Vikan


Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 34

Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 34
dyrnar, sem aldrei voru læstar á daginn og kallaði: — Alísal Alísal Eg er kominn heiml Ég varð að koma heim — ég skal segja þér frá því seinna! En hvar er lykillinn, sem ég talaði við þig um í morgun? Alísa? Það var ekkert svar. Ég leitaði í flýti í húsinu, í eld- húsinu, stofunni, borðkróknum, svefnherberginu okkar og síðast í svefnherbergi Polly. Það hafði ver- ið búið um í okkar svefnherbergi, en Alísa hlýtur að hafa verið að flýta sér, hún hafði aðeins sléttað sængina í rúmi Pollýar. Leikföngin og brúðurnar voru á gólfinu, þar sem Pollý hafði yfirgefið þær kvöld- ið áður, og í miðju herberginu var brúðuhúsið, sem ég hafði gefið Pollý um síðustu jól; ég var nærri dottinn um brúðuhúsið. Ég opnaði bakdyrnar og leit út ! garðinn. Jenny Harris, sem bjó í næsta húsi, var að stinga upp blóma- beðið, og hún leit upp frá verki sínu og sá mig. — Sæll, Johnny. Þú kemur snemma heim. Er nokkuð að? — Nei. En hvar er AKsa? — Hún er á ábætisfundi í for- eldrafélaginu. Gleymdirðu því? — Hvar er Pollý? — Með henni, hugsa ég. Þær hljóta að vera alveg að koma aftur. — Það var eins gotf. Ég þakkaði henni og fór aftur inn í húsið. Ég yrði að finna lykil- inn sjálfur og þá þyrfti Alísa ekk- ert að vita um allan þennan fjanda- gang. Ég reyndi að rifja upp síma- samtal okkar frá því um morgun- inn. Hvað hafði Alísa sagt? Ég mundi, að ég hafði spurt hana um lykilinn. Svo hafði hún leitað í jakkavösum mínum og fundið lykil- inn. Svo spurði hún mig hvað hún ætti að gera við hann? Eða sagði hún mér, hvar hún ætlaði að láta hann? Mig minnti það, en ég var ekki viss um það. Ég var ekki viss um annað en að ég hafði sagt henni að halda í hann — en hún hefði ekki þurft að taka það bókstaflega. Andlit mitt var nú rakt af svita. Ég hafði ákafan hjartslátt, þegar ég sagði við sjálfan mig, að kon- ur brygðust ekki þannig við. Ef henni var sagt að halda í lykilinn, myndi hún ekki hafa sett hann í veskið sitt? Alísa var mjög rósöm kona, stundum yfirgengilega rósöm. Hún hafði litið á lykilinn eitt and- artak, virt hann fyrir sér, brosað ofurlítið og hrist höfuðið yfir æs- ingnum og æðibunuganginum í mér, síðan látið hann upp á hillu eða borðið. — Hvar? í eldhúsinu auðvitað. Það hlaut að vera í eld- húsinu. Ég þaut fram í eldhúsið. Fyrst borðin — það vottaði ekki fyrir lykli. Svo búsáhaldaskápurinn — ekki þar heldur. Ég opnaði skúff- urnar tvær, þar sem hún geymdi eldhúsáhöldin, hnífa, kartöfluflysj- ara, dósahnífa, flöskulykla, sleifar, ausur, rjómaþeytara, kökupensla, rjómasprautur, kökuhnífa, spaða — ég hvolfdi úr báðum skúffunum á borðið en það var enginn lykill. Kökukrúsirnar, kaffikrúsin, tekrúsin, sykurboxið, hveitiskúffan — nei, sagði ég við sjálfan mig, þetta er brjálæði, en samt gróf ég hendurn- ar í hveitinu. Ég var aftur að missa tökin á sjálfum mér. Það lá í augum uppi, og ég hefði átt að geta gert mér grein fyrir því undir eins, að Alísa hafði gert nákvæmlega það, sem ég bað hana. Ég hafði sagt við hana: — Haltu í lykilinn, — eða svo minnti mig. Hún hafði gert það, og hann var í öruggri vörzlu hennar í veskinu. Ég þvoði mér um hendurnar og lét eldhúsáhöldin aftur í skúffurn- ar. Svo leit ég á úrið. Um það bil níu mínútur voru liðnar, og það hamraði í höfðinu á mér, en að minnsta kosti heyrði ég, þegar ég sagði við sjálfan mig: — Það sem mestu máli skiptir núna, er að vera rólegur. Ég mó ekki láta þetta gagn- taka mig og verða að martröð, þetta er viðurstyggilegur og óvenjulegur viðburður, en ekki martröð, og það er engin refsing fólgin í þessu. Nú geng ég rólegur aftur niður að blln- um og útskýri málið fyrir Angie. Mér leið ofurlítið betur að feng- inni þessari niðurstöðu og ég yfir- gaf húsið og gekk aftur niður að bílnum. Stór og svartur var hann jafn framandi og eigandi hans á sólþurrkaðri úthverfisgötunni. Fyrir aftan bílinn, neðan við hæðina, sá ég fyrstu börnin koma heim úr skól- anum. Loftið, sem hafði verið kyrrt og hljótt fram til þessa, dunaði nú og ómaði af þeim hljóðum, sem fylgja börnum á leið heim úr skóla. Mennirnir tveir frammi í kadilt- akkinum sátu þar sem ég hafði skil- ið við þá. Angie stóð utan við bíl- inn. Hann var í svörtum ullarföt- um og hvítri skyrtu og þarna stóð hann hár og mjór og þunnfeitur og mér fannst hann eins og ímynd dauðans. Veðrið var hlýtt, næstum heitt, en ég skalf. — Lykilinn, Johnny, sagði hann frekjulega. — Hlustaðu nú á mig, sagði ég oa barðist við að halda röddinni stilltri og ákveðinni. — Ástæðan til þess, að ég var ekki með lykilinn á mér í dag, var sú, að ég skildi hann eftir í vasanum á fötunum, sem ég var í í gær. Það er svo ein- falt. Þegar ég kom til New York í morgun, uppgötvaði ég að lykill- inn var ekki með. Ég hafði engar brellur í huga. Ég vissi, að þið mynduð koma eftir lyklinum og trúðu mér, ég óskaði einskis frem- ur en láta ykkur hafa hann, og vera laus við allt þetta mál. Svo ég hringdi í konuna mína frá New York og meðan ég beið í símanum leitaði hún í fötunum mínum og fann lykilinn. Ég sagði henni að halda í hann. Konan mín hefur mjög ríka ábyrgðartilfinningu, en hún er ekki heima núna. Hún er á foreldrafundi og þeim lýkur venju- lega um þetta leyti. Svo hún ætti að koma innan hálftíma, og þá lætur hún mig hafa lykilinn. Langa stund sagði Angie ekkert. Hann virti mig aðeins fyrir sér með þessum svörtu, tjáningarlausu aug- um og svo sagði hann: — Ég er ekki ánægður. Feiti mað- urinn verður ekki ánægður heldur. — Þetta er nú öll sólarsagan. Ég hef sagt þér sannleikann. Hann kinkaði kolli: — Þú ert ræf- ill, Johnny. Ég skal segja þér hvað ég ætla að gera. Ég kem aftur eftir eina klukkustund. Hafðu þá lykil- inn, ég vil ekki fara fleiri fýlu- ferðir. — Ég skal hafa lykilinn, sagði ég. — Við hittumst hér. — Nei, ég kem heim til þín, Johnny. Og gleymdu nú engu. Hann leit á mig aftur, kuldalega og hugsi, svo settist hann inn ( kadillakkinn og bíllinn rann af stað. 5. alIsa. Þegar ég gekk aftur heim að húsinu mætti ég hópi af skólabörn- um og ég fann óljóst, án þess að gera mér grein fyrir því hvað það var, að þetta var nokkuð sem ég hafði reynt áður, að ganga niður eftir götunni í áttina heim til mín, á miðjum skóladegi. Megnið af líf- inu ó þessum stað hafði aldrei ver- ið til fyrir mér. Ég fór á morgnana og kom aftur á kvöldin. Dagurinn hér leið án mín. Alísa var að leggja bílnum í blla- stæðið okkar þegar ég kom. Þetta var Ford 1957, þreytulegur bíll, sem við ætluðum að endurnýja á hverju ári, en á hverju ári sögðum við að hann yrði að duga svolítið lengur. Ég herti á mér og AKsa sá mig, lauk við að leggja Fordinum og sté út úr bílnum um leið og ég kom heim. Það var spurning í augunum, vottaði fyrir undrun og áhyggjum í andliti hennar, en enginn æsingur eins og sjá má á sumum konum, þegar þær taka á móti eiginmönn- um sínum, þegar þeir koma ófor- varendis á miðjum miðvikudegi, þreytulegir, sveittir og spenntir. Ég hef sagt að Alísa sé falleg, en það er einstaklingsbundinn smekkur og hún er ekki ein af þessum há- fættu mittislausu og brjóstalausu konum, sem eru hin opinbera skil- greining á fegurð nú til dags. Ég hef alltaf sagt að hún hafi brezkan líkamsvöxt, hún er þrýstin án þess að vera feit, hefur sterkan, góðan líkama, er miðlungshá, uppbrett nef, freknótt, beinar augabrúnir og skær- blá augu, sem virða fyrir sér heim- inn og íbúa hans með rósemd og jákvæðu hugarfari. — Hvað er á seyði? spurði hún. — Johnny, hvað gerðist? — Hafðu ekki áhyggjur af hér- vist minni. Mér leið illa og Jaffe gaf mér frí í dag. Það sem máli skiptir er lykillinn. — Lykillinn? Hún hrukkaði enn- ið. — Hvaða lykill, Johnny? Ertu viss um að þú sért ekkert lasinn? — Fyrir guðs skuld Alísa, lykill- inn sem ég hringdi í þig út af. Ertu okki með hann? — Sá lykill? Sá flati — auðvitað Johnny. Ég vildi bara að þú vildir Segja mér af hverju þú ert svona æstur og hversvegna þessi lykill skiptir svona miklu máli. — Ég skal segja þér það. — Ég skal með ánægju segja þér allt, sem ég veit um hann. Láttu mig bara fyrst hafa hann. Gerðu það Alísa, horfðu ekki svona á mig. Þú skilur þetta allt saman mikið betur seinna. Gefðu mér bara lykilinn og leyfðu mér að stinga honum heilu og höldnu í vasann. Hvar er hann — í veskinu þínu? —■ Nei, hann er inni í húsinu, Johnny. Annars er ég fegin að þú skulir vera heima. Þú ert aldrei heima á þessum tíma dagsins. Mér datt þetta einmitt í hug, þegar ég sá þig. Þarna er Johnny, hugsaði ég, — hvað getur hann verið að gera hér á þessum tíma sólarhrings? Hún gekk á undan inn í húsið og ég fylgdi á eftir. — Megi guð forða mér frá þessum ábætisfundum Johnny. Maður á að borða heima áður en maður fer á fundinn, en sú sem fundurinn er haldin hjá hverju sinni á að gefa ábætinn. Ég er viss um að það eru tíu þúsund kaloriur i hverjum skammti og mér finnst ég vera orð- in svo gömul. Allar mæðurnar sem eiga börn í forskólum eru börn sjálfar, að mér finnst. Eina bótin er sú að kennararnir halda krökkunum í skólanum til klukkan hálf fimm, er við hittumst, í stað þess að senda þau heim á hádegi. Og þar að auki erum við hálfgert að svindla með Pollý, hún er ekki fullra fimm ennþá.... Meðan Alísa talaði vísaði hún veg- inn inn í eldhúsið og nú stóð hún þarna og starði undrandi á borðið. — Ég skildi hann þarna eftir, sagði hún. — Hvar? — Beint þarna. Hún benti. — En andskotakornið, hann er ekki þar núna! Alísa sneri sér við og starði ó mig. — Johnny, hvað gerðist? — Hvar er þessi andskotans lyk- ill? — Þú þarft ekki að æpa á mig, Johnny, sagði hún og andvarpaði. — Ég sagði þér að ég hefði sett hann þarna á borðið. — Og hann er ekki þar! Alísa breyttist, varir hennar herpt- ust og hún sagði mjög lágt og mjög ákveðið. — Þolinmæði allra á sín takmörk, Johnny. Nú hef ég feng- ið nóg. Við skulum setjast og þú segir mér allt af létta. Ég dró ekkert undan að þessu sinni og þegar ég hafði lokið sög- unni baðaði ég út höndunum og sagði: — Jæja, þá hefurðu það. Það er kominn tími til að þú vltir ná- kvæmlega hverskonar manni þú ert gift- — Johnny minn, sagði hún og andvarpaði. — Ég held að ég hafi alltaf vitað hverskonar manni ég er gift, kannske betur en þú. Það eina sem veldur mér svolitlum óróleika Framhald á bls. 41 34 VIKAN 40 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.