Vikan


Vikan - 10.10.1968, Page 43

Vikan - 10.10.1968, Page 43
EINA BINDIÐ, SEM BÝÐUR YÐUR FJÖRA NAUÐSYNLEGA KOSTI. 1. V-lögun sem er sérstaklega sniðin fyrir líkama yðar. 2. Mjúkt og þægilegt ! notkun. 3. „Blue Shield" plasthimnan sem gerir það rakaþétt og öruggt á þrjá vegu. 4. Tekur sérstaklega vel í sig raka. Modess DÖMUBINDI Frá Johnson & Johnson að verða bálreiður við mig, og ef þú ert hræddur við það sem þeir kunna að gera, þegar þeir koma hingað — ættum við að hringja i lögregluna. — Neil — Vegna þess að þú heldur að þú hafir myrt þennan mann, þenn- an fangabúðastjóra, hvað hét hann nú aftur? — Shlakmann. — Já, hvað geturðu hugsað þér fáránlegra en það? Geturðu eitt andartak ímyndað þér að þú getir nokkurn tíman hrint nokkrum fram af járnbrautarpalli, það er bara það heimskulegasta sem ég hefi heyrt og það finnst lögreglunni áreiðan- lega líka. — Jæja, er það svo, hrópaði ég. — Þú ert svo andskoti viss um sjálfa þig og allt. Sjáðu bara hér. Ég tók upp blaðið og fletti í flýti þar til ég fann fréttina. — Þarna stendur það! Fólk sem sá þetta ber því vitni að ég hafi kastað honum fram af pallinum. Þarna hefurðu það svart á hvítu. Og heldur þú að Montez og Angie halli sér bara á eyrað, ef ég hringi á lögregluna? Alísa las fréttina og sagði svo: — Ég sé ekki betur en það séu önnur vitni, sem sáu þetta öðruvísi. — Gott. Og þá viltu að ég kasti mér á höfuðið út í morðrannsókn og reyni á hin vitnin. Það er stór- kostlegt! Það er alveg stórfínt. Flnt fyrir þig og fínt fyrir Pollý. Það er gott fyrir barn að alast upp und- ir því að þurfa að segja, hann pabbi var handtekinn og kærður fyrir morð, en svo var hann sýkn- aður, kannske hann hafi bara ver- ið fundin sekur fyrir manndráp í ógáti og kemur úr tukthúsinu eftir ár eða svo, er það ekki gott fyrir barnið? — Johnny, þú horfir framhjá aðal- atriðinu, þú drapst engan, og þar að auki, eftir því sem þú hefur sagt mér, var þessi Shlakmann skrímsli. — Því miður, kæra frú er það jafn ólöglegt í þessu landi að drepa skrímsli eins og dýrðlinga. — En þú drapst hann ekki. Ég lét fallast í stól við eldhús- borðið og fól andlitið í höndum mér. — Mér finnst nú bara að ég viti það ekki fyrir víst lengur — þetta er eins og slæmur draumur, sem ég get ekki vaknað af. Ég hef les- ið um hvernig lögreglan nær ( menn og lögreglan nær í játningu og heldur svo manninum í alls kon- ar sálrænum pyndingum, þar til hann skrifar undir. Þannig líður mér. Ef þeir skrifuðu játningu og tækju síðan að hamra á mér myndi ég skrifa undir hana. Vegna þess að ég veit ekkert fyrir víst lengur. Kannski hrinti ég honum, hvað get ég vitað um það? — Þú ert heilbrigður og venju- legur maður. Þannig veiztu það. Þú hrintir honum ekki. Þú sagðir að hann hefði minnt þig á pabba þ'nn. Þú vissir ekki hver Shlakmann vir. Þú hataðir hann ekki og þú hrinlir honum ekki. Þú getur ekki ha‘a hrint honum. Johnny. . . . — Þú þekkir ekki þetta fólk. Þú hefur hvorki séð Montez eða Ang'e. Fiún lagði aðra hendina á hötuð mitt og strauk létt yfir það. — Vesa- lings Johnny. — Hárið á þér er blautt, þér hlýtur að hafa liðið herri- lega. — Mér hlýtur að skána. — Auðvitað, Johnny. Má ég ekki hringja á lögregluna. Ég held að við ættum að gera það, en ég geri það ekki nema þú viljir. — Ég vil það ekki, muldraði og. — Jæja þá, við verðum að hugsa um eitthvað annað. — Hvað? spurði ég vonlaus. — Lykilinn, til dæmis. Hann hlýt- ur að vera hér. Eigum við ekki að leita kerfisbundið að honum? Við getum farið ( gegnum húsið. hsr- bergi fyrir herbergi og ef hann er hér finnum við hann. Ég leit á hana og kreisti frnrn bros. — Alísa .... - Já? — Ég þarf ekki lækningu núna, ekki núna, ég þarf lykilinn. — Við finnum lykilinn, Johnny. — Nei. Við finnum hann ekki. Þú veizt að við finnum hann ekki. Þú lézt hann á borðið, sagðirðu það ekki? Hún kinkaði kolli. — Og hann er ekki þar núna. — Nei, hann er þar ekki núna. — Það þýðir að einhver kom inn í húsið og tók hann. Það er til- gangslaust að leita að honum. Það getur verið að ég sé að verða vit- laus, en þú ekki. Hún starði á mig hugsi og kink- aði kolli. — Það er rétt hjá þér. — Skrýtið, sagði ég, — ég sit hér og bíð eftir þvi að dyrabjallan hringi, bíð eftir því að Angie komi aftur — og legg fyrir mig þá spurn- ingu hvað eftir annað, af hverju við flýjum ekki. Þannig myndu börn ráða fram úr þessu vandamáli. — Þetta er okkar hús, Johnny. — En ég hugsa eins og barn. Ég segi við sjálfan mig, ætti ég að berjast við hann? En ég kann það ekki. Ekki við mann eins og hann. Svo spyr ég: Ætti ég að taka hníf upp úr skúffunni? Eða ætti ég að taka eldskörung eða eitthvað þess háttar? Svo fer ég að óska þess að ég ætti byssu. Til hvers? Hef ég taugar til að skjóta hann eða nokk- urn og hvernig skýtur maður ann- ars mann? Hvernig getur maður bara miðað byssu og allt i einu skotið hann? — Þú gætir það ekki, Johnny. — Hvern andskotann þýðir þefto þá allt saman? Ég er fullorðinn maður og bið eftir þvi að einhver komi sem lemur mig til óbóta, ef til vill drepur mig. Hann er ekki með byssu. Hann notar hnúajórn og dósahníf. Það var maður, sem sagði mér hvað hann gæti gert mönnum með dósahnífnum og hnúajárnum. Shlakmann — Shlakmann sagði mér það. — Shlakmann? — Ekki gamli maðurinn á braut- ar pallinum, ég hef víst gleymt að segja þér frá því en það var hringt f mig á skrifstofuna í morgun og sá sem hringdi sagðist heita Shlak- mann. Hans Shlakmann. Hann sagði að gamli maðurinn í neðanjarðar- brautinni hefði verið faðir hans. Svo sagði hann mér hvað Angie gerði stundum með hnúajárnunum og dósahnífnum. — Hvað vildi hann? — Hvað heldurðu — lykilinn. — Fyrir Montez? — Kannske, ég held ekki. — Trúðu mér, Johnny, það er ekki eins slæmt og þú heldur. Þessi Angie fer ekki að lemja þig. Hann yrði að drepa mig lika og það ger- ir hann ekki. Ekki hér um hábjart- an daginn, þetta eru ekki venju- legir glæpamenn. Montez er sendi- herra, hann er sennilega úr sendi- nefnd Sameinuðu þjóðanna líka. Geturðu ímyndað þér að sllkir menn sendi einhvern hingað til að drepa okkur? — Ég get ímyndað mér það, sagði ég önuglega. — Ég get það ekki og þar að auki höfum við lykilinn. — Ég hef hann ekki. — Johnny! sagði hún og leit á mig hvasst. — Þeir vita ekki að við 40. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.