honum mátti alls vænta. Svo héldu þeir áfram leitinni. Mercelot gekk yfir að stóra skutglugg- anum, sem Angelique hafði séð sólarlagið gegnum, kvöldið dáfagra, þegar þau lögðu af stað frá La Rochelle. Þau hölluðu sér út og horfðu ofan í kjölfarið. Hann hefði ekki getað flúið þessa leið og þar að auki benti einhver réttilega á að hann hefði ekki getað lokað glugganum á oftir sér að innanverðu aftur. Þau fundu lykilinn að leyndarmálinu i lit.la hliðarherberginu. Þar hafði gólfteppinu verið iyft upp og í Ijós kom hleri í gólfinu. Þeir litu hver á annan í þögn og Manigault varð að halda aftur af sér að tvinna ekki saman formælingum. — Við vitum ekki enn um allar gildrur þessa skips, sagði Le Gall, sem rétt i þessu 'slóst í hóp með þeirn. Það er rétt eins og maðurinn sem lét smiða það. Beiskja og kvíði blandaðist i rödd hans. Angelique tók hann á orðinu. — Þarna sjáið þið! Þið ljúgið að sjálfum ykkur, þegar þið segið að Rescator sé sjóræningi. í raun og veru vitið þið fullvel að þetta skip er hans eign og að raunv-erulega eruð þið og hann jafningjar. Ég et' þess full.viss að hann ætlaði ykur ekkert illt. Gefizt upp nú, áður en þið hafið gengið of langt. Angelique hefði átt að minnast þess hve viðkvæmir þessir menn voru begar heiðurinn var annarsvegar. Þessi síðasta athugasemd hafði verið illa til fundin. — Gefast upp! hrópuðu þeir allir sem einn. Og svo sneru þeir bökum við henni. —• Þið eruð heimskari en ostruhópur sem hefur hengt hengt sig utan á klett, sagði hún 5 örvæntingu. Að rninnsta kosti var Joffrey ekki búin hætta i bili. Það var þó ágætt. En hvað um uppreisnarmennina? Það var með blönduðum kenndum að þeir horfðu á hlerann i harðviðargólfinu. Það var Mercelot sem datt í hug að taka i handfangið og þeim til undrunar opnaðist lúgan auð- veldlega. Kaðalstigi lá ofan í myrkan gang. -- Hann gleymdi að krækja hinum m-egin, sagði Manigault með ár.ægjuhreim. — Hér eru göng sem gætu komið sér vel fyrir okkur líka! Við verðum að ganga úr skugga um að allar leiðir út úr þeim séu lokaðar. — Ég ætla að fara og sjá hvert þau liggja. Einhver kveikti Ijós og maðurinn sem talað hafði kveikti á luktinni ;v~.m hékk við belti hans, tók um kaðalstigann og lagði af stað niður. Það var bakarinn ungi, Maitre Romain, sem hafði svo hugrakkur yf- irgefið La Rochelle snemma hinn minnisstæða morgun, án þess að taka nokkuð með sér nema körfu af snúðum og nýju brauði. Hann var kominn um það bil í miðjan stiga, þegar skot glumdi við ncðan úr lestinni. Þau heyrðu Romain öskra eins og sært dýr, síðan þungan skell, þegar líkami hans féll niður, luktin brot.naði og ljósin slokknaði. — Romain! hrópuðu þau. En það var ekkert svar, ekki einu sinni minnsta stuna. Síðan vildi Berne fara niður kaðalstigann, en Manigault hélt aftur af honum. — Lokið þið þessari lúgu, sagði hann. Og þegar hinir héldu áfram að standa þarna eins og lamaðir sparkaði hann hleranum aft.ur með fætinum og lokaði honum vandlega að ofan- verðu. Nú voru þau að byrja að sjá hvað gerzt hafði. Stríði hafði verið lýst yfir milli þilfars og lesta. — Ég hefði átt að koma í veg fyrir að Romain færi niður, sagði Angelique við sjálfa sig. Ég hefði átt að minnast þess að Joffrey gleymir aldrei neinu og verk hans stjórnast aldrei af tilviljun eða hirðuleysi; hann hugsar allt vandlega til enda. Hann lokaði ekki lúgunni, einmitt til þess að þetta hræðilega atvik skyldi gerast. Óskaplegt brjálæði er í mönnunum að rísa þannig á móti honum og þeir hlusta ekki á neitt sem ég segi. Hún þaut út og horfði annarshugar yfir eyðilegginguna sem blasti við yfir allt þilfar Gouldsboro, sem vaggaði bliðlega á friðsömu hafinu. Einhver kom hlaupandi og á eftir honum spánskir uppreisnarmenn, þeir æptu og það glampaði á rýtingana, sem þeir höfðu þrifið úr beltum sér. Veikburða vera kom í ljós, æddi áfram i hvítum kufli, hélt dauða- haldi í stigana, í tilráun til að sleppa undan ofsækjendum sínum. — Það er hann! Það er hann! Samsærismaðurinn! Tyrkinn! Serkinn! Hann reyndi að svæla börnin okkar! Gamli Arabinn sneri sér við og stóð andspænis ofsækjendum sínum. Meðal þeirra voru fjórir kristnir menn, svartklæddir, af hópi þeirra sem 'kölluðu sig mótmælendur og fjórir Spánverjar að eilífu óvinir Islam. Þetta var virðulegur dauðdagi fyrir son Múhameðs. Þeir slógu hann og hann féll. Mótmælendurnir gengu ekki lengra en Spánverjarnir slógu hann aftur og aftur, blóðþorstinn og aldagamalt hatur i garð Máranna hafði þá á sínu valdi. 7 VIKAN 20-tbl' Angelique kastaði sér inn í þvöguna. — Hættið! Hættið! Heiglar! Þetta er gamall maður! Einn Spánverjanna lagði til hennar hnífi, sem til allrar hamingju skar aðeins aðra ermina og klóraði rétt í hörundið. Þegar Gabriel Berne sá þetta, stökk hann fram og rotaði Spánverjann með byssuskeftinu; hann varð að ógna hinum með byssunni, áður en þeir viku til hliðar. Angelique kraup við hliðina á gamla manninum og ly.fti blæðandi höfði hans. Hún talaði blíðlega til hans á arabisku: — Effendi! Effendi! Þér megið ekki deyja! Þér eruð of langt að hetman. Þér verðið að lifa til að sjá Meknés með rósatrjánum sínum einu sinni enn og Fez, borg gullsins, þér munið eftir henni? Gamli maðurinn opnaði annað augað og hún sá að það glitraði af kialdhæðni. — Fáizt ekki um rósirnar, barriið mitt, muldraði hann á frönsku. — Ég er alinn upp við strendur, sem ekki tilheyra þessum heimi. Hvaða máli skiptir hvar ég er? Sagði ekki Múhameð. ■— Leitið vizkunnar, hvar sem hana er að finna? Hún reyndi að lyfta honum og koima honum inn í híbýli Joffrey de Peyracks en þá sá hún að hann andaði ekki lengur. Þetta var lokaáfallið og Angelique brast i grát. —• Þessi maður var vinur lians, það er ég viss um eins og Osman Faraji var vinur minn. Hann bjargaði lífi hans. Hann læknaði hann. Hefði ekki hann komið til væri Joffrey nú dáinn. Og nú hafa þeir drepið hann. .Hún vissi ekki lengur hvern hún átti að hata og hvern að elska. Menn, allir menn voru lengra gengnir en svo að hægt væri að fyrirgefa þeim. Nú skildi hún hvernig guð í örvæntingarköstum sendi eld yfir borgir og flóð yfir jarðir til að eyða manninum fyrir vanþakklæti hans. Hún fann Honorine þar sem hún sat grafkyrr við hliðina á Sikiley- ingnum, sem lá endilangur, að því er virtist sofandi. Hann var einnig allur. Það var gapandi, rautt sár á höfði hans. — Þeir meiddu Hrúðurkarl, sagði Honorine. Hún sagði ekki að Þeir höfðu drepið hann, en hún skildi hverskonar köldum svefni þessi vinur hennar svaf. Fyrsta orð þessarar litlu stúlku hafði verði blóð. —• Myndi Angelique aldrei heppnast að bjarga henni frá ofbeldis- verkum? — Nei, hvað þú ert i fallegum kjól! hrópaði Honorine. Hvað er skrifað á hann. Eru það blóm? Angelique tók hana i fangið. Hún óskaði þess að hún gæti farið, langt, langt i burtu með dóttur sína. Hve heppnar höfðu þær verið þegar þær þurftu ekki annað en flýja inn í skóginn, víkja af einum vegi og finna sér annan. Hér var engrar undankomu auðið. Þær gátu ekki annað en gengið hring eftir hring á þessu litla skipi, sem áður en langt um liði yrði fullt af líkum, ef svo færi fram sem horfði — og gegndrepa í blóði. — Mamma eru þetta blóm ? — .Tá, þetta eru blóm. — Kjóllir.n þinn er blár og dimmur eins og hafið, svo þetta hljóta að vera sjóblóm. Við myndum sjá þessi blóm ef við færum ofan á botninn á sjónum, er það ekki? — Jú, við myndum sjá þau, svaraði Angelique hugsunarlaust, en af sannfæringu. Það var allt með kyrrum kjörum það sem eftir var dagsins og skipið hélt ljúflega áfram. Það hafði ekkert frétzt til þeirra af áhöfninni, sem höíðu verið lokaðir niðri í skipinu ásamt foringja sínum, Rescator. Uppreisnarmennirnir hefðu átt að vera kvíðnir vegna þess arna, en þeir voru þreyttir eftir orrustuna, sem kom á eftir erfiðri og storma- samri nótt og lágu nú í einskonar letileiðslu. Þeir vildu trúa því að kyrrð hafsins og ástandið um borð myndi endast að eilífu eða að minnsta kosti þar til þeir hefðu tekið land í Vestur-Indium. Angelique sagði við sjálfa sig að mótmælendurnir hefðu sótt sér styrk í heimsku sinni af gömlum vana, táknrænum fyrir lífið í La Rochelle, vananum að búa saman í síógnuðu og mjög nánu samfélagi. Þvi í Frakklandi höfðu þeir eins lengi og nokkurn rak minni til lifað í einskonar laumustríði. Þessvegna þekktust þau öll innbyrðis og vissu um ágalla hvers annars, en engu að síður um sterku hliðarnar og það var þessvegna sem ævin- lega var hægt að nota hvern og einn eins og honum bezt hentaði. Og þessi staðreynd hafði gei't það kleift að leggja undir sig fjögur hundruð tonna sklp með tólf fallbyssuim, þrátt fyrir mikinn liðsmun. En enn Tóðu þeir frammi fyrir þeim vanda að halda uppi aga með tuttugu knönnum, sem höfðu gengið í lið með þeim og svikið Rescator. Það var næstum jafn hættulegt að h.afa þá sér við hlið og að hafa Þá á móti sér. Þeir höfðu ekki farið i launkofa með að þeir álitu sig standa fyrir þessari uppreisn, sem jafngilti þvi að þeirra hlutur ætti að vera fyrstur og mestur, þegar að því kæmi að skipta r.SnsfengnUm. Það hafði verið mikið áfall fyrir þá að sjá Berne fella einn af mönnum þeirra með einu höggi með byssuskeftinu. Þegar þeir sáu að maðurinn var dauðui' hafði þeim tekizt að skilja að þessir nýju húsbændur hefðu hugsað sér að fylgja sínu fast fram og þeir hlýddu skipunum með undirgefni, að minnsta kosti um sinn. En mótmælendurnir urðu að fylgjast með þeim og vera á verði. Eitthvað sem minnt.i á frið færðist yfir þau. Konurnar sneru aftui' til sinnar sýslu og þær ásamt börnunum réttu mönnunum hjálparhönd uppi á þilfari og við að gera við rifin seglin. En þegar kvöldið kom og rökkrið heyrðust dauf múskettuskot hljóma og þegar uppreisnarmennirnir hlupu á þilfarinu ofan við birgðageymsl- una, þar :sem drykkjarvatnið var geymt, sáu þeir að göt höfðu verið skotin á svo til allar tunnurnar og maðurinn sem átti að vera þar á verði var horfinn. Þau höfðu aðeins vatn til tveggja daga. Og í dögum sigldi Gouldsboro inn í golfstrauminn. KAFLI 31. Þau gerðu sér þetta ekki ljóst fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. Angelique heyrði eitthvert umstang og síðan raddir uppreisnar- foringjanna, þegar þeir komu nær henni. — Gott hjá þér, Le Gall var Manigault að segja. — Það var sniðugt hjá þér að nota þetta eina, skýra andartak í allri þokunni, en ertu viss um það sem þú ert. að segja? VIÐ FL6TTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI FRAMHALDS8AGAN 23. HL.UTI EFTIR SERGE 0G ANNE G0L0N - ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★^★★★^★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★-i - EFFENDI! EFFENDI! ÞÉR MEGIÐ EKKI DEYJA! ÞÉR ERUÐ 0F LANGT AÐ HEIMAN. ÞÉR VERÐIÐ AÐ LIFA TIL AÐ SJA MEKNÉS MEÐ RÖSATRJÁNUM SÍNUM EINU SINNI ENN 0G FEZ, BORG GULLSINS, ÞÉR MUNIÐ EFTIR HENNI? ***+***.¥.****+*.iHi¥-¥-¥ ¥-¥•¥++*¥■¥■•¥•¥¥+¥-¥¥*■¥¥■•¥ JF-¥*-¥JF¥¥-¥^**,-¥-¥-¥-¥¥'-¥-¥¥¥JF¥*-¥¥^¥^JF*¥^¥-¥^-¥¥^-¥-¥¥-¥¥^¥-¥^+-¥-¥*¥-¥¥-¥¥'¥'¥-¥JF-¥+ - Fullviss. Jafnvel léttadrengur sem notaði krossboga í staðinn fyrir sextant hlyti að hafa séð það. Síðan, næstum um sama leyti í gær, höfðum víð farið um fimmtíu milur í norðurátt, Þótt vindurinn hafi verið hagstæður og við höfum stýrt vestlæga stefnu. Ég býst við að einhver fjárans straumur reki okkur ómótstæðilega norður á bóginn og við getum ekkert við því gert. Manigault nuddaði sér hugsi um nefið. Mennirnir gættu þess að horfast ekki í augu en allir voru að hugsa um orð Rescators á undan- haldinu: — Nema þið lendið i golfstraumnum. Hefurðu gengið úr skugga um að sá sem var við stýrið í nótt hafi ekki stefnt norður, annað hvort vegna fávísi eða svika. — Eg var við stýrið, svaraði Le Gall geðvonzkulega. — Og Bréage .siðan í morgun. Ég hef þegar sagt bæði þér og Maitre Berne það. Manigault ræskti sig. — Já Le Gall. Við höfum rætt við Maitre Berne, prestinn okkar og aðra í nefndinni um hvað við ættum að gera, þar sem við verðum senn drykkjarvatnslaus. Og úr því að ástandið er ,eins alvarlegt og raun ber vitni verðum við að útskýra það eins ná- kvæmlega og við getum fyrir konum okkar og biðja þær álits um hvað við eigum aö gera. Angelique stóð álengdar og hlustaði og þegar hún heyrði þetta fór hrollur um hana og hún varð að bíta á vörina til að grípa ekki fram í. Henni létti þegar hún heyrði Madame Manigault segja nákvæmlega það sem hún var að hugsa. — Álit okkar? Þið virtust ekki hafa miklar áhyggjur af þvi áður en þið gripuð til vopna og lögðuð undir ykkur skipið. Það eina sem þið minntust á við okkur var að halda okkur saman, hvað sem gerðist, og nú þegar allt hefur gengið úrskeiðis komið þið aftur og leitið ráða hjá okkur fáráðlingunum. Ég þekki ykkur karlmennina. Þið hagið ykkur alltaf svona. Þið hagið ykkur alltaf eftir eigin geðþótta. Það hefur oft reynzt jafn gott að ég væi'i til staðar til að gera eins gott úr oi'ðnum skaða qg auðið er. Ilvað áttu við, Sara ? mótmælti Manigault með ýktri undrun. — Varst það ekki bú sem varaðir mig hvað eftir annað við því að Rescator ætlaði ekki með okkur á hinn rétta ákvörðunarstað? Þú sagðist hafa það á tilfinningunni. Og nú lýsirðu þvi yfir að þú sért á móti þeim mðstöfunum sem við gripum í því skyni að ná Gouldsboro í okkar hendur. Ég hef alla tið verið á móti þeirri ráðstöfun, sagði frú Manigault ák.veðin í bragoi, án þess aö óttast hið minnsta að vera álitin sjálíri niér ósamkvæm. — Ég býst við að þú hefðir heldur kosið að vera seld til Quebec, :sem Jandnemakerling? öskraði Manigault og virti konu sína fyrir sér írá hvirfli til ilja, særður í bragði. — Og hversvegna ekki? Það eru ekki verri örlög en við eigum nú i vændum vegna þinna venjulegu, heimskulegu hugmynda. Lögfræðingurinn Carrére greip snakillur fram í. — Þetta er ekki tími til að vera með tvíræða brandara, né heldur hjónaerjur. Við erum komnir til að ræða við ykkur, konurnar okkar, svo við getum tekið ákvörðun með fullu samþykki alls safnaðarins eins og venja okkar hefur verið frá fyrstu dögum siðbótarinnar. Hvað eigum við að gera? - 1 fyrsta lagi gerið við þessa brotnu hurð, sagði Madame Carrére. VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI — Það er sífelldur gegnumtrekkur hérna inni og börnin eru öll að kvefast! — Þarna er konunum rétt lýst með alla sina smásmygli! Þessi hurð verður ekki bætt, þrumaði Manigault, frávita af bræði einu sinni enn. — Hve mörgum sinnum hefur hún verið brotin niður, frá Því við lögðum af stað. Tvisvar eða þrisvar? Það eru hennar forlög, það er tilgangslaust að negla meira á hana, þegar tíminn er svo naumur og dýrmætur. Við verðum að taka land innan tveggja daga eða .... — Hvaða iand? — Þar stendur hnífurinn í kúnni. Við vitum ekkert hvaða land er næst. Við vitum elcki hvert þessi straumur hrekur okkur. Hvort við nálgumst eða fjarlægjumst byggð svæði, né hvar við getum farið í land og fundið vatn og fæðu. Við vitum alls ekki hvar við erum, sagði hann. Það varð djúp Þögn. — Og þar við bætist hélt hann áfram, ■— að við erum í stöðugri hættu af Rescator og áhöfn hans. Til þess að flýta fyrir rás atburðanna héfur mér dottið í hug að svæla Þá út með því að kasta bitum af brennandi tjöru niður til þeirra, eins og gert er til að lækka rostann í negrunum, þegar eitthvað bendir til Þess að uppreisn sé í nánd á þrælaskipunum. En þótt hann hafi reynt þessa aðferð á okkur finnst mér hún of smánarleg til þess að menn af okkar tagi grípi til hennar. — Af hverju segirðu ekki hreint út að niðri hjá þeim séu nægilega mörg opnanleg kýraugu til þess að tilraun ,þín til þess að svæla Þá út sé vonlaus? sagði Angelique, sem gat nú ekki lengur haldið aftur af sér. — Já, svo er það líka, sagði Manigault og lét svo litið að samsinna henni. Hann gaut til hennar hornauga og hún fann ekki betur en að hann gladdist yfir að hún var ennþá á meðal þeirra og enn með öllum mjalla. Þar bætist svo enn við, hélt Manigault áfram, — að mennirnir í lestunum hafa kömizt yfir einhver vopn og skotfæri. Að sjálfsögðu ekki nógu mikil til að láta til skarar skríða á móti okkur, en nóg til að gera okkur erfitt fyrir og halda aftur af okkur, ef við reyndum að yfirbuga þá með því að ráðast niður til þeirra. Það yrði mjög erfitt verk. Við reyndum að bora gegnum göngin sem akkeriskeðjan er í, en því imiður rákumst við á eitilharðan varnarvegg úr bronsi. — Sem vafalitið hefur verið komið fyrir með uppreisn um borð í huga, bætti Angelique við. Að sjálfsögðu gætum við reynt að komast í gegnum bronzplöturnar með fallbyssunum eða naglabyssum, en skipið varð fyrir of miklum skakkaföllum í storminum um daginn, til þess að við gætum átt á hættu að gera illt verra og sökkva með þvi. Og þar að auki megum við ekki gleyma því að nú er það okkar og Rescator .. *. aftur gaut hann auga á Angelique: Framhald ó bls. 45. * 0 * 0 20.tbi. VIKAN 6

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.