Vikan - 10.10.1968, Page 27
'téfr
Áttundi kafli
FYRSTA TÆKIFÆRIÐ
Þeir lögðu niður nafnið Quarrymen 1959. Paul og
George stunduðu nám í Liverpool Institute og John var
í listaskólanum, svo að hljómsveit þeirra var ekki leng-
ur tengd Quarry-skólanum. Þeir voru stöðugt að skipta
um nafn eftir þetta. Eitt sinn kölluðu þeir sig Regnbog-
ann, af því að einn var í rauðri skyrtu annar í blárri og
svo framvegis.
Þegar George hafði verið eitt ár í hljómsveitinni, hafði
þeim hvorki tekizt að vekja á sér athygli né öðlast vin-
sældir.
„AUt fyrsta árið fengum við ekki grænan eyri. Við
spiluðum alltaf ókeypis. Okkur var í mesta lagi gefið
að borða. Eina skiptið, sem við komumst nærri því að
þéna peninga, var þegar við tókum þátt í skiffle-sam-
ke])])ni. En þá kom í ljós, að engum var borgað neitt,
nema þeim sem sigruðu í keppninni. Og auðvitað sigr-
uðum við ekki.“
Frú Harrison var hrifin af George og hljómsveitinni
hans, en hr. Harrison hafði þungar áhyggjur af fram-
tíð sonar síns. Hann hafði barizt eins og hann gat
gegn hinum skringilega klæðnaði George og hárlubb-
anum hans, en orðið að láta í minni pokann. Frú Harri-
son tók alltaf svari Georgs.
„Þetta er hans eigið hár,“ var hún vön að segja.
„Skyldi hann ekki mega ráða því sjálfur, hvernig hann
vill hafa það?“
„Eg vildi, að hann legði rækt við námið og lyki prófi,
svo að hann gæti fengið góða stöðu,“ segir hr. Harrison.
„Mér leizt ekki á þetta hljómsveitarstand hjá honum.
Eg gerði mér Ijóst, að til þess að öðlast frægð á því
sviði, þyrfti afburða hæfileika. Ég gat ekki séð, að þess-
ir strákar hefðu neitt slíkt ti! að bera. Hinum sonum
mínum vegnaði vel. Harry var orðinn prentari og Peter
smiður. Eg vildi, að George fylgdi fordæmi þeirra.
En George vildi hætta námi i skólanum. Og hann
gerði það með samþykki móður sinnar. Ég fékk ekki
einu sinni að vita um það, fvrr en það var búið og gert.“
George fór að vinna fyrir sér 1959, þegar hann var
sextán ára.
„Ég fékk ekkert að gera í marga mánuði. Ég fór oft á
Ráðningarskrifstofu unglinga. Eitt sinn hafði verið leit-
að til skrifstofunnar og beðið um aðstoðarmann við
gluggaútstillingar hjá Blaeklers. Ég fór þangað, en l>á
var búið að ráða. I staðinn fékk ég stöðu sem afgreiðslu-
maður í raftækjaverzlun.“
Um þetta leyti datt mér í hug að flytjast til Ástralíu.
Ég reyndi að fá pabba til að samþykkja, að við færum
þangað öll, því að ég var of ungur til að fara einn. Einn-
ig datt mér í hug að fara til Möltu eða Kanada. Mér
leizt betur á Kanada og fékk nauðsynleg eyðublöð. En
þegar ég sá, að foreldrar mínir yrðu að samþvkkja að
ég færi, þá náði þetta ekki lengra. En ég var alltaf
sannfærður um, að eitthvað hlyti að gerast.“
----o-----
Jim McCartney streittist við að halda heimili fyrir
syni sína, Paul og Michael, og hugsaði eins vel um vel-
ferð þeirra og hann gat. Hann gladdist yfir því, að
Paul skvldi þó enn vera í skólanum, en hafði áhyggjur
af, hversu miklum tima hann eyddi í hljómsveitar-
standið með Jolin og George.
Paul lét sér detta í hug að hætta í skólanmn eins og
George, en faðir hans hvatti hann eindregið til að gera
ekki slíka vitleysu. Og Paul hikaði, af því að hann
vissi ekki, hvaða vinnu hann gæti fengið. Honum fannst
])-\Tí betra að vera áfram í skólanum. Þrátt fyrir litla
ástundum náði hann nauðsvnlegum prófuin, en féll
ekki eins og John.
„Ég hafði lítið álit á tónlistinni, sem Paul og félagar
hans léku,“ segir Jim. „Þessi Bill Hayley, mér geðjaðist
ekki að honum. Þetta voru ekki lög, þessi ósköp. En
dag nokkurn, þegar ég kom heim úr vinnunni klukkan
hálfsex, heyrði ég strákana spila býsna fallegt lag. Þá
uppgötvaði ég, að þeim vár alltaf að fara fram, og ef
1il vill væri þetta ekki eins bölvað hjá þeim og ég hefði
haldið. Sumir hljómarnir voru fallegir hjá þeim, en
vfirleitt var hávaðinn yfirgengilegur.“
Eftir þetta fór Jim að setjast inn til þeirra á kvöld-
in og ldusta á þá spila; gefa þeim góð ráð og segja þeim,
hvernig hann hefði farið að í gamla daga, þegar hann
var með hljómsveit sína, Jim Mac’s Band. Hann spurði
þá, hvers vegna þeir vildu ekki spila verulega góð og
falleg lög, eins og til dæmis „Stairway to Paradise“. Það
hafði honum alltaf fundizt gott lag, og hann bauðst til
að hjálpa þeiin og sýna þeim, hvernig þeir ættu að
spila það.
Þeir brostu, klöppuðu á öxlina á honum og Paul sagði:
„Æ, góði pabbi, farðu nú frarn í eldlrús og hitaðu
handa okkur te!“
„En af hverju spilið þið þá ekki almennilegan jazz,
eins og til dæmis „When the Saints go Marching in“,
eða eitthvað svoleiðis. Við spiluðum það oft í gamla
daga.“
En þeir hlógu bara. Vesalings Jim stundi mæðulega
og fór fram í eldhús að hita te handa þeim, tautandi:
„Ja, þetta unga fólk nú á dögum!“
Hljómsveitin þeirra fór alltaf batnandi, en vinsæld-
irnar jukust ekki að sama skapi. Þeir héldu áfram að
spila fvrir lítið sem ekkert, á dansæfingum í skólurn eða
samkomum ýmissa starfshópa. Þeir tóku oftar þátt i
hljómsveitarkeppni, en tókst aldrei að sigra.
„Okkur fannst lrvert ár vera eins og fimni ár, og við
vorum örðnir anzi óþolinmóðir,“ segir Paul.
John, Paul og George voru kjarni hljómsveitarinnar,
en fjórði og finunti maður var aldrei fastur. Þar sem
hljómsveitin var svo til óþekkt og spilaði sjaldan oft
á sama stað, kom ekki að sök, þótt alltaf væri verið að
skipta um menn í henni.
„Einu sinni var með okknr stráknr, sem hét Duff og
spilaði á píanó. En pabbi hans vildi ekki levfa honum
að vera úti seint, á kvöldin. f miðju lagi stóð hann kannski
upp og var farinn heim; mátti ekki vera lengur úti!“
4o. tbi. vikaN 27