Vikan


Vikan - 10.10.1968, Qupperneq 45

Vikan - 10.10.1968, Qupperneq 45
fSjhfatmntt Framhald af bls. 13 undanförnu brugðið fyrir sig, og það var fastur ásetningur henn- ar að tala út um hlutina við Philip. Það er hræðilega heitt hér inni, sagði hún, þegar fyrsti þáttur var á enda. — Eigum við ekki að ganga svolítið útfyrir? Þau fóru út á svalir leikhússins, en Bosinney sagði ekki eitt einasta orð. Að lokum gat June ekki stillt sig lengur. — Það er svolítið sem ég verð að tala um við þig, Philip. — Svo já? Hvað er það? Kuldaleg rödd hans kom henni til að roðna. — Þú fjarlægist mig stöðugt. Ég sé þig varla nú orðið, og þú veizt að það er ekki til sá hlutur sem ég vil ekki gera fyrir þig. Orðin komu eins og sársaukaóp. Bosinney starði niður á götuna, án þess að svara, og þá var hringt inn. — Philip, sagði hún, — við skulum fara saman og skoða húsið á sunnudaginn. Hann roðnaði og svaraði: — Nei, ekki á sunnudaginn, heldur einhvern annan dag. Ég er upptekinn á sunnudaginn. — Er það vegna þess að þú ætlar að hitta ? Það kom hættulegur glampi í augu hans, en hann yppti öxl- um og sagði: — Ég á stefnumót, sem ég get ekki hætt við. June beit svo fast í vörina að það blæddi. Án þess að segja eitt einasta orð, gekk hún að sæti sínu, en tárin runnu niður kinnar hennar. Það var gott að það var dimmt í salnum, svo eng- inn sá tárin. Bosinney kvaddi hana fyrir utan dyrnar á húsi afa hennar. Hún grét ekki lengur. Það komst aðeins ein hugsun að hjá henni, — að vinna hann aftur, hvað sem það kostaði, og það veitti henni styrk. June ætlaði að smeygja sér upp á herbergið sitt, en gamli Jolyon kom fram í gættina á borðstofunni og sagði: — Komdu og drekktu mjólkina þína, við höfum haldið henni heitri, barnið mitt. Þú kemur seint. Hvar hefurðu verið? — Þú veizt það, í miðdegisverði hjá Soames. Með Philip. Jolyon horfði rannsakandi á hana. Það er erfitt að leyna nokkru fyrir afa, hugsaði June. En hann leit fljótt undan. Hann hafði séð nóg. Meira en nóg! Litlu síðar, þegar June var háttuð, settist hann niður með dagblaðið á hnjánum. Hann sat lengi og starði fram fyrir sig Þessi óþokki, hugsaði hann um Philip. Ég bjóst svo sem við því að June ætti eftir að eiga í erfiðleikum með hann! Skildi Bosinney vera að svíkja hana? Eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Jolyon hafði líka Bosinney grunaðan um að he'msækja Soames og Irene nokkuð oft. Þessi náungi leit aldrei á hana, eins og ástfanginn maður, hugsaði gamli maðurinn. En samt eru það ekki peningarnir hennar sem hann ásælist. Ef hún gæfi honum minnstu ástæðu, myndi hann slíta trúlofuninni, það er ég viss um. En það gerir June ekki, nei hún hengir sig á hann og hún er þrá, eins og sjálf ógæfan. Hún sleppir honum aldrei. Þennan sunnudag var sumarhiti, og Swithin fór ekki í frakka, heldur bláan lafajakka, eftir að hann var búinn að senda Adolf, ekilinn sinn, þrisvar sinnum út til að gá til veðurs, og fullvissa sig um að það væri ekki einu sinni andvari. Hann var mjög virðu- legur, þegar hann strauk fína skinnhanskana, hann ætlaði líka í ökuferð með hefðarkonu, alla leið út að Robin Hill. Hann gaf merki um að leggja af stað, hestadrengurinn sleppti taumunum og Adolf sló í hestana. Fáum minútum síðar ók A'agn- inn upp að húsi Soames. Irene kom út og settist við hliðina á Swithin. Henni fannst gaman að aka með honum, og Swithin tók eftir því. Fallega andlitið var b'.íðlegt undir hvítu slæðunni, dökku augun ge'slandi, og í hvert sinn sem hann sagði eitthvað, brosti hún glaðlega. Irene var í sannleika aðdáunarverð kona. Bosinney tók á móti þeim við húsið, og þau gengu inn, öll þrjú. Swithin var hrifinn af þrepunum, honum fannst þau glæsi- leg, og Irene brosti til hans, töfrandi brosi, þegar hann ráðlagði henni að fá sér höggmyndir til að prýða þau. Hann hafði ekki margt að segja um stofurnar, en þegar hann r NÝTT FRÁ NÝ ELDAVÉL, GERÐ 6604, MEÐ 4 HELLUM, STÓRUM STEIKAR- OG BÖKUNAR- OFNI. Yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun, stýrt með hitastilli. Sér- stakt glóðarsteikar eli- ment (grill), stór hita- skúffa, Ijós í ofni. VELJUM ÍSLENZKT- ÍSLENZKAN IÐNAÐ kom niður í vínkjallarann, hrópaði hann upp yfir sig af hrifn- ingu: — En dásamlegur kjallari! Hér komast örugglegtt sex til sjö- hundruð flöskur fyrir. Swithin vildi ekkí ganga með þeim upp fyrir húsið, til að sjá hvernig það leit út frá skógarjaðrinum, en hann fékk lánaðan stól úr vinnutjaldiru. — Farið þið bara, sagði hann, náðarsamlegtt. — Ég sit hér og virði fyrir mér útsýnið á meðan. Hann hafði elckert á móti því að vera einn um stund. Þau veif- uðu til hans og hann veifaði á móti. Þau voru svo ung og áköf. Höfuð hans hallaðist tii vinstri, rykktist upp og hallaðist út á hægri hlið, og þar varð það kyrrt. Swithin var sofnaður . Irene og Philip gengu þögul milli trjánna. Hún brosti til unga mannsins og augu hans fylgdu hverri hreyfingu hennar, brenn- andi af þrá. Hún hrasaði og hann greip um mitti hennar til að verja hana falli. Hún sneri sér við í örmum hans og sveigði höf- uðið aftur á bak, eins og til að taka við kossum hans. Þá fékk hann málið: — Þú hlýtur að vita að ég elska þig! Swithin hrökk upp með andfælum. Hann hlaut að hafa blundað. Hvar var unga fólkið? Og Adolf? Vinstri fóturinn var dofinn Hann reis á fætur, átti erfitt með að rétta úr þungum líkam- anum. Flann leit í kringum sig. Þarna voru þau! En nú námu þau staðar. Hvað gat það verið sem þau voru svo niðursokkin í? Svo gengu þau áfram, og Swithin frændi sá að það var einkenni- legur svipur á andliti unga mannsins. Loksins komu þau til hans, og andlitið á Swithin ljómaði, þeg- ar Bosinney lét Adolf taka upp hálfa flösku af kampavíni. — Ekki sem verst, sagði hann og smjattaði með tungunni, þeg- ar hann hafði sopið fyrsta sopann. Á þessu augnabliki kom honum það til hugar, sem hann síðar sagði Timothy bróður sínum með þessum orðum: — Ég væri ekk- ert hissa þótt arkitektinn væri ástfanginn í henni litlu frú Soames. — Þessi lúsablesi eltir hana með augunum, sagði hann seinna við Juley. Það er svo sem ekkert við því að segja, hún er aðdá- anlega fögur. Og hún gefur honum sannarlega ekki undir fótinn, — nei það gerir hún ekki. Okunnugir hefðu átt bágt með að skilja það hversvegna þessi 40. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.