Vikan - 09.01.1969, Page 18
ilSiS
mSBmBSgm
' 'y
'/
f'ú
m
Eins og flestrm er kunnugt starfar á Keflavík-
urflugvelli bandarísk orrustuflugsveit, sem fylg-
ist með ferðum rússneskra flugvéia og skipa.
Sveitin heitir „Svörtu riddararnir" og hefur á að
skipa tólf orrustuþotum af gerðinni F 102 A. Tíu
þeirra eru eins manns vélar, en tvær þeirra
tveggja manna, og eru þær notaöar við æfinga-
flug. í sveitinni cru nokkru fleiri flugmenn en
vélarnar, en samt vantar alltaf flugmenn. Með-
alaldur þeirra er 28 ár, og þeir þurfa að ganga
í gegnum þriggja ára stranga þjálfun, áður en
þeir eru útskrifaðir orrustuflugmenn. Þeir búa
ásamt fjölskyldum sínum í Keflavík og nágrenni.
Þeir fljúga daglega, ef þess er nokkur kostur, og
þurfa að vera til taks hvenær sóiarhringsins sem
er, ef þörf krefur.
Almenningur þekkir ekki orrustuþoturnar á
KeflavíkurfIugvelIi af öðru en hávaðanum, sem
þeim fylgir, og hafa kannski séð þær á flugi við
og við. En hvernig skyldi vera að fljúga með
slíkri flugvél?
Aðalsteinn Karlsson hefur lengi átt sér þá ósk
heitasta að fá að fljúga eina ferð með orrustuþotu
yfir ísland. Á vegum VIKUNNAR fékk hann ósk
sína uppfyllta snemma síðastliðið haust, gegn
því skilyrði, að hann segði lesendum í stórum
a'ráttum frá ferðinni. Við skulum ekki hafa þessi
inngangsorð fleiri, en gefa Aðalsteini Karlssyni
orðið: é
18 VIKAN 2- tbl'