Vikan


Vikan - 09.01.1969, Blaðsíða 17

Vikan - 09.01.1969, Blaðsíða 17
/------------------------------------------------------------------------------------------"N' ÞAD SEM ADUR EK KOMIB: Angelique er komin ásamt manni sínum tii meginlands Ameríku. Þau tóku land þar sem de Peyrac hafði komið sér upp litlu þorpi á Nova Scotia, og kallaði Gouldsboro. Þar fann hún aftur syni sína, Florimond og Cantor, sem voru komnir lil föður síns, en hún hafði álitið þá dáná. — I Gouldsboro urðu mótmælendurnir frá La Itochelle eftir, að undanteknum Jonasarhjónunum og Elvire, hinni ungu ekkju bakarans og sonum hennar, en þetta fólk hélt af stað ásamt greifahjónunum og mönnum greifans í leiðangur lengst inn í skógana, þangað sem fáir hvítir menn höfðu áður farið. Hestar höfðu aldrei troðið þessar slóðir, en nú tók greifinn nokkra hesta með. Hann sagði, að þar sem menning ætti að skjóta rótum, væru hestar ómissandi. Leið þeirra var heitið til varðstöðvar greifans, Katarunk, ofarlega með Ivennebecfljóti. Venjulega leiðin þangað var eftir ánum, en nú brauzt greifinn með liði sínu beint af augum. Þetta var erfið ferð og harðsótt, en loks náðu þau svo langt, að ein dagleið skildi milli þeirra og varðstöðvarinnar. Þá sleit hryssa Angelique sig lausa úr náttstað, en þegar Angelique fór að leita hennar, heyrði hún messugjörð krist- iuna manna. Þeir komu auga á hana og veittu henni eftirför, hrópandi „kvendjöfullinn frá Akadíu!“ — en hún slapp í áningarstað og skýðri frá því, sem fyrir hana hafði borið. Og Peyrac býr sig undir átök .... v__________________________________________________________________________________________/ i göngunni með skotum, begar þeir leggja af stað yfir síðari helming vaðsins, án þess að meiða nokkui'n. — Heldurðu, að þú getir það? Angelique hafði grandskoðað allar aðstæður mjög vandlega, og nú sneri hún sér að eiginmanni sínum. — Hvað um þig, Joffrey? Ertu ekki þjálfuð skytta líka? — 1 þessari fjariægð er ég viss um, að þín augu eru betri en mín .... — ,Sé svo .... Hún hikaði. Það sem hann bað hana að gera, var einkar erfitt. Sólin flæddi ofan i gljúfrið. Hinsvegar var hún glöð yfir því trúnaðartrausti, sem greifinn sýndi henni, og að geta að lokum lagt eitthvað af mörkum sjálf. Synir hennar og karlmennirnir, sem í kring stóðu, horfðu efablöndnum augum á hana, undrandi yfir hegðun greifans, og hún fagnaði þessu tækifæri til að sanna þeim, að þegar stríð og skothrið voru annarsvegar, hafði hún séð jafnmikið, ef ekki meira en þeir, þótt þeir væru sjóræningjar. Joffrey endurtók: — Ætlar þú ? Hún svaraði: — Ég skal reyna. Hvaða vopn læturðu mig hafa? E’inn mannanna rétti henni múskettu, sem hann hafði hlaðið, en hún hristi höfuðið. — Ég vil fá byssu, sem ég hef hlaðið sjálf. Henni var rétt byssa Monsieur de Peyracs. Þessa byssu bar Bretoninn Yann le Couennec fyrir hann og hugsaði vel um. Úr þessari múskettu mátti skjóta tveimur skotum, án þess að hlaða hana á milli. Skeftið var úr valhnot en greypt með perlumóðurskel. Hún var bæði iétt og sterk og Angelique bar hana að öxlinni, ánægð i bragði. Hún skoðaði púðrið, kúlurnar og hvellettuna, sem henni var rétt, hreinsaði tvöfalt hlaupið, þjappaði i forhlaðinu og kúlunum og lokaði byssunni. Augu full af forvitni fylgdu hverri hennar hreyfingu. Þegar hún hafði komið hvellhettunum fyrir, hallaði hún sér að steininum. Hún fann á ný fyrir þessari spennu, sem hún þekkti svo vel, tilfinn- ingunni sem fylgdi skæruhernaði. I sólarljósinu fyrir neðan sá hún eyj- aroddann og glitra á steinana við seinni helming vaðsins. Hjarta hennar tók að slá örar. Þannig fór henni alltaf, áður en átökin hófust, en þegar stundin rann upp, var hún þvert á móti einkennilega róleg, undarlega tóm og ísköld. Hún stóð upp: —• Hafið tvær hlaðnar byssur reiðubúnar handa mér, ef fyrstu skotin verða ekki nóg til að stöðva þá. Svo beið hún. Minna en klukkustund seinna glumdi skrækur nátthrafn við gegnum skóginn. Það var svo kunnuglegt hljóð, hrafnskrunkið og kurrið i dúf- unum, að enginn veitti því sérstaka athygli. En Nicholas Perrot las sérstaka merkingu úr þessu kalli. Hann hallaði sér í áttina til Angelique og sagði: — Þetta var merki Mazoks. Það var Indíáni, sem fyrstur kom í ljós á árbakkanum, Húroni, og á eftir honum kom loðdýraveiðimaðurinn, sem Angelique hafði séð um kvöidið áður í gljúfrinu. Síðan kom liðsforingi, nokkrir Indíánar og mjög ungur Frakki. gullinhærður drengur, klæddur í bláan lafafrakka liðsforingja konungsins, en hann bar harla sundurleitt safn vopna, öxi, sveðju og púðurhorn. Knipplingahálshnýtið var þvælt og kæruleysis- lega bundið, en hatturinn var allur beyglaður og skreyttur með svörtum og hvitum arnarfjöðrum, sem áttu ekkert sameiginlegt við aðrar skreyt- ingar á búningi hans, jafnvel þótt borðarnir á uppábrotunum, líning- arnar og hnappagötin, bentu til þess, að föt hans hefðu eitt sinn verið einhverskonar einkennisbúningur. Hann var með legghlífar úr leðri og í mokkasinum. Þau sáu hann þjóta niður að ánni, fullan af kátínu og skvetta framan í sig vatni. Yfirmaður hans, risinn með hattinn, sem Angelique hafði skotið i gegnum kvöldið áður, kallaði: — Rólegur, Maudreuil! Þú hefur eins hátt og elgsdýr i áhlaupi. —■ Nú, við erum ekki nema tvær mílur frá Katarunk, svaraði ungi maðurinn glaðlega. — Óttastu, að við rekumst aftur á illa anda eins og í gærkvöldi ? Raddirnar bárust skýrt og greinilega til fólksins, sem stóð í leyni hinum megin við ána. —• Ég veit ekki hvað ég óttast, svaraði lautinantinn. — En mér gezt ekki að þessum stað. Mér hefur alltaf fundizt þetta vera banagildra. Hann leit upp á klettana og það var eins og hann boraði augnaráðinu gegnum laufin, sem bærðust hægt í blænum. —• Finnurðu lykt af Irokum? spurði ungi maðurinn og hló. -— Það er eins og þú hafir sérstaklega stillt nef fyrir þá. —• Nei, en ég finn eitthvað annað á mér. Ég veit ekki hvað. Við skulum halda áfram. Þvi fyrr, sem við náum yfir, þeim mun betra. Komið nú. Ég fer fyrstur. L’Aubigniere, kallaði hann til loðdýraveiði- mannsins. — Viltu vera síðastur? Og svo lagði hann af stað út yfir vaðið. Stökk í fimlegum, stórum skrefum frá steini til steins. Uppi á klettunum snerti Nicholas Perrot öxl Angelique, þar sem þau voru falin í trjánum: — Fyrir guðs skuld, dreptu hann ekki. Þessi stóri er Pont-Briand lautinant, bezti vinur minn. Loðdýraveiðimaðurinn er Hinir þrír fingur þriggja fljóta, og sá yngsti er Maudreull barón, bezti drengur í Kanada.. Angelique lokaði augunum andartak, til merkis um að hún hefði heyrt orð hans. Já, auðvitað myndi hún beita ýtrustu varfærni við svona virðulega óvini, en þetta gerði henni ekki auðveldar um vik með það, sem hún átti að gera. Risinn, sem Perrot hafði kallað Pont-Briand lautinant, var kominn út á eyjuna. Þarna stóð hann grafkyrr með hendur á lendum og virti fyrir sér umhverfið eins og tortrygginn hundur. Hann þefaði út i loftið. Hann var hattlaus og dökkt hár hans blakti um höfuðið og axlirnar. Birtan kom aftan að honum, svo hann leit út fyrir að vera með ofur- lítin rauðan geislabaug. Það var ekki að sjá, að hann skynjaði neitt óvenjulegt. Hann yppti öxlum og lagði af stað yfir eyjuna, á undan Húronúnum, sem þegar voru komnir yfir vaðið. Angelique einbeitti sér af alefli og studdi byssuna við öxl sér. Svo fylgdi hún Pont-Briand með byssuhlaupinu, þegar hann gekk niður að vatninu, hinum megin við eyjuna. L’Aubigniere loðdýraveiðimaðurinn, var nær henni. Hann var enn á bakkanum og herti á villimönnunum, sem héldu áfram að þyrpast út úr skóginum. Pont-Briand var nú kominn fremst fram á litlu eyjuna. Hann nam staðar eitt andartak og leit á menn sina, sem nú voru sem óðast að stikla yfir vaðið. Án þess að vita af því, bætti hann um fyrir þeim, sem fylgdust með honum ofan af klettunum, og sagði, að áður en langt um liði, myndi allur ihópurinn verða saman kominn í gljúfrinu, og það var einmitt það, sem Joffrey de Peyrac ætlaðist ti.l. Að lokum sneri lautinantinn sér við og lagði af stað yfir siðari helming vaðsins. Stundin var komin. Öll athygli Angelique beindist að þessum eina stað: flata steininum, sem maðurinn æt'laði að fara að stíga á. Hún kreppti fingurinn um gikkinn. Það kvarnaðist úr steininum utan- verðum og glumdi í öllu gljúfrinu af bergmálinu. Franski lautinantinn stökk aft-ur á bak: Framhald á bls. 43 2. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.