Vikan


Vikan - 10.10.1968, Qupperneq 44

Vikan - 10.10.1968, Qupperneq 44
Raðseít, sem má breyta eftir aðstæðum. Framleiöandi og seljandi: Hverfisgötu 74 — Sími 15 1 02. VELJUM ÍSLENZKT « SLENZKAN IÐNAÐ höfum ekki lykilinn. Þeir vita ekki hver tók hann. — Getur það hafa verið Shlak- mann, maðurinn sem hringdi í mig? Hann getur hafa komizt að þvi hvar ég á heima, alveg eins og hann komst að því hvar ég vinn — Nei . . . hún hristi höfuðið. — Þú hugsar ekki núna. Einhver hringir til þín — það þarf ekki að þýða neitt. Þú getur ekki sagt þeim að þú hafir týnt lyklinum. Þeir myndu ekki trúa þér hvort sem er, sama þótt þú særir það við Biblí- una. Menn af þessu tagi Ijúga jafn auðveldlega og aðrir segja sann- leikann. — Hvað veiztu um menn af þessu tagi? — Eins mikið og þú og kannske meira. Ég átti ekki heima á svona stað, þegar ég var lítill, Johnny. Ég ólst upp á götum Lundúnaborgar og það var frjólsleg m'enntun, trúðu mér til. Svo þú skalt hlusta á mig núna. Ef þú reynir að lóta þó trúa að þú hafir tapað lyklinum, lúberja þeir þig. Því ef það er satt hafa þeir ekki meira gagn af þér og kannske ertu þeim hollari dauður en lifandi, en ef það er lýgi og þeir halda að þú sért að Ijúga hafa þeir ekki tíma til að biða eftir því að þér snúizt hugur. — Hvað get ég þó sagt þeim? — Angie? Það verður hann sem kemur? Ekki Montez? — Jó. Angie. — Allt í lagi þó. Segðu honum að þú hafir lykilinn. Segðu honum að þú viljir fá meiri peninga, segðu honum að lykillinn sé ekki hér. Að þú hafir komið honum fyrir hjá vini þínum — nei, að ég hafi gert það. Það er heppilegra og ef eitt- hvað kemur fyrir annaðhvort okk- ar, lætur þessi vinur lögregluna hafa lykilinn. — Alísa, hann myndi aldrei trúa gagnsærri sögu á borð við þessa. — Jú, hann gerir það. Vegna þess að þetta er nákvæmlega það, sem hann myndi gera í þínum spor- um. Sá feiti bauð þér tíu þúsund dollara? Ég kinkaði kolli. — Segðu honum að þú viljir fá tuttugu þúsund. Ég hristi höfuðið. — Það hrífur ekki. — Það hrífur og verður að hrífa. — Alísa, fyrir guðs skuld, hvað vinnum við við það? Nokkrar klukkustundir að minnsta kosti og það getur verið nógu lang- ur tími til að hreinsa til í þessu leiðindamáli. Að minnsta kosti get- um við þá hugsað skýrt og verðurn ekki að taka ákvarðanir undir klukku. Við getum barizt við okk- ar eigin gáfnafar í staðinn fyrir hnúajárn og dósahníf. Sagðirðu ekki að lögreglan hefði annan lyk- il? Fyrr eða seinna finnur hún hólf- ið, eða kannske að sá sem stal okk- ar lykli opni hólfið, eða eitthvað enn annað. Ég veit það ekki. Ég veit bara að við finnum ekkert á næstu mínútum, sem er betra en þessi áætlun mfn. Framhald í næsta blaði. Framhald af bls. 7 Með þökk fyrir væntanlega ráðningu. S. Á. K. Þetta er eiginlega martröð miklu fremur en draumur. Það er mjög líklegt, að leikritið Mar- at-Sade sé orsökin fyrir því, að þig dreymir þetta. Það leikrit var eins og þú manst afar óhugn- anlegt, ein martröð frá upphafi til enda. Það er því mjög senni- Iegt, að það hafi haft slæm áhril' á þig. Að öðru leyti mundum við álíta, að í draumi þínum kæmi fram dulinn ótti við að vera ranglæti beittur. Næstum hver einasti maður verður einhvern tíma á ævinni gripinn slíkri til- finningu: að allar ráðagerðir lians fari út um þúfur og hann verði að sæta illum örlögum, þótt hann hafi alls ekki til þess unn- ið. Það eru svo mörg dæmi um slíkt í lífinu, sem erfitt er að réttlæta. Sumir hugga sig við þá staðreynd, að hver maður fái sinn skammt af gæfu og ógæfu, — en því miður er það ekki allt- af svo. Og svo segir máltækið, að hver sé sinnar gæfu smiður, en það er heldur ekki einhlítt. — Að lokum getum við glatt þig með því, að í gamla daga var álitið að það boðaði upphefð að dreyma, að maður sé leiddur á höggstokk. Hver veit nema þú dettir í stóran iukkupott á næst- unni? ★ 44 YIKAN 40-tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.