Vikan


Vikan - 10.10.1968, Síða 19

Vikan - 10.10.1968, Síða 19
UM SÆNSKA FLUGKAPPANN CARL GUSTAF VON ROSEN, SEM HLOT- IÐ HEFUR HEIMSFRÆGÐ FYRIR AÐ FLJÚGA MEÐ BIRGÐIR TIL BÍÖFRU. NÚ ER HANN ( LEIÐANGRI TIL AÐALSTÖÐVA SAMEINUÐU ÞJÖÐANNA TIL AÐ FÁ ÞÆR TIL AÐ STÖÐVA ÞJÓÐARMORÐÍÐ í BÍÖFRU, SEM FLESTIR AÐRIR HEIMSBÚAR HORFA AÐGERÐALAUSIR A í SJÓNVARP- INU - AÐEINS TÆPUM ALDARFJÖRÐUNGI Meðan von Rosen dvaldi ( Stokk- hólmi, gerði hann allt hvaS hann gat til að fó landa sína til stuðn- ings Bíöfrumönnum. Kortið ó borðinu er af Bíöfru. Von Rosen og óhöfn hans í Bí- öfrufluginu. Talið frá vinstri: Allan Wilhelmsson, loftsiglinga- fræðingur, Claes Smith, höfuðs- maður, von Rosen, Bengt Lind- wall, höfuðsmaður, Olle Svens- son, flugverkfræðingur og Bert Löfdahl, vélamaður. var heimagangur í höll Haile Sel- assies Eþíópíukeisara. Og raunar stóðu allar hugsanlegar hallardyr honum opnar eftir að hann fékk orð á sig sem flugmaðurinn, sem alltaf gerði það sem ekki var hægt. Honum hafði ef til vill dottið það í hug þegar, er hann flaug sjúkra- flugvél í Eþíópíu í stríði þess ríkis við Ítalíu á þriðja áratugi aldarinn- ar og sá brennd börn og fólk sem orðið hafði fyrir eitrun af sinneps- gasi. Þá heyrði hann félaga sína segja að ekki mætti minnast á þetta með gasið, því það gæti skaðað álit Þjóðabandalagsins ef fréttist að eitt ríkjanna í því notaði þesskonar vopn. — Mér fannst þetta hörmulegt hneyksli og hugsaði sem svo: bara ef maður mætti nú gefa líf sitt til að reyna að breyta einhverju. Og það hefur von Rosen gert. Nú reynir hann, með því að leggja sig allan fram sjálfur, að rífa Sam- einuðu þjóðirnar upp úr þv! glæp- samlega aðgerðaleysi, sem einkennt hefur hátterni þeirra í Bíöfrumálinu. Um það segir hann: — Ég get ekki komið miklu til leiðar sjálfur, hinn gífurlegi boð- skapur sem ég flyt er mér ofviða. En ég læt einskis ófreistað til að þessu neyðarkalli verði hlýtt áður en það verður of seint. Hver dagur er dýrmætur. Þessi maður, sem reynir að bjarga heilli þjóð, hóf lífið sem aðals- slæpingi. Hann fæddist í höll og faðirinn var milljónari. Meira að segja fékk hann að skera tertuna þegar Ingrid drottning gifti sig. Hann elti hvert pils sem hann sá og var tvívegis kvæntur áður en þau Gunvor tóku saman. Engum datt í hug að það stæði lengi, en nú hafa þau haldið silfurbrífekaup hátíð- legt. Hann segir af sannfæringu: Gunvor er minn betri helmingur. Ahuginn fyrir vélum reif hann upp úr ómennsku æskuáranna. Hann kastaði um tíma sínu fína nafni og nefndi sig þess i stað aðeins Eric- son; við nafn hans ( símaskránni stendur nú aðeins flugstjóri. Greifa- titilinn og heiðursmerkin notar hann aðeins þegar það getur komið að gagni í mannúðartilgangi, og hann lítur svo á að erfðir titlar heyri sögunni einni til. Raunar finnst hon- um hæpið að menn eigi yfirleitt að erfa nokkuð. „Að minnsta kosti ekki annan arf en þann, sem felst í menntun og uppeldi". EFTIR DAGA HITLERS. Sem flugmaður var hann fyrst fífldjarfur hrekkjalómur, átti það til að steypa sér yfir skemmtigarða fulla af fólki og látast hrapa. Nú leggur hann sig í hættu í fullri alvöru. Áður en hann hóf Bföfru- flugið taldi hann fimmtíu prósent líkur á því að hann yrði skotinn niður. Mest óttaðist hann að Bíöfru- menn sálfir skytu hann niður í mis- gripum, þar eð flug hans var ekki auglýst og þeir voru ekki vanir að sjá aðrar flugvélar en þær, sem Nígeríumenn sendu til árása. Hann hefur verið kallaður hetja en finnst sjálfum litið til um það — Hetja er maður eins og faðir Byrne, segir hann. Sá er írskur prestur og kaþólikki og stjórnandi hjálparstofnunarinnar Caritas á Fernando Po. Hann hættir áliti sínu og stöðu sinni innan kirkjunnar fyr- ir það sem hann telur rétt. Hann tók að sér að kosta flug okkar til Bíöfru. Látum vera að við flugum án annarrar þóknunar en fyrir kostnaði. En hann gat ekki borið málið undir nein kirkjuleg yfirvöld. En hann gerði hiklaust það sem hann gerði. Von Rosen hafði allt frá barn- Framhald á bls. 36. 40. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.