Vikan


Vikan - 09.01.1969, Page 13

Vikan - 09.01.1969, Page 13
— Auðvitað er ekki hlaupársdagur. Þér vitið örugglega hversvegna ég er að biðja yðar, og þess utan myndi ég aldr- ei nota mér réttindi hlaupársdagsins. Það er hlægilegt! — Þér misskiljið mig. Sem lögfræðingur hef ég alltaf haft áhyggjur af því hvaða afleiðingar það gæti haft, ef einhver kona notfærði sér þau réttindi. Það gæti haft þó nokkur út- gjöld í för með sér. — Ef þér kvænist mér, þurfið þér aldrei að hafa áhyggjur af útgjöldum, sagði hún. — Þá verðið þér rfkur maður, og ég sé enga ástæðu fyrir því að þér neitið mér. Á sama augnabliki kom mjög góð ástæða fram á sjónar- sviðið. Hún var glæsilega klædd, andlitið var eins og á mar- marastyttu og rautt hárið var silkimjúkt og gljáandi. Vanessa hér hún. — Vanessa, elskan mín, hve oft hef ég sagt þér að þú mátt ekki trufla mig, þegar ég er að sinna viðskiptavinum mínum? — Mjög oft, elskan, en ég gleymi því alltaf. Hún kyssti hann á kinnina og ætlaði að segja eitthvað, þegar hún tók eftir Deirdre. — Get ég hjálpað yður, fröken? spurði hún og brosti hæ- versklega. — Já, þér gætuð útvegað mér eiginmann, sagði Deirdre, og leit út sem sakleysið uppmálað. Brosið hvarf og Vanessa sagði: — Vilduð þér þá ekki vera svo góð að leita að bráðinni á einhverjum öðrum stað. Deirdre flýtti sér burt, og fór nú að hugsa alvarlega um ástand sitt. Næsti maður, sem hún biðlaði til, var um sjö- tugt, og var um það bil að halda upp á gullbrúðkaupsdaginn. Hún var ekki lengi að komast að tveimur atriðum í þessu máli. Það fyrra var — að ásælast ekki eiginmann annarrar konu, og — að gamlir menn eru ekki eingöngu of gamlir, — þeir eru venjulega kvæntir líka. í öngum sínum keypti hún vikublað og fór að fletta þvf. Það var fullt af myndum af dásamlegum húsum, en svo kom hún allt f einu auga á mynd af manni og konu, og undir myndinni stóð: ,,Lady Susan skálar við Sir James f kampa- vini a veiðimannabaltinu." Þar fyrir neðan var brúðkaups- mynd af þessu sama fólki. Brúðguminn var bæði höku- og hárlaus, en það sem Deirdre hjó eftir, var það að þau höfðu kynnzt a veiðimannaballinu. Auðvitað var hið árlega veiði- mannaball rétti staðurinn til að verða sér úti um eiginmann. En þá varð hún líka að læra að sitja hest. Snemma næsta morgun flýtti hún sér út að reiðskólanum °g bað um tíma f reiðmennsku. Henni var sagt að bezt væri fyrir hana að sitja gamla, gæfa meri, sem var kölluð Stardust, og að ungur maður, sem var kallaður Bob, ætti að vera henni til trausts og halds. Hún fékk áhuga á reiðmennskunni, þeg- ar hún sá Bob, því hann reyndist vera axlabreiður jötunn, f gulri peysu og reiðbuxum. Þegar allt kom til alls, þyrfti hún kannski ekki einu sinni að fara á veiðimannaballið. Áhuginn renaði svolítið, þegar einn hestasveinanna kom hlaupandi og sagði Bob að Stardust hefði fleygt knapanum af sér, og bað hann að hringja eftir sjúkrabfl. En þegar Deirdre var búin að ákveða það með sjálfri sér, að líklegast væri réttast að láta arfinn ganga til þess að reisa minnismerki, kom Bob arkandi með brúna hryssu. — Verið velkomin, fröken O'Neill, sagði hann. — Viljið þér ekki byrja strax? Þetta er Stardust. — Er, - er hann — rólegur? Hún gat ekki fengið af sér að kvenkenna þessa ristastóru skepnu. Róleg? Stardust gamla er eins og Ijúfasta lamb. Svona. Á bak með yður! Tilfinningar Deirdre voru nokkuð blandaðar, þegar hún fór á bak. Að fara á bak er ef til vill ekki rétta lýsingin á þeirri aðferð sem hún hafði við að klifra upp á skepnuna, en það skiptir ekki meginmáli. Það að sjá Bob sitja á glæsilegum, svörtum fola, var nóg til að hún hugsaði sér að gefast ekki upp í leitinni að eiginmanni. Sparkaðu i lendarnar á henni, kallaði Bob, — svo leggj- um við af stað. Deirdre keyrði hælana í nára hestsins. Stardust sneri hausn- um, og það var auðskilið hvað hún hugsaði. Það var greini- legt að augnaráðið sagði: — Ef þú sparkar aftur í mig, þá fleygi ég þér af baki. Framhald á bls. 36. 2 tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.