Vikan


Vikan - 10.10.1968, Qupperneq 26

Vikan - 10.10.1968, Qupperneq 26
fá lánaða peninga hjá fólki. Honum tókst það alltaf, þótt fólkið hlyti að hafa reiknað með, að erfiðlega mundi ganga að fá skuldina greidda aftur. Hann gat verið and- styggilegur; sagði oft ýmislegt, sem engum öðrum kom til hugar að láta sér um munn fara. Og hann gat bein- línis verið grimmur. Stundum, þegar hann gekk úti Iá götu, rauk hann kannski á gamla konu og púaði fram- an í hana.“ Thelma segist alltaf hafa haft þá hugmynd, að Mimi frænka væri alltof ströng við John. „Ilún leyfði honum ekki að fara neitt,“ segir Thelma. „Og hann fékk ekki nema half-a-crown í vasapeninga á dag. Við sátum oft lengi dags á krá við hliðina á lista- skólanum. En John gat ekki drukkið mikinn bjór fyrir svo litla peninga. Eg tók tónlistina hans aldrei alvarlega. Hann var alltaf að segja við okkur, að hann hefði samið nýtt og nýtt lag. sem væri alveg st.órkostlegt. En ég gat aldrei séð í hverju snilldin var fólgin. Ég gerði mér Ijóst, að John gat orðið frægur fyrir eitthvað, en hvað það yrði vissi ég ekki. Hann var svo frumlegur og ólíkur öllum öðrum strákum. Mér datt helzt í hug, að hann yrði frægur gamanleikari.“ Einn bezti vinur Johns í listaskólanum var Stu Sut- cliffe. Hann var í sama bekk og John. Hann stundaði nám sitt af kappi og þótti mjög efnilegur listmálari. „Stu var bráðflinkur og hjálpaði mér oft að teikna,“ segir John. Þeir urðu miklir mátar og voru oft saman. Stu dáðist að persónuleika og Iífskrafti Johns. Það var alltaf eitt- hvað að gerast, þar sem John var nálægur. John dáð- ist aftur á móti að listrænum hæfileikum Stus, kunn- áttu hans í listasögu og þroskuðum smekk hans. Stu var miklu betur að sér í listum almennt, vissi t.d. miklu bctur en .Tohn, hvað var að gerast í heimi mvndlist- arinnar. Stu kunni aftur á móti ekki að leika á neitt hljóðfæri og hafði ekkert vit á dægurlögum. En hann varð mjög hrifinn, þegar hann heyrði John og hljóm- sveit hans spila í fyrsta sinn. „Stu hhistaði á okkur eins oft og hann gat. Hann hældi okkur á hvert reipi. En hann var líka sá eini, sem dáðist að leik okkar í þá daga.“ George og Paul voru svolítið afbrýðisamir út í Stu, vegna þess hve John mat hann mikils og dáðist að hon- um. En bæði John og Paul Iærðu mikið af Stu; sóttu til hans ýmsar hugmyndir í sambandi við listir og tízku, sem þeir gátu fært sér í nyt síðar. I listaskólanum kynntist John líka Cyntiu, sem síðar varð konan hans. Telma Pickles segist aldrei hafa skil- ið, hvað það var í fari Cynliu, sem John hreifst af. „Hún var svo þögul og kyrrlát og ólík oklcur hinum. Hún var líka frá fínna heimili en við. Hún var að vísu lagleg, en mér fannst hún alls ekki við hæfi Johns.“ Cyntia Powell A'ar í sama bekk og John í listaskól- anum. En allt fyrsta árið kynntust þau nálega ekkert. Hún var svo kurteis og virðuleg, en hann hið gagn- stæða. „Mér fannst hann hæðilegur,“ segir hún. „í fyrsta skiptið, sem ég tók verulega eftir honum, var hann í leik- húsi með stelpu sem hét Helen Anderson. Hún sat við hliðina á honum og stx-auk á honum hárið. Það kom illa við mig að sjá þetta. Ég hélt í fyrstu, að það staf- aði af andstyggð, en síðar komst ég að raun um, að ég var afbrýðisöm. En ég hafði ekkert sanxan við hann að sælda, nema hvað hann stal stundum frá mér blý- öntum og strokleðrum. Hann var hræðilegur útlits í þá daga. Hann var a.llt- af í síðum tweedfrakka, sem George frændi hans hafði átt. Og hárið var slétt greitt aftur. Mér geðjaðist alls ekki að honum. Hann var bæði grófur og ruddalegur. En ég fékk heldur ekkert tækifæri til að kynnast hon- um. Ég var ekki í hópi vina hans. Ég var svo virðuleg, eða þóttist vera það.“ Um jólalevtið 1958, þegar þau voru á öðru ári í lista- skólanum, kvnnt.ust þau loks í raun og veru. „Það var dansæfing í skólanum hjá okkur,“ segir John. „Eg var blindfullur og bauð henni upp. Hún hafði eitthvað verið að spyrja um mig. Á rneðan við dönsuðum spurði ég hana, hvort hún vildi koma með mér í partí næsta kvöld. Hún sagðist ekki geta það. Hiin sagðist vera trúlofuð.“ „Eg var trúlofuð,“ segir Cyntia. „Eða sarna sem. Ég hafði verið með sama stráknum í þrjú ár og við höfðum talað um að opinbera trúlofun okkar. Jolin varð mjög leiður, þegar ég sagðist ekki geta komið í partíið. Hann bað mig í staðinn að koma að dansæfingunni lokinni á krána, sem var við hliðina á skólanunx og drekka nokkra bjóra. Ég sagðist ckki geta það heldur. En samt fór ég.“ „Ég var í sjöunda himni, þegar húix kom,“ segir John. „Við drukkum nokkra bjóra, en fórum síðan heim til Stus og keyptum okkur fish and chips á leiðinni.“ Eftir Jxetta fóru þau saman út að skemmta sér næst- um á hverju kvöldi. Og meira að segja á daginn fórxx Jxau stundum í bíó og skrópuðu í skólanum. „Ég var alltaf öðrum þræði svolitið hrædd við hann,“ segir Cvntia. „Hann var svo grófur og ágengur. Við lxáðum eins konar stríð allan tímann. Hann sótti á af fullum krafti og ég varðist eins lengi og ég gat. Það var eins og hann væri alltaf að að prófa, hvort hxngt væri að treysta mér.“ „Ég var sjúklega afbrýðisamur,“ segir John. „Þáð var meinið. Eg var afbrýðisamur út í hvern einasta nxann, senx þekkti hana. Ég ki’afðist algers traxists af lxennar hálfu, — einmitt af því að ég var ekki sjálfur trausts verður. Líf mitt var allt í lausu lofti á þessum árum. Eg var oft fullur og alltaf að lenda í slagsmálum. Ég hegðaði mér illa ganvart Cyntiu, jafn illa og ég hafði komið fram við þær kærustur, sem ég átti áður en ég kynntist henni. Mér var eklci sjálfrátt.“ 2(5 VTKAN 40- tw-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.