Vikan - 09.01.1969, Side 11
Einhvern tíma í blámóðu fram-
tíðarinnar er mögulegt, að hvert
mannsbarn fái þegar við fæðingu
sitt eigið símanúmer, sem einnig
verður númerið á nafnskírtein-
inu, ökuskírteininu, flugskírtein-
inu, sjúkrasamlagsskírteininu og
öðru þvíumlíku. Símanúmerið
verður ekki bundið við ákveðið
tæki, sem er fast við þráðakerfi
landsímans, heldur þráðlaust á-
hald á stærð við armbandsúr.
Með þessu tæki á að vera hægt
að ná fljótlega sambandi við
hvern sem er, hvar sem er á
jörðinni. Þá er útilokað, að mað-
ur nái ekki sambandi af því eng-
inn sé heima, tækið ber hver og
einn með sér og ef ekki er anzað,
stafar það af viljaleysi þess sem
hringt er til og engu öðru. En
erfitt kann að verða að muna
símanúmer sitt og vinanna, því
þegar fólksfjöldinn á jörðinni er
kominn yfir 10 milljarða, verða
símanúmerin komin með ellefu
tölustafi.
Ýmsir telja, að slíkt símakerfi
verði til þess að þurrka út ein-
staklingskenndina og brjóti í
Á bernskuárum
sjónvarpsins kepptust
menn viö að fá tæki
meö sem stærstum
skermum, en reynsla
síðari tíma hefur leitt í
Ijós, að heppilegra er
að nota ekki mjög
stóra skerma, og talið
er, aö í framtíðinni
verði þau tæki algeng-
ust, sem hafa skerma-
stærð frá 11 upp í
19 tommur, mælt ská-
hallt horn í horn.
bága við þörf mannsins til að
vera einn og í næði. En tæki sem
þetta myndi draga gífurlega úr
öllum vegalengdum, og ef ein-
hvern tíma kæmi heimsstjórn
með heimsforseta, gætu slíkir
stjórnaraðilar talað beint til íbúa
heimsins gegnum það.
Ekki verða þessi tæki í sjálfu
sér svo langdræg, að þau dugi
heimshornanna á milli. Þau verða
því aðeins nothæf, að til komi
milliganga gervitungla. Þess
vegna mun heimur framtíðarinn-
ar verða umkringdur endur-
varpshnöttum, sem flytja bæði
tal og' mynd, svo fólk getur jafn-
framt sézt án þess að hittast
nokkurn tíma.
Hópar manna geta safnazt
saman í eina stofu og haldið fund
með öðrum hópi hinum megin á
hnettinum, fyrir milligöngu sjón-
varpshnattanna. Forstjórinn get-
ur setið heima í letistólnum sín-
um og stýrt fyrirtækinu á sama
hátt. Viðskiptaferðalög og fjöl-
mennar stjórnmálaráðstefnur á
einum stað verða óþarfi. Menn-
ingarviðburðir og hátíðahöld
verða ekki lengur einkaeign
þéttbýlisbúa, afskekktasti kot-
bóndi getur verið þar virkur
þátttakandi með tilkomu fjar-
skiptatækninnar.
Elektróník og sjónvarp gerir
skurðlækni kleift að gera heila-
uppskurð á sjúklingi í 10 þúsund
kílómetra fjarlægð. Sá veiki
liggur þar á sínu skurðarborði
og er skorinn upp með nákvæm-
um elektrónískum tækjum, sem
læknirinn fjarstýrir. í sjónvarp-
inu getur hann fylgzt nákvæm-
lega með gerðum sínum og líð-
an sjúklingsins.
Það er óneitanlega efnileg spá,
að eftir 50 ár þurfi maður ekki
annað en hreiðra um sig í uppá-
haldsstólnum framan við sjón-
varpið í staðinn fyrir að drattast
í vinnuna, hvernig sem viðrar.
En kannski mega þeir prísa sig
sæla, sem hafa vinnu, því elek-
tróníkin vinnur öll kerfisbundin,
vanamyndandi störf, en ekki
nema tiltölulega fáa starfsmenn
þarf til að fylgjast með þeim á
sj ónvarpsskerminum.
Frá upphafi vega hefur mann-
kindin verið framleiðandi. Hún
hefur framleitt mat og síðar alls
konar varning. í framtíðinni eru
iíkur til, að hér verði breyting
á, maðurinn verðru- að verulegu
leyti aðeins neytandi þeirrar
framleiðslu, sem elektróníkin sér
um: í landbúnaði, iðnaði og víð-
ar.
Hver sá, sem einhvern tíma
hefur ferðast í lyftu, ætti að geta
gert sér hugmynd um, hvernig
vélheili vinnur. Lyfta fer af stað
og stanzar á þeirri hæð, sem
óskað er, sé hún á uppleið stanz-
ar hún ekki fyrir þeim, sem hafa
óskað eftir fari niður, og öfugt.
Ennfremur sýna margar gerðir á
töflu, á hvaða hæð lyftan er á
hverjum tíma. Lyftan fær ekki
móðursýkiskast, þótt mikið sé að
gera og margir þrýsti á hnappa
hennar, á hæðunum og í henni
sjálfri, af mikilli óþolinmæði og
margir í einu. í hvert skipti, sem
ýtt er á hnappinn, berst rafslag
(púls) til stjórntækjanna. Sumar
eru þannig útbúnar, að stjórn-
tækin taka aðeins við slíkum
boðum, þegar einu verki er lok-
ið, aðrar þannig, að stjórntækin
geta að vissu marki geymt skila-
boð rafslaganna og afgreitt pant-
anir í þeirri röð, sem þær ber-
ast. Vélheilar (rafheilar, tölvur)
vinna einnig eftir slíkum rafslög-
um.
Elektrónískir vélheilar hafa
smám saman létt fleiri og fleiri
störfum af mönnunum, og í fram-
tíðinni mun þjóðfélögunum að
verulegu leyti stjórnað með
þeim. Það er oft freistandi að
láta sér detta í hug, að vélheil-
arnir hugsi sjálfir, en hvert barn
Framhald á bls. 41.
Nú þegar cr farið að framleiða útvarpstæki fyrir bíla með innbyggðu
sjónvarpi. í framtíðinni vcröur hægt að stilla sjónvarpstækið þannig,
að eigandi þcss geti sctt sig í mynd- og liljóðsamband viö livern sem
er, hvar sem cr, eða skoöað í hcrbergin heima hjá scr.
y—----------------------------------------------------------------
----------------------------------------------------------------N
Elcktróníkin kemur víða við. Mörgum liefur j»ótt harla ój»ægilegt að
mæla líkamshitann upp á gamla mátann, hvað l»ó iðulega er ólijákvæmi-
legt, þcgar vcikindi eru annars vegar. Nú hefur vcrið búið til clektrón-
ískt áhald, sem mælir hitann mjög örugglega án sársaukameiri að-
ferða en sýnd cr á þessari inynd. Tækið sýnir hitann upp á einn hundr-
aðasta úr gráðu.
V----------------------------------------------------------------->
2. tbi VIKAN 11