Vikan - 10.10.1968, Page 47
hvernig málin standa. Þú, sem þekkir hann úr klúbbnum, getm-
þú ekki tala'ð við hann? Ég vonast til að heyra frá þér um leið og þú
hefir frétt eitthvað um þetta leiðindamál. Þetta kvelur mig svo
ég get ekki soíið á nóttunni.
Þinn einlægur faðir,
Jolyon Forsyte.
Jo hugsaði lengi og alvarlega um þetta bréf. Og síðdegis, þegar
hann kom í klúbbinn, settist hann nálægt Bosinney, og hafði auga
með honum. Þeir þekktust lítillega. Það var eitthvað við svip
arkitektsins, sem vakti meðaumkun Jos. Hann vissi af reynslunni
hvað það var að kveljast út af slíkum málum, og Bosinney bar
það með sér að hann kvaldist.
Svo tók Jo skyndilega ákvörðun, og settist hjá honum. Bosinney
leit spyrjandi á hann, en varð ekki það minnsta vandræðalegur,
þegar hann komst að því hver hann var.
— Hvernig gengur með húsið hans frænda míns? spurði Jo.
— Það verður tilbúið eftir viku.
— Til hamingju með það.
— Takk, en ég veit ekki hvort það tekur því að óska mér til
hamingju.
— Ekki það? Er það ekki gleðiefni að ljúka við svo stórt verk-
efni? En kannski er yður innanbrjósts eins og málara, sem selur
málverkin sín Það er eins og að kveðja börnin sín.
— Einmitt, sagði Bosinney, og það glaðnaði yfir honum. — Það
er eins og maður glati einhverju af sjálfum sér. Þér málið? Ég
vissi það ekki.
— Aðeins vatnslitamyndir. Og alls ekki sérlega góðar. Það að
ég held áfram að mála, er líklega vegna þess að ég er Forsyte,
innst inni.
— Vegna þess að þér eruð Forsyte? endurtók Bosinney undrandi.
— Ég hef aldrei hugsað um yður sem Forsyte.
— Forsytearnir eru varkárir, en þeir eru líka þráir, sagði Jo.
— Sá sem er sannur Forsyte, þekkir verðgildi á hverjum hlut sem
hann á, hvort sem þá er átt við konuna hans eða húsið hans, pen-
ingana eða mannorð hans.
— Það er víst eitthvað til í því.
Jo leit hvasst á hann. — Það er hættulegt að bregða fæti fyrir
mann af Forsytaeættinni, það er sama hvort það er húsið hans,
málverk, eða konan hans, sem maður ætlar að hafa á brott með
sér.
— En þér hafið staðið uppi í hárinu á Forsyteættinni, sagði
Bosinney.
Þessi athugasemd hitti í mark. — Þér verðið að taka það til
athugunar að ég gat það vegna þess að ég er líka Forsyte, sagði
Jo, alvarlegur í bragði, og hélt svo áfram:
— En sá sem setur sig upp á móti hefðbundnum venjum, — ja,
þér vitið hvernig farið getur fyrir þeim. Ég vil ekki ráðleggja
neinum að fara að dæmi mínu.
Bosinney var orðinn náfölur. Svo hló hann, snöggum hlátri, og
sagði með háðsbrosi. — Þakka yður kærlega fyrir ráðleggingarnar.
Ég veit að þér meinið þetta vel. En þér eruð ekki einn um það
að geta verið þrár ....
Hann stóð upp cg fór. Jo sat kyrr um stund. Svo andvarpaði
hann, tók bréf föður síns upp úr vasanum og reif það í tætlur.
Það hafði verið rólegur dagur á skrifstofunni. Soames hætti því
um þrjúleytið og fór heim.
Irene bjóst aldrei við honum svona snemma, og það var auðvitað
ekki ætlun hans að njósna um hana, en það gat ekki skaðað að
koma henni á óvart, og vita hvað var að gerast....
Hún sat, eins og venjulega í sófakróknum, með hendurnar í
skauti sér. Það voru dökkir baugar undir augunum, það var eins
og hún hefði sofið illa undanfarið.
— Átt þú von á einhverjum? spurði Soames.
— Já, það er að segja Bosinney sagðist kannski ætla að líta
inn.
— Bosinney! Hann ætti heldur að halda sig að vinnunni. Komdu
við skulum fá okkur smá göngu í garðinum.
— Ég vil helst vera laus við það, ég er með höfuðverk, sagði
Irene.
— Þú ert alltaf með höfuðverk, þegar ég bið þig um eitthvað.
Þú hefur undarlegar hugsmyndir um skyldur eiginkonunnar
Irene leit biðjandi á hann. — Áður en við giftumst lofaðir þú
því að ég fengi aftur frelsi mitt, ef við yrðum ekki hamingjusöm.
Finnst þér að við séum hamingjusöm?
— Hamingjusöm? sagði Soames, vandræðalega. — Það gætum
við verið ef þú hagaðir þér sæmilega. Veita þér frelsi? Erum við
ekki löglega gift? Vertu ekki að tala um svona vitleysu. Og af
hverju ætlar þú að iifa? Þú átt enga peninga.
— O, ég get eflaust bjargað mér á einn eða annan hátt.
mjólkin
bragöast
með
bezt
'NESQU/K
— og þú getur búið þér til
bragðgóðan og fljótlegan
kakoarykk
1. Hella kaldri mjólk í stórt glas.
2. Setja 2—3 teskeiðar NESQUIK út í.
3. Hræra. Mmmmmmmmm.
NESQUIK
KAKODRYKKUR
Hann var æstur og gekk aftur og fram um gólfið, og nam svo
staðar fyrir framan hana. — Eitt skipti fyrir öll, ég vil ekki heyra
þetta slúður. Settu á þig hatt og komdu með mér.
Hún reis hægt á fætur og fór til að ná í hatt. Augnabliki síðar
voru þau á leið til almenningsgarðsins.
Það var langt síðan þau höfðu komið þangað. Fyrstu tvö árin
af hjónabandi þeirra hafði Soames haft mikla ánægju af að sýna
hina fögru konu sína á opinberum stöðum. Hve oft hafði hann
ekki setið á bekk þarna í garðinum við hliðina á henni, sem var
alltaf skrautklædd, og brosað og heilsað í allar áttir.
Hann var líka brosandi í dag, en hann var ekki hreykinn á svip.
Þegar þau höfðu setið þarna um stund, fór fólkið að tínast af
bekkjunum í kringum þau. Þá kom maður æðandi með slíkum
hraða að allir horfðu á hann. Þetta var Bosinney, sem ekki hafði
hitt Irene heima. Hann var mjög þreytulegur, eins og eftir bæði
andlega og líkamlega áreynslu, og svitinn draup af enni hans.
— Hvað eruð þér að gera hér, spurði Soames og það var upp-
40. tbi. VJKAN 47