Vikan


Vikan - 10.10.1968, Qupperneq 33

Vikan - 10.10.1968, Qupperneq 33
/ Ég spurði hann hvort ég mætti líta í dagblað og hann sagði mér að gera svo vel. Síminn hringdi þegar ég tók blaðið. Það var ein- kennilegt að hlusta ó síma hringia í bíl, en ég býst ekki við, að það sé einkennilegra en margt annað, þegar maður er orðinn vanur því. Angie talaði í símann á öðru tungu- móli og ég blaðaði ( blaðinu. Ég hafði litið yfir fyrsta hluta blaðsins um morgunin, ón þess að skilja mikið af því sem ég sá. Nú sá ég fréttina á fyrstu síðu annars hluta blaðsins, og byrjaði að lesa. Eftir að hafa lýst slysinu ( neðanjarðar- brautinni nákvæmlega, sagði blað- ið: — Tólf manns segjast hafa orð- ið vitni að því, þegar slysið varð, en framburður þeirra er mismun- andi. Þrjú vitnanna segja, að gamli maðurinn hefði verið einn, þegar hann féll. Fjögur vitni bera, að hann hefði faðmað ann- an mann, sem kastaði honum hörkulega frá sér með þeim af- leiðingum, að hann féll af pall- inum og fyrir lestina, sem nálg- aðist. Þau fimm vitni, sem eftir eru, halda því fram, að maður- inn hafi stokkið frá manninum, sem hann var að faðma, hrasað og þannig fallið undir lestina. Þrátt fyrir ýtarlega rannsókn gat ekkert vitnanna gefið viðunandi lýsingu á umræddum manni, nema hvað þau voru öll sam- mála um, að hann hefði verið einhvers staðar á aldrinum milli þrjátíu og fjörutíu ára. Lögregl- an hefur ekki enn komizt að því, hver hinn látni er. Hann bar engin persónuskilríki á sér. Það eina, sem ef til vill gæti komið lögreglunni á sporið, er lykill að öryggishólfi, sem fannst í vasa líksins. Fingraför hans verða einnig borin saman við fingrafarasafn ríkislögreglunnar. Angie las yfir öxlina á mér, glotti og sagði: — Hvernig er að vera eftirlýstur, Johnny? — Ég er ekki eftirlýstur. — Það er ekki gefin lýsing á þér, Johnny. En þú ert eftirlýstur. Reyndu ekki að blekkja sjálfan þig. Ég starði út um gluggann á ána, og svo beygðum við upp á George Washingtonbrúna. Ég var ekkert drukkinn lengur, mér var kalt og mér leið illa, og ég var eitthvað svo einkennilega vonlaus og ég var hættur að láta mig dreyma um þús- und skattfrjálsa tíu dollaraseðla. Meðan bíllinn fór yfir brúna og ók vestur á bóginn inn i Jersey, virti ég sjálfan mig fyrir mér og hugsaði um mig, og það, sem ég sá, var ekki sérlega uppörvandi. Ég var enn dasaður af eftirstöðvum snöggrar, ákafrar ölvunar, enn ekki laus við hana, enn ekki orðinn alls- gáður aftur, en gagntekinn af þess- um einkennilega og hlutlæga skýr- leik, sem gagntekur mann þegar maður rís upp úr þeirri glæsilegu og gagntakandi skynvillu, að með fáeinum glösum af áfengi hafi mað- ur höndlað eilífðina. Ég hef aldrei verið góður drykkjumaður, og þess- ar síðustu tvær klukkustundir hafði ég drukkið tvo sentilítra af þurrum martíni, um það bil tvo sentilítra af hvitvíni, og því sem næst einn senti- lítra af silkimjúku dýnamiti að nafni Strega. Það var nóg til að vinna bug á manni, sem var sterkari, og nú var ég að súpa seyðið af því. Mér var kalt, mér leið illa, ég var sveitt- ur. Og ég hugsaði ákaflega skýrt. Ég hafði verið kallaður einfeldn- ingur — með kaldri sannfæringu, sem ég treysti mér nú ekki til að afneita, jafnvel ekki fyrir sjálfum mér. Ég hafði orðið að taka ákvörð- un eftir ákvörðun og hafði ævin- lega lánazt að taka ranga ákvörð- un. Ég hafði orðið ofsalega hrædd- ur eftir nokkrar ógnanir, hafði lát- ið blekkjast af fallegu andliti og brugðizt við því af hrifnæmi og dómgreind fjórtán ára unglings, og látið feitan mann fylla mig af áfengi, feitan mann, sem hafði keypt mig, ekki með tíu þúsund dollurum, heldur með nokkrum glösum af vini. Ef hann nokkurn tíma borgaði þessa tíu þúsund doll- ara, myndi hann aðeins sanna, að hann væri sjálfur jafn einfaldur og ég. Verðið var of hátt. Tuttugu cent var hæfilegur verðmiði á John T. Camber, sanngjarnt verð. Maður borgar ekki þeim, sem tapar, og ef nokkur var tapari að eðlisfari, var það ég. Og ef mér var nokkur hugg- un ( þvf var ég ekki einn um það, ég var aðeins eitt eintak af heilli kynslóð sams konar fólks, sem er sundurétið af ofsalegri þrá í pen- inga, sljóvgað af sjónvarpi, veitt í gildrur vegna hæfileikaskorts, skorts á eðlilegri framgirni og tilgangi, í kapphlaupi eftir eignum og virð- ingu og án heimspeki vonar og trú- ar eða menningar, stefnandi ekkert — og hrædd, alltaf hrædd; hrædd við morgundaginn, hrædd við atóm- sprengjuna, sem myndi þagga niður hið hinzta kjökur, hrædd við að missa vonda vinnu — alltaf hrædd. Það var ekki Angie eða Shlak- mann eða Montez. Það var innan í mér og þeir voru aðeins verkfæri til að ýfa yfirborðið ofurlítið. Ótt- inn var alltaf til staðar. Hnúajárn úr kopar og dósahnífur skýrðu þetta glögglega, án þess að bæta nokkru á það. — Er ekki allt i lagi með þig? spurði Angie. — Nei, síður en svo. — Mér líð- ur bölvanlega. - Nú? — Hvernig heldurðu að mér líði? — Þér ætti að líða vel. Þú ert orðinn hinn hvíthærði númer-eitt- drengur Montezar og þér ætti að líða mjög vel. Ég þrýsti mér ofan í sætið og leitaði skjóls i þögninni. — Hvað er að? Er þér óglatt eða hvað? — Eða hvað. — Það er alltaf eins með ykkur þessa náunga. Ykkur langar í stóra fiskinn, en þið farið strax að skæla.- Hvers vegna f andskotanum hugs- aðirðu ekki um það í gær, og lézt mig hafa lykilinn? — Ég vissi ekki, að ég væri með hann, muldraði ég. Angie rak upp hlátur og skrúf- aði niður gluggann, sem skildi okk- ur frá mönnunum frammi í bílnum. — Hoyol — Hvað er það? spurði maður- inn, sem kallaður var Hoyo. — Ég spyr hann, af hverju hann hafi ekki látið mig hafa lykilinn í gær, og veiztu hvað hann segir? — Hvernig í andskotanum ætti ég að vita hvað hann segir? — Hann segir, að hann hafi ekki vitað, að hann var með hann. Þeir rötuðu. Þeir þurftu ekki að spyrja hvar ég ætti heima, eða hvernig ætti að komast þangað. Þeir vissu nákvæmlega hvar ég átti heima, og nákvæmlega hvernig átti að komast þangað, og á meðan hafði ég verið svo barnalegur og einfaldur að halda, að ég lifði í einangrun og öryggi. Hvort þeim hafði heppnazt að veita mér eftir- för kvöldið áður, eða hvort Montez hafði lánazt að fá þær upplýsingar hjá Sturm & Jaffe, uppgötvaði ég aldrei. En þeir vissu hvar ég bjó, og hvernig þeir áttu að komast þangað, og þegar við nálguðumst götuna, sagði ég við Angie: — Ekki nema staðar frammi fyr- ir húsinu mínu, því þá getur konan min orðið hrædd. Stanzið hér. — Attu tortryggna kerlingu, ha? spurði Angie og glotti. — Láttu ekki eins og fífl. Ég vil ekki gera hana hrædda, það er allt og sumt. Hún veit ekkert um þetta. Hún veit ekki um gamla manninn í neðanjarðarbrautinni né heldur um lykilinn. Hún hefur nógar áhyggjur samt, og það er nógu slæmt, að ég komi heim um miðjan dag, án þess að vara hana við. — Ég skal segja þér nokkuð, Johnny, ég skal segja þér nokkuð um sjálfan mig. Ég kem ekki til nokkurrar gyltu nema ég ætli að kenna henni að haga sér. Ætlarðu að kenna henni að haga sér, Johnny? Brosið var fast á vörum hans yfir flötum, hvitum tönnunum og hann sleikti út um. — Haltu kjafti! — Ha! Fauk í þig, Johnny? En ég skal segja þér nokkuð. Nú ferðu heim til þfn og nærð í þennan lykil. Kemur með hann aftur til mín. Skil- urðu það? Ég gef þér tíu mínútur og ég vil engan skrípaleik. Fram til þessa höfum við meðhöndlað þig eins og séntilmann, gefið þér bezta matinn, bezta vínið og sent fallega stúlku eftir þér. Það er auðvelda leiðin, Johnny, en gerðu þér engar rangar hugmyndir um okkur. — Ég næ í lykilinn, sagði ég og sté út úr bílnum. Þetta var heitur, kyrr og sólríkur dagur, marz var að breytast í apríl og vorgróðurinn að blómstra. Litlu húsin voru klippt og skorin og litlu flatirnar þaktar áburði — ung skordýr suðuðu í loft- inu og enn var kyrrð, áður en börn- in færu að þyrpast úr skólanum. Ég gekk ofan eftir götunni og beygði inn í garðinn okkar, opnaði FRAMHALDSSAGAN 5. HLUTI EFTIR E. V. CUNNÍMGHAM - TEIKNING BALTASAR l__________________________________/ 40. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.