Vikan


Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 25

Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 25
EFTIR HUNTER DAVIES 4. HLUTI EINKARÉTTUR Á ISLANDI VIKAN Slysið varð í Menlove Avenue, rétt i'yrir utan luisið, ])ar sem Mimi átti heima. „Eg var vön að fylgja henni á stöðina, þar sem stræt- isvagninn stanzar,“ segir M'iini. „En þetta kvöld fór hún snennna. Klukkuna vantaði ekki nema tuttugu mínútur í tíu. Og hún fór ein. Andartaki síðar heyrði ég hræðilegt angistaróp. Ég þaut út. Það haði verið ekið yfir hana rétt fyrir utan lnisið mitt. Hún dó sam- stundis. Ég sagði engum frá, hvar staðurinn væri. Við þurftum að ganga þarna íramhjá á hverjum einasta degi. En í mínum augum er Júlía ekki dáin. Ég hef aldrei komið að gröf hennar. Eg hef heldur aldrei komið að gröf móður okkar. Þær voru mér svo hjartfólgnar. Þær Jifa báðar enn í mínum augum.“ Pete Shotton, vinur Johns, segir, að dauði móður lians hafi verið rnjög þungt áfall fyrir Jolin. „En hann lét ekkert á því bera. Hann er ekki einn af þeim mönnum, sem láta hinar réttu tilfinningar sínar í ljós. Hann minntist aldrei á Júlíu einu orði, eftir að hun var dáin. En söknuður hans bitnaði á kærustunmn hans. Hann sagði þeim öllum að fara til fjandans. Eg man eftir, að ég heyrði eina stelpu æpa á eftir honum: „Já, góði farðu! Ekki get ég gert að því, þó að þessi mamma þín sé dáin.“ Móðir Georges Harrisons minntist þess einnig, livcrsu djúpstæð áhrif dauði Júlíu hafði á Jolm. Þeir æfðu sig oft heima hjá George því að frú Harrison var eina manneskjan, sem sýndi þeim gestrisni og reyndi að upp- örfa þá. „Kvöld nokkur gaf ég þeim te og ristað brauð,“ seg- ir hún. „Það var nokkrum mánuðum áður en móðir Johns lézt, og hann umgekkst hana mikið og var orð- inn henni nátengdur. Ég heyrði, að hann sagði við Paul: „Ég skil ekki hvernig þú getur afborið það, að vera búinn að missa móður þína. Ef eitthvað slikt kæmi fyrir mig, þá mundi ég hreinlega ganga af vitinu.“ Hann missti reyndar ekki vitið, þegar móðir hans féll frá, en í marga daga fór liann ekki út fyrir hússins dyr. Ég skipaði George að heimsækja hann og reyna að hughreysta hann og fara með honum eitthvað út.“ Skólasystkini Johns í listaskólanum, segja að dauði móður hans hafi gert hann miklu verri en hann var. Hann hafi orðið tillitslausari í umgengni sinni við aðra, meinlegri og bitrari í tali og oft nánast grimmur. Thelma Pickles var vinkona Johns Lennons um þetta leyti; ein í hópnum, sem umgekkst hann. Hún segir, að þau hafi borið óttablandna virðingu fyrir honum; dáðst að lífsviðhorfi hans og aldrei talið sig hafa kynnzt slíkum persónuleika fyrr. „John átti aldrei grænan eyri,“ segir hún. „Hann reyndi að fá lánað hjá hverjum sem hann gat. Hann hlýtur enn að skulda fjölda manns í Liverpool nokkur pund. Hann virtist hafa sérstakan hæfileika til þess að 40. tbi. yiKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.