Vikan


Vikan - 10.10.1968, Qupperneq 5

Vikan - 10.10.1968, Qupperneq 5
skyldaðir til að greiða háa upphæð, minnst fimmtíu þúsund, strax við fæðingu barnsins, og síðan séu þeir látnir greiða 1500 krónur mánaðarlega, eins og nú tíðkast. Þetta er alls ekki óréttlátt, þegar maður hugsar um það, og gæti meira að segja orðið til þess að bæta siðferðið í landinu og fækka lausa- leiksbörnunum. É'g er sannfærð um, að ef einhver ungur og efni- legur stjórnmálamaður vildi gera þessa hugmynd að baráttumáli sínu, yrði hann kosinn á þing á auga- bragði. Hvert er álit þitt á þess- ari hugmynd, Póstur góð- ur? Með kveðjum, Ein siðavönd. Jú, hugmyndin er býsna góð, en hvort liún er fram- kvæmanleg effa ekki, skal ósagt látiff. Kannski leiðir hún aðeins til þess, aff vist- mönnum á Kvíabryggju fjölgi stórlega. En hún kynni líka aff geta bætt siffferffiff í landinu, og það er vissulega mikils vert. Allavega er hugmyndin vel þess virði, aff henni sé komiff á framfæri, og viff gerum þaff hér meff. AÐ BERJAST í ÞÁGU RÉTTLÆTISINS Kæri Póstur! í síðasta tbl. Vikunnar skrifar hr. G. Gr. grein, þar sem vikið er að svo- kölluðum glæpaþáttum í sjónvarpinu. Hann virðist halda, að aðalsöguhetjurn- ar í þessum þáttum séu harðsvíraðir glæpamenn, en svo er nú alls ekki. Þetta eru allt menn, sem berjast eða þykjast berjast í þágu réttlætisins, en auð- vitað er ekki hægt að berj- ast, án þess að einhver meiði sig, og venjulega eru það glæpamennirnir, sem fá harðasta útreið. Ég viðurkenni fúslega, að auðvitað er óhollt fyrir lítil börn að horfa á allar þessar barsmíðar. Samt held ég, að börn yfir 8 ára aldri ættu ekki að bíða neinn skaða af því að horfa á svona myndir. Og á þeim heimilum, þar sem horft er á alla dagskrána, horfa börnin meira á glæpaþættina svokölluðu, einfaldlega vegna þess, að þeir eru skemmtilegri en allir þessir fræðslu-, sam- tals-, frétta- og skemmti- þættir. Það er tóm vitleysa, að börn geti orðið sadistar og fleira í þeim dúr af því að horfa á glæpa- og bar- smíðamyndir í sjónvarp- inu. Það hafa alltaf verið til sadistar á meðal barna, hvort sem sjónvarp hefur verið eður ei. Ég man, að þegar ég var sjö ára, þá var óaldaflokk- ur í nágrenninu, sem var skipaður drengjum frá 7 upp í 12 ára. Þeir óðu um með hnífa í slíðrum og teygjubyssur og stálu og eyðilögðu og komust jafn- vel undir hendur lögregl- unnar. En þá var ekkert sjónvarp til að hafa að fyrirmynd, heldur voru strákarnir svona, af því að þeir voru illa uppaldir eða höfðu þetta hreinlega frá foreldrunum sjálfum. Er ekki hollara að börn- in fái útrás fyrir sadisma sinn við sjónvarpið, með því að æsa sig upp við það og verða spennt? Það eina, sem ég held, að sjónvarpið geti gert illt, er að það hefur slæm áhrif á augun og er mikill tímaþjófur, aðallega fyrir börn á skóla- skyldualdri. En ég held, að það komi ekki að mikilli sök, því að núna er sjón- varpið farið að verða svo lélegt, að það er engin hætta á svoleiðis tíma- þjófnaði, nema kannski hjá þeim, sem geta séð kanann. Ég held, að nú sé nóg komið. Ég vil að lokum taka fram, að ég horfi mik- ið á sjónvarp, en tel mig ekki hafa skaðazt á því. Ég er 16 ára og þótt ég hafi horft mikið á sjónvarp, tel ég t. d. stafsetningu mína ekki neitt lélega, heldur góða. Yðar einlægur, Dr. X. Þaff er hverjum manni frjáist aff hafa sína skoffun í lýðræffisþjóðfélagi. Lík- lega þykir hinum unga doktor „gamaldags“ aff taka tillit til vísindalegra rannsókna, en eins og áff- ur hefur komiff fram hafa slíkar rannsóknir leitt ótvírætt í ljós, aff glæpa- myndir hafa mjög skaffleg áhrif á börn. Og við höf- um meira álit á vísindum nútímans en hinum unga Dr. X, — jafnvel þótt hann sé góffur í stafsetningu. SJÁLFVIRK ÞVOTTAVÉL 4 KG. SJÁLFVIRK ÞVOTTAVÉL 5 KG. KÆLISKÁPAR FIMM STÆRÐIR AFBORGUNARSKILMÁLAR Snorrabraut 44 - ReykjavíK Pósthólf 119 - Símar 16242 - 15470 40. tbi. VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.