Vikan


Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 16

Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 16
& „Þessar skelfilegu bækur eiga sök á dauða hans að mín- um dómi,“ sagði fröken Mac- key við leynilögfeglumann- inn. „Óbeint að sjálfsögðu,“ bætti hún síðan við. „Ég er frjálslynd í skoðunum og alls ekki hleypidómagjörn, það get ég fullvissað yður um. En ég álít, að bókaútgefendur hafi ábyrgðarmiklu hlutverki að gegna. Hafið þér séð þetta rusl, sem er til sölu í hverjum einasta söluturni og bókabúð á hverjum einasta degi?“ Útlit hennar bar ekki vott um, að hún væri frjálslynd í skoðunum. Leynilögreglumað- urinn virti hana fyrir sér; horfði á hvernig skjannahvít- ar hendur hennar handléku fíngerða postulínsbollana. Hann fór að velta því fyrir sér, hvernig það væri að vera orðinn jafn gamall og fröken Maekey. Honum var farið að þykja vænt um hana, þótt þau hefðu ekki þekkzt nema ör- skamman tíma. Hann vissi ekki hvers vegna. Hún líktist alls ekki móður hans, svo að ekki gat það stafað af því. Og hún var heldur ekki lík systrum hans og frænkum. Ef til vill var það einmitt þess vegna, sem honum þótti vænt um hana; af því að hann hafði aldrei áður kynnzt gamalli konu af þessu tagi. Honum leið vel í návist hennar. Hann naut þess að drekka kaffi úr fallegu postulínsbollunum hennar. Hann gleymdi í svip erindi sínu, sem var engan veginn ánægjulegt. „Svo að ég haldi áfram að tala um herra Higgins," sagði hún á sinn blíða og við- kvæmnislega hátt. „Hann er gott dæmi um það, sem ég álít. Ef hann hefði ekki lesið þessar bækur, þá hefðu þess- ar syndsamlegu hugsanir al- drei kviknað í brjósti hans og þá væri hann líklega enn í tölu lifenda á þessari stundu." Leynilögreglumaðurinn lét bollann frá sér. „Ég skil ekki...“ hóf hann máls, en hún vissi hvað hann ætlaði að segja, greip frammí fyrir honum og tók að útskýra nánar kenningu sína. „Hann var alltaf með eina af þessum skelfilegum bókum í frakkavasa sínum. Þér vitið, þessar bækur með þessum voðalegu myndum framan á. Hann notaði hvert tækifæri til að lesa þær. Ég sá oft til hans. Og allar þessar sóðalegu sorpbókmenntir ýttu undir lægstu hvatir hans. Hann var orðinn sjúklega forvitinn, tak- ið eftir, ungi maður, sjúklega forvitinn.“ Hún rétti honum disk með smákökum, en hann afþakk- aði. „Hvers vegna haldið þér annars, að honum hafi dottið í hug að fara að kíkja á glugg- ann hjá mér?“ „Hann hefur kannski haft innbrot í huga,“ sagði leyni- lögreglumaðurinn, en fröken Mackey fannst það fráleit hugmynd. „Tóm vitleysa," sagði hún og hristi höfuðið. „Hann var umsjónarmaður hér í húsinu og hafði þar af leiðandi lykla að öllum íbúðunum. Og auk þess vissi hann, að eftir há- degið á hverjum fimmtudegi fór ég í bókaklúbbinn minn. Og hann vissi líka, að fyrir hádegi á föstudögum fór ég í bæinn til að gera innkaup til helgarinnar. Hann hafði þess vegna nóg tækifæri til að komast inn í íbúðina mína, ef hann hafði í huga að brjótast inn og stela einhverju. Nei, það sem var að hjá honum, var þessi sjúklega forvitni hans á sviði kynferðismála. Og það var sektarmeðvitund- in, sem gerði það að verkum, að hann dó, vesalingurinn. Þegar ég sá hann og æpti af öllum kröftum, þá klifraði hann út um gluggann. Það var engu líkara en hann hefði misst vitið. Sektarkenndin var upp- máluð á andliti hans. Þetta var í rauninni heiðarlegur maður. Hann mátti ekki vamm sitt vita. Þess vegna skammaðist hann sín svona hræðilega mikið, þegar ég stóð hann að verki.“ Ég gat ekki varizt því að glotta svolítið, þegar mér varð hugsað til þess, að fröken Mackey fannst líklega ekkert athugavert við það, að herra Higgins skyldi kíkja á gluggann hjá henni, en ekki hjá einhverri af hinum fjöl- mörgu ungu og girnilegu stúlk- um, sem bjuggu í húsinu. „Jæja, fii ég vil ekki trufla yð- ur lengur,“ szgði leynilögreglu- maðurinn og stcð á fætur. „Þér hafið verið fja’-ska vingjarnleg- ar við mig og reynt að hjálpa mér eftir beztu getu. Og þér hljótið að vera þreyttar eftir þetta leiðinlega atvik. Ég þakka kærlega fyrir kaffið.“ Hún fylgdi honum til dyra. „Þér eruð alls ekki eins og ég hafði hugsað mér, að leynilög- reglumenn væru. Þér eruð svo ungur og einstaklega kurteis. Þér eruð sannarlega geðfelldur mað- ur.“ Leynilögreglumaðurinn stanz- aði andartak og varð hissa. Lík- lega hefðu foreldrar hans og systkini brosað í kampinn, ef þau hefðu heyrt þetta. Þau höfðu alltaf haft áhyggjur af því, hversu illa hefði tekizt til að kenna honum almenna kurteisi og mannasiði. Geðfelldur, hafði hún sagt. Orðið hljómaði fallega. Hann var samt feginn, að enginn skyldi hafa heyrt ummæli þessarar gömlu og góðlyndu konu. Westerberg beið niðri í and- dyrinu. „Jæja, hvernig gekk?“ spurði hann. „Þetta er ósköp vingjarnleg og góðhjörtuð, gömul kona.“ „Sem hrindir umsjónarmann- inum út um gluggann! Ja, sér er nú hver góðmennskan!“ Leynilögreglumaðurinn gekk á undan út að bílnum. Honum fannst hann hafa ástæðu til að verja málstað hennar: „Hvernig er hægt að slá því föstu, þó að nokkrar manneskj- ur hafi heyrt hana skamma um- sjónarmanninn fyrir að lesa ó- siðlegar bækur? Þótt hún hafi gert það, er ekki þar með sagt, að hún hafi myrt hann. Hún við- urkennir, að hún hafi rætt við hann um bækurnar. Hún segist hafa gert það vegna hans sjálfs. Hún taldi skyldu sína að gera það.“ „Hún ógnaði honum," and- mælti Westerberg. „Hann sagði íbúum í húsinu frá því og auð- vitað leit hann á það, sem hvert annað grín. Hún hafði sagt við hann, að honum yrði refsað, ef hann héldi áfram að lesa þessar sóðalegu bækur. Hún sagði líka, að hinar saurugu hugsanir hans sæjust á andliti hans. Kerlingin hlýtur að vera stórbiluð." „Þetta er gömul og góðlynd kona, sem vill að heimurinn sé jafn góður og hún sjálf. Það er hlægilegt að ímynda sér, að hún hafi framið glæp. Við verðum okkur til athlægis, ef við höldum þessu áfram.“ Hann hugsaði um gömlu frök- en Mackey á meðan hann rakaði sig um kvöldið. Hann snæddi kvöldverð með vinkonu sinni og talaði ekki um annað en þessa gömlu konu. Um nóttina dreymdi hann, að hann væri að heyja ein- vígi undir eikartré. Þegar hann mætti til vinnu sinnar morguninn eftir lá skýrsla á borði hans. Og í stól út við gluggann sat Westerberg og drakk kaffi. Þegar hann hafði lesið skýrsluna til enda, sat hann góða stund og starði framfyrir sig. „Ekki var ég svona ungur og einfaldur, þegar ég var á þínum aldri, sagði Westerberg loks. — Viltu að ég fari og sæki þá 16 VIKAN 40-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.