Vikan


Vikan - 09.01.1969, Side 5

Vikan - 09.01.1969, Side 5
Ullarverksmiðjan GEFJUN að reyna að greina sem mest, og allt í einu sé ég hvar mannvera hleypur út á götuna fyrir framan bíl- inn hjá mér. Ég stanzaði á blettinum svo að segja, enda á sama og engri ferð, samt munaði ekki nema tveimur hársbreiddum að ég æki á þennan angur- gapa, og mér fannst hann eiga það fyllilega skilið. En hann var á merktri gangbraut, og ég hefði verið dæmdur í órétti. Þetta finnsf mér hreinustu ólög, því vitaskuld á gang- andi maður betra með að stöðva sig og hinkra að- eins heldur en akandi maður, fyrir utan að gang- andi maður hefur betri að- stöðu til að sjá glöggt til allra átta heldur en sá, sem situr inni í bil með regn á öllum rúðum nema þar sem vinnukonurnar á framrúðunni þurrka. Vita- skuld verður gangandi maður að hafa sinn rétt í umferðinni, en hann má ekki hafa forréttindi alls staðar fram yfir þann, sem er akandi, eins og gang- andi fólk virðist hafa á merktum gangbrautum. — Það hlýtur að verða að taka tillit til aðstæðna. Ég vona að þú birtir þetta bréf, Póstur minn, mér þykir það sjálfum orð í tíma talað. Reiður, ungur maður á fertugsaldri. Ef þú ekur ofan Lauga- veginn, og bíll kemur ofan Barónsstíg í veg fyrir þig, svo af verður árekstur, ert þú í rétti. Ef þú ekur ofan Laugaveginn, og maður kemur hlaupandi ofan Barónsstíeinn í veg fyrir þig, svo af verður árekst- ur, ert þú í órétti. Þó hlýt- ur að vera auðveldara fyr- ir gangandi mann að stöðva en akandi mann. Þannig eru þessar reglur fáránlegar á mörgum svið- um oar minna óþægilega á þá kvöð, sem fylgdi akstri fyrstu bílanna: Að fyrir þeim gengi maður með hvítt flagg, til að vara aðra vegfarendur við sjálf- hreyfivagninum voðalega. SKULDASKIL Kæra Vika! É'g ætla að biðja þig að birta ekki nafnið mitt, en hjálpa mér nú vel, því ég er í kröggum. Fyrir ári birtir þú nafnið mitt i bréfaviðskiptadálki, og ég fór að skrifast á við strák úti á landi. Mér fannst hann svo langt í burtu, að ég lét gamminn geysa og skáldaði og skáldaði handa honum alls konar fréttir af mér og fólkinu mínu, það voru nú aldeilis ævintýri. Ég lýsti líka fyrir honum húsinu sem ég á heima í — eins og mig langaði til að það væri. Ég bjó líka til bíl handa fjölskyldunni, — hann er ekki til í veru- leikanum. Pabbi minn er . venjulegur verkamaður og (við verðum yfirleitt að velta hverri krónu ■—■ en í bréfunum mínum höfðum við alla vasa fulla af pen- ingum og gátum gert það sem hugurinn girntist. Og í sumar lýsti ég vandlega fyrir honum Mallorka- ferð, sem ég hafði farið með pabba og mömmu — en það var endursögn á lýsingu vinkonu minnar, sem fór í svona ferð. Og nú kemur rúsínan: Dreng- urinn kemur í bæinn eftir áramótin og vill ólmur heimsækja mig! En sú frekja! Þá kemst allt upp, auðvitað! Hvað í ósltöpun- um get ég gert? Svaraðu mér nú fljótt og vel, þín fjögur X. Það er varla um margt að ræða. Annað hvort að játa allt fyrir piltinum og biðja fyrirgefningar á skáldskapnum — eða bæta gráu ofan á svart og senda lionum express bréf um, að þú sért flutt með öllu þínu fólki til Ástralíu! KOSSAVANDI Kæra Vika! Við erum hér tvær stelpur, sem erum í mikl- um vanda staddar. Við er- um farnar að hafa mikinn áhuga fyrir strákum. Hvað eigum við að vera gamlar, þegar við förum að kyssa þá? Hvernig er skriftin? XX og YX. Já, mikill er ykkar vandi! Þið megið kyssa stráka frá því í vöggu — ef þið látið þar staðar numið. Líklcga er ykkar vandi sá mestur, að liandsama þá til þess! — Skriftin er eftir vonum. Gefjunaráklstfi Gefjunaráklæðin breytast sí fellt í litum og mimstrum, því i æður tízkan hverjn sinni. Eitt breytist þó ekki, vöru- vöndun verksmiðjunnar og gæði íslenzku ullarinnar. Allt þetta hefur hjálpað til að gera Gefjunai áklæðið vinsælasta húsgagnaáklæðið í landinu. 2. tbi. VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.