Vikan


Vikan - 10.10.1968, Page 12

Vikan - 10.10.1968, Page 12
Það kom að því einn morguninn, síðast í september, að Ann frænka gat ekki lengur fylgt fram þeirri virðingu að vera elzt af fjölskyldunni. Læknir var sóttur, hann leit á gamalt andlitið og sagði að fröken Forsyte hefði liðið inn í eilífðina um nóttina. Juley og Hester, systur hennar, voru óhuggandi. Þær höfðu aldrei hugsað út í það að Ann myndi enda líf sitt á þennan hátt, höfðu yfirleitt ekki hugleitt að allt tæki enda. Innst inni voru þær hálf móðgaðar yfir því að hún hafði yfirgefið þær, án þess að kveðja, og án þess að heyja dauðastríð. Það var alls ekki líkt henni. Síðari hluta dagsins komu þrír bræðranna, til að kveðja þá látnu. Undir hvítt lakið hafði verið breytt teppi, því nú þurfti Ann á ennþá meiri yl að halda, en meðan hún lifði. Koddarnir höfðu verið fjarlægðir, og hún lá þráðbein, jafn keik og hún hafði verið alla sína ævi. Swithin leit aðeins andartak á systur sína og flýtti sér svo út, honum leið ekki rétt vel. Það brakaði í stiganum imdan þyngd hans, þegar hann gekk niður. Hann steig, með, erfiðismunum upp í vagn, og svo var honiun ekið heim til sin, þar sem hann sat í sama stólnum allt kvöldið, án þess að hreyfa sig úr stað. Hann var lika lystarlaus við miðdegisverðinn, gat aðeins komið niður einni akurhænu og hálfri flösku af kampavíni ... Jolyon stóð aftur á móti lengi við fótagaflinn á rúmi Ann, með krosslagðar hendur. Ann var háöldruð, en nú hafði dauðinn tekið hana í sína arma, dauðinn kom alltaf, fyrr eða síðar. Andlit Jolyons var sviplaust og augnaráðið fjarrænt. James var sá af systkinunum sem sýndi mesta hryggð. Tárin runnu niður hrukkóttar kinnar hans. Hvert átti hann nú að snúa sér með vandamálin? Það var ómögulegt að tala við Juley og Hestar kom ekki til greina. Hann fann að það yrði langt þangað til hann jafnaði sig eftir þetta áfall. Veturinn var mildur. Síðast í apríl var húsið við Robin Hill komið undir þak, og nú gat Soames séð hvað hann hafði fengið fyrir peningana sína. Hann hafði farið til Robin Hill oft á viku, til að fylgjast með byggingunni, og hann gat rölt innan um allt draslið tímum saman, en hann gætti þess vandlega að óhreinka sig ekki. Hann læddist varlega í gegnum hálfgerðar dyragættir og í kringum súlurnar í húsagarðinum. 30. apríl fór hann þangað til að athuga reikningana. Þeir lágu tilbúnir í tjaldinu sem Bosinney hafði reist handa sjálfum sér, meðan á byggingunni stóð. Það leið góð stund, áður en Soames leit upp úr reikningunum. — Ég skil þetta hérna ekki vel, sagði hann. — Útgjöldin verða næstum 700 pundum meiri en áætlað var. Ef þetta væru tíu til tólf pund, hér og það, myndi ég ekki segja neitt. En 700 pund .... — Ég hef oft skýrt þetta fyrir yður, ég sagði að það gætu orðið ýms aukaútgjöld, svaraði Bosinney snöggt. — Og svo komið þér og gerið mér lífið leitt með nöldri. Þér viljið fá meira en allir aðrir fyrir peningana yðar. Nú eignist þér hús, sem þér getið verið hreykinn af, og eruð svo að refjast um hvað það kostar. Soames varð hugsandi, því hann vildi alls ekki standa í neinum útistöðum við arkitektinn á þessu stigi málsins. Það var fyrst og fremst Irene kona hans, sem hann varð að hafa í huga. Hún hafði verið svo undarleg í seinni tíð, að Soames hafði það á tilfinningunni að hún væri ekki fráhverf tilhugsuninni um að flytja í þetta hús, vegna þess eins að hún var svo hrifin af Bosinney. Soames sá greinilega fyrir sér afleiðingarnar af því ef hann lenti í ósamkomulagi við arkitektinn: Irene yrði reið, hús- ið yrði aldrei klárað og hann sjálfur yrði að athlægi innan fjöl- skyldunnar. — Jæja, jæja, þá tölum við ekki meira um það, sagði hann URDMTTUR ÚR SKflLDSÖGU JOHNS GALSWORTHY 2. HLUTI Það gat ekki verið' neinn fótur fyrir þeim orð- róm, sem gamli Jolyon hafði heyrt, og sem hann vissi að gerði June óhamingjusama. En það sáu allir ástríðuna, sem lýsti úr augum Bosinn- eys, þegar Irene var einhversstaðar nálæg, - og hjá Soames, manninum hennar var einhver óskiljanleg óró orðin að hatri á þessum manni, sem nú var að ræna því dýrmætasta sem hann átti...... Soames Forsyte o u Ircne konan hans. » Systurnar voru liált móðgaðar yfir því að Ann hafði yfirgefið þær, án )>ess að kveðja, og án þess að heyja dauðastrið. 12 VIKAN 40- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.