Vikan - 09.01.1969, Side 10
HVERINIIC3 LIFUM VID
ÁRIÐ
i HM B
stofu ellegar fleiri stofum en
einni. Sömuleiðis er hægt að hag-
nýta þetta tæki í einkatímum og
jafnvel sjálfsnámi.
Myndsegulband rúmar veru-
lega miklu meira efni en sam-
bærilega fyrirferðamikil kvik-
myndafilma, og stækkunarmögu-
leikarnir eru mun meiri. Flest
bókasöfn heims eru yfirfull af
bókum, tímaritum og blöðum;
mikið af þessu efni er tekið upp
á smáfilmur, sem síðar eru
stækkaðar myndir af eftir þörf-
um. En jafnvel með mestu mögu-
legri stækkun verða myndirnar
af þessum smáfilmum minni en
venjulegur sjónva^psskermur.
Meðal alfræðisafn myndi rúmast
í hylki sem væri um 10 senti-
metra breitt og 18 sentimetra á
þykkt, og af því væri hægt að
sýna hvaða síðu sem óskað er,
hvenær sem er, á allt að 27"
skermi.
Möguleikar myndsegulbands-
ins eru nær óendanlegir. Þeir
geta leyst venjuleg segulbönd
af hólmi að verulegu marki,
sömuleiðis hvers konar hljóm-
plötur og plötuspilara. Á þessu
stigi málsins er ekki gott að
segja, hvað áhaldið muni kosta,
en gizkað er á, að sæmilegt
myndsegulbandstæki með teng-
ingu v'ð sjónvarpstæki muni
kosta í kringum tíu þúsund krón-
ur, en kasettur með dagskrám
frá 1500 til 4500 krónur. í kas-
ettunum verður allt fáanlegt, si-
gild leikrit, glæpamyndir, skop-
myndir, fræðslumyndir, ballett-
sýningar og guð má vita hvað.
Talið er, að sjónvarp muni í
framtíðinni gerbylta háskólafyr-
irkomulagi um allan heim, því
stúdentarnir geta fylgzt með fyr-
irlestrum heima hjá sér, eða í
hópum þar sem henta þykir.
Brezka stjórnin hefur þegar veitt
fé til tilrauna á þessu sviði. Það
er sama hver aldurinn er og
undirbúningsmenntunin, líka
hvar stúdentinn er búsettur, alls
staðar getur hann fylgzt með
kennslunni í sjónvarpinu, en
sambandið við prófessorana
verður bréflega, símleiðis eða
augliti til auglits, allt eftir því
hvernig á stendur. Nokkrir hlut-
ar námsefnisins og námstímans
verða þó að minnsta kosti í fyrir-
sjáanlegri framtíð að vera upp á
gamla mátann, og þá verða próf
í viðkomandi greinum á grund-
velli sjónvarpsins ein látin skera
úr um, hverjir fá þar að vera
með og hverjir ekki án tillits til
formenntunar. Skilyrði til þess
að fá að þreyta próf verða þó að
líkindum þau, að stúdentarnir
hafi látið skrá sig á vanalegan
hátt og goldið námsgjöld. Fyrstu
„sjónvarpsháskólar" sem eru
með þessu sniði munu hefja
starfsemi sina haustið 1970.
Varðandi almenna útsendingu
á litasjónvarpi er það að segja,
að þótt það sé nú mjög að ryðja
sér til rúms, eru menn ekki á eitt
sáttir um ágæti þess. Litirnir
þykja á margan hátt óeðlilegri
og myndinni hættir til að verða
óskýrari en gengur og gerist með
svart/hvítar sjónvarpsmyndir.
En þróunin er sú, bæði með lita-
sjónvarp og venjulegt, að skerm-
arnir fara minnkandi. Á bernsku-
árum sjónvarpsins kepptust
menn við að fá tæki með sem
stærstum skermum, en reynsla
síðari tíma hefur leitt í liós, að
heppilegra er að nota ekki miög
stóra skerma, og takð er, að í
framtíðinni verði þau tæki al-
gengust, sem hafa skermastærð
frá 11 tommum upp i 19 tommur,
mælt skáhallt horn í horn.
Fleygiþróun síðustu ára á sviði
útvarps- og sjónvarpstækni er
fyrst og fremst framförum í el-
ektróník að þakka. Og þótt
mannsandinn hafi náð allgóðum
tökum á þessari flóknu tækni nú
til dags, er það þó Htilræði móti
því, sem verður í íramtíðinni.
Það eru ekki full tuttugu ár síð-
an að venjulegir útvarpslampar
voru allsráðandi, en þeir fóru
síminnkandi, þar til þeir voru
ekki stærri en þumalf:ngur á
manni. Þá fundu þrír vísinda-
menn við tilraunadeild Bell-
félaginu upp transistorinn, og
þar með urðu þáttaskil í elektró-
tækni.
Nú er transistorinn hvarvetna
notaður. Kjarn:nn í honum er
ekki stærri en hrísgrjón, en samt
kemur hann fyllilega í staðinn
fyrir útvarpslampann. Þar að
auki fer mun minna fyrir hon-
um og hann er öruggari. Til-
koma transistoranna var mjög
mikilvæg vegna þess, að með
þeim var kleift að gera elektrón-
ísk tæki, sem áður hefðu verið
of umfangsmikil til að verða að
gagni. Vasaútvarpstæki er dæmi
um slíkt. Það er bara upphafið.
Nanósekúnda heitir sú eining, seni notuð er um vinnutíma vélheila. Æ
fleiri áhöld eru nú miðuð við nanósekúnduna. Hér hefur Laserljós-
sprenging verið „fryst“ með sjálfvirkri ljósmyndavél, sem tók eina
mynd á hverri nanósekúndu — sem er einn milljarðasti úr venjulcgri
sekúndu.
10 VDCAN 2 tbl