Vikan


Vikan - 10.10.1968, Síða 28

Vikan - 10.10.1968, Síða 28
En þeir léku sjaldan opinberlega; voru oftast ann- aðhvort heixna hjá George eða Paul og æfðu sig. John og Paul sömdu yfir hundrað lög fyrsta árið, sem þeir voru saman. Aðeins eitt þeirra notuðu þeir síðar — hið fallega lag „Love Me Do.“ Þeir náðu stöðugt meiri leikni í að spila á gítarana sína, og lærðu mest af því að hlusta á h 1 jómplötur og horfa á írægar stjörnur leika í sjónvarpinu. Þeir tóku þátt í hverri einustu hljómsveitarkeppni, sem þeir vissu um, í von um að sigra og verða frægir. Dag nokkurn lásu þeir í blöðunum, að kominn væri til Liverpool frægur umboðsmaður skemmtikrafta frá London, Carrol Levis. Hann var í leit að nýjum stjprn- um, sem áttu að koma fram í sjónvarpsþætti. „John, Paul og George, eins og nálega allar unglinga- hljómsveitir í Liverpool, létu prófa sig. Og þeir hlutu náð fyrir augum mnboðsmannsins. Þeixn var boðið að koma til Manchester, þar sem taka átti sjónvarpsþáttinn upp. Frú Harrison man vel eftir þessu. „George hoppaði hæði sína í loft upp af gleði, þegar hann fékk bréfið. Ég vissi ekkert hvað um var að vera. Utan á bréfinu stóð „The Moondogs“.“ Þetta var nýjasta nafnið á hljómsveit þeirra. Þeir voru kynntir í sjónvarpsþættinmn sem „Johnny and the Moondogs“. Það var tízkan, að allar liljómsveitir hefðu einhvern hljómsveitarstjóra. Og auðvitað varð John Lennon fyrir valinu. Þeir léku nokkur lög í Manchester og það var tals- vert klappað fyrir þeim. En fyrirkomulag þáttarins var á þá leið, að í lok hvers atriðis var klappað og á eftir var klappið mælt. Sá sem lengst var kkippað fyrir var sigurvegarinn og hlaut verðlaun. En „The Moondogs“ voru fátækir strákar frá Liver- pool og áttu rétt l'yrir farinu aftur heim. Sjónvarps- upptakan dróst á langinn, og þeir voru dauðhræddir um, að þeir misstu af síðustu lestinni til Liverpool. Þeir höfðu ekki efni á að kaupa sér gistingu á hóteli um nóttina. Þegar þeir höfðu leikið síðasta lagið sitt, urðu þeir að rjúka burt til þess að missa ekki af lestinni. Þess vegna var minna klappað fyrir þeirn en öðrum, og þeir voru langt frá því að sigra. En það sem vcrra var: Þeir höfðu ekki vakið neina sérstaka athygli; eng- inn hafði hvatt þá eða boðið þeim ný tækifæri til að koma fram og spila aftur. Enginn virtist kæra sig um þá. Þeir urðu fyrir miklum vonbrigðum. Fyrsta tilraun- in til að öðlast frægð hafði misheppnazt. T listaskólanum urðu Stuart Sutcliffe og Jolm Lennon æ betri og nánari vinir. Stu var alltaf með þeim félög- um og hlustaði á þá spila. Hann lagði jafnframt mikla rækt við málaralistina, fékk að sýna nokkur málverk á sýningu hjá John Moore og hlaut sextíu punda verð- laun. Það þótti xxxikill heiður og upphefð fyrir svo ungan mann. Þegar John frétti um verðlaunin, íor hann rakleitt til vinar síns og sagði við hann, að nú væri tækifærið fyrir hann að kaupa sér gítar og gerast meðlimur 1 hljómsveitinni þeirra. Það kærni ekki að sök, þótt hann kvnni ekkert að spila. Þeir mundu kenna honum það. Svo að Stu kevpti sér bassagítar fyiir sextíu pundin og gekk í hljómsveitina. „Við reyndum að kenna honum eins og við gátum,“ segir George. „En ekki höfðum við þolinmæði til að bíða, á meðan hann væri að læra. Hann lék með okkur opinberlega aðeins nokkrum kvöldum eftir að hann keypti sér gítarinn.“ Stu sneri ævinlega balci í áheyrendur, á rneðan hann spilaði, svo að enginn gæti séð, hve fá grip hann kunni. Þeir tóku nú að hugsa af alvöru um nýtt og varan- lcgt nafn á hljómsveitina. Moondogs hafði ekki gefizt vel, enda fannst þeim það of væmið. En þeir voru allir mög hrii'nir af hljómsveit, sem hét „Buddy Holly and the Criekets“. Jolm datt í hug, hvort þeir gætu ekki tek- ið þetta nafn sér til fyrirmyndar og skýrt sig eftir ein- hverju öðru skordýri. „Allt í einu datt mér í hug Beetles (bjöllur),“ segir John. „Ég ákvað að stafsetja það BEATles og hafði þá auðvitað í huga beat-tónlistina. Þetta átti að vera eins konar orðaleikur.“ Þeir félagar komust í samband við brezka rokkkóng- inn T.arry Parnes Honum leizt ekki á nafnið Beatles; fannst það of stutt og ómögulegt. Hann sagði, að nöfn á hljómsveitum ættu að vera löng. Hann lagði til, að þeir kölluðu sig „Johnny and the Silver Beatles“. Þeg- ar þeir léku á vegum Larry í Blue Angel Club í Liver- pool. fóru þeir milliveginn og kölluðu hljómsveitina Silver Beatles og héldu því nafni í rúmt ár, allt þar til ]xeir styttu það í Beatles. Larry Parnes hafði ekki mikið álit á þeim félögum og hljómsveitinni þeirra, Silver Beatles. Ilann bauð þeim þó að fara í tveggja vikna hljómsveitnrferðalag um Skotland til þess að leika undir með ungri söng- konu, sem hann hafði mikla trú á. Þeir voru í sjöunda himni vfir ferðalaginu, nutu 1 ess að sjá nafn hljómsveitarinnar á stórum auglýs- ingaspjöldum. Þeir tóku sér allir upp ný listamanns- nöfn: Paul kallaði sig Paul Ramon, George kallaði sig Carl Harrison, Stuart Sutcliffe kallaði sig Stu de Stael og John kallaði sig Johnny Silver. Að Skotlandsferðinni lokinni, bauð Larry Parnes þeim elcki fleiri tækifæi'i. Larry var umboðsmaður margra frægra skemmtikrafta á þessum tíma, til dæmis Tommy Steele. Hann segist að sjálfsögðu oft hafa nag- að sig i handarbökin yfir því að hafa ekki „veðjað á strákana“, eins og hann kemst að orði. Silvei' Beatles var enn óþekkt hljómsveit, þrátt fyrir Skotlandsferðina og fínu listamannsnöfnin. Þeir fengu nokkrum sinnum að leika í Cavern Club, en þar var jazz- tónlist í mesturn hávegum lxöfð, og þeir vöktu því litla hrifningu. Þegar þeir spiluðu, fengu ]xeir oft bréfmiða frá áheyrendum, og á þeim stóð til dæmis: „Getið þið ekki spilað neitt ahnennilegt?“ „TCunnið þið ekkert ann- að en þetta bölvaða garg?“ — Framh. í næsta blað. 28 VIKAN 40' tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.