Vikan - 10.10.1968, Síða 11
í „þykjastbílnum" innanhúss stóðu kon-
urnar sig enn betur. Ökumennirnir áttu að
stýra svörtum punkti um tilbúna „götu“,
sem birtist á skermi fyrir framan þá. Kon-
urnar gerðu færri skyssur en óku of hægt.
Cm nætur féll blóðþrýstingur karla örar
en kvenna. Blóðrás kvennanna stóð sig bet-
ur en karlanna.
Eftir hverja ökuferð var spenna hnakka-
vöðvanna mæld. Konur fengu frekar verki
bak og hnakka en karlar.
milli 25 og 30 ára, og undirgengust rækilega læknisskoðun,
áður en rannsóknin hófst. Ekið var á lokaðri keppnisbraut,
þar sem góð aðst.aða var til að mæla og prófa öll viðbrögð
ökumannanna og slysahætta var eins lítil og mögulegt var.
Ökumennirnir óku fyrir hádegi og á nóttunni 300 km í
hvert sinn i Ópel, Mercedes eða Ford, en bæði fyrir og eftir
akstur, sem sagt óþreyttir og þreyttir, voru þeir látnir aka
tvo hringi í þar til gerðum mælitækjabíl, þar sem eftirfar-
andi var mælt nákvæmlega.
Rúmtak þess lofts, sem hver um sig andaði frá sér.
Kolsýruinnihald þess.
Blóðþrýstingur, einnig styrkur lungna og blóðrásar.
Heilastarfsemi (heilalínurit, EEG), til að kanna þreytu-
merki heilans.
Þar að auki voru gerðar viðbragðs prófanir og einbeit-
ingarprófanir og þvagprufa tekin. í þvagið safnast „þreytu-
efni“ (katecholamine).
Karlarnir fjórir voru þjálfaðir ökumenn. Við viðbragðs-
próf á morgnana stóðu þeir sig 17% betur en konurnar. Eftir
fjórar klukkustundir sljóvgaðist viðbragðsflýtir þeirra um
.7.8%, en konurnar urðu 14% viðbragðsfljótari. Konurnar fóru
einkar varfærnislega fyrstu hringina á akstursbrautinni.
Karlarnir voru freklátari og gáfu víða í, þar sem konurnar
hemluðu. Þeir, sem að rannsókninni stóðu, urðu að draga úr
keppnistilhneygingu karlanna með því að bregða upp fyrir
þá skilti, sem á stóð: HÆGAR!
Nokkurt vandamál var, hvernig reikna skyldi fyrirhöfn
ökumannanna. Ákveðið var, að telja saman allar hraðabreyt-
ingar hvers um sig. Um þetta var myndað nýyrði, sem nán-
ast mætti þýða „stjórniðni“.
Eftir þriggja stunda akstur hafði stjórniðni karlanna rýrn-
að um 11%, en öllum á óvart jókst stjórniðni kvennanna um
10%. Þær höfðu þjálfazt í akstrinum og voru að njóta akst-
ursins og hafa gaman af honum, en karlarnir voru greini-
lega orðnir leiðir á honum.
Um næt.ur var þessi munur enn áþreifanlegri. I upphafi
næturaksturs óku karlarnir mun betur. Eftir tvær klukku-
stundir var blóðrás þeirra orðin mun tregari. Konur sýndu
sig hins vegar vera bezt vakandi og viðbragðsfljótastar á
þeim tíma, sem körlunum var erfiðastur, milli tvö og þrjú
um nóttina. Blóðþrýstingur þeirra jókst: Hjartað dældi meira
blóði út í útliminua. Þar að auki fóru allar konurnar, með-
vitað eða ómeðvitað, eins að og brugðust rétt við, þegar þær
fundu til þreytu eða urðu varar við einhverja hættu: Þær
einbeittu sér að fullu að akstrinum en hreyfðu útlimina
eins mikið og þær gátu, og juku þannig blóðrásina um þá.
Þetta gerði hin værukæra karlþjóð mun síður.
Tvær kvennanna hættu akstri um nóttina, áður en öku-
ferðin átti að vera á enda. Önnur, húsmóðir á 25. viku
þungunar, taldi sig of þreytta til að aka lengur. Hin, sauma-
kona að starfi, hafði sofið illa um nóttina áður og hjá henni
fundust þreytumerki við morgunrannsókn. Tveggja stunda
svefn um miðjan daginn nægði ekki til að gera hana af-
þreytta. Hálftíma áður en próftímanum lauk, sofnaði hún
bókstaflega í prófunarvagninum. Læknirinn, sem prófaði
hana, varð að grípa með snarræði í stýrið, til að koma í veg
fyrir, að bíllinn þyti út af.
Ennfremur voru ökumennirnir prófaðir í kyrrstæðum tækj-
um, þar sem hægt var að búa til ýmsar ökuaðstæður á skermi
en þeir sátu undir stýri, og allar þeirra gerðir og viðbrögð
komu fram á línuriti. Þessi prófunartæki eru ekki alls ólík
„linktækjum" þeim, sem notuð eru til að kenna og þjálfa
blindflug. Þar tefldu konm-nar síður á tvær hættur og
gerðu færri skyssur en karlmennirnir. Þær „óku“ hins vegar
oftast mun hægra en þær gerðu i „alvöru“ bílum og það dró
þær niður, svo að útkoma kynjanna varð nokkuð jöfn úr því
prófi.
Þótt konurnar sýndu mikið þol við akstur yfirleitt og
tækju körlunum fram um stjórniðni, versnaði ökuhæfni
þeirra til stórmuna, þegar dró að tíðum. Prófessor Heller,
kvens.iúkdómasérfræðingur í Frankfurt, sagði um þetta at-
riði: — Margar konur forðast, án þess að gera sér fulla grein
fyrir ástæðunni, að setjast undir stýri, þegar tíðir nálgast
og meðan á þeim stendur. Þær verða örar í skapi, eiga erfitt
með að einbeita sér og uppstökkar. Oft eru síðustu dagarnir
fyrir tíðir verri en hinir eiginlegu tíðadagar. Hæfni og þrek
kvennanna er langmest fyrstu vikuna eftir tíðir. Þessu valda
hormónabreytingar í líkamanum, en starfsemi hormónanna
ásamt blóðsókn til móðurlífsins og blóðmissir, meðan á mán-
Framhald á bls. 41
40. tbi. VIKAN 11