Vikan - 09.01.1969, Síða 27
að sjá hvernig hún eltir hann með augunumi Hún elskar ekki mann-
inn sinn, henni þykir bara vænt um hann.
— Vinan mín htla....
Anne greip hönd hennar. — Segðu mér allt eins og það var, ég
vil heldur vita það....
Anne stóð við gluggann í svefnherberginu, þegar 'Jon kom upp um
kvöldið. — Jon, sagði hún í biðjandi róm, — þú mátt aldrei hætta
að elska mig.
— Hvað er að þér, ástin mín, hversvegna ætti ég að hætta að
elska þig? spurði Jon undrandi.
— Ég veit það ekki, karlmenn eru stundum þannig. Það er ekki
í tízku að vera trygglyndur. Ég er hrædd við Fleur. Hún er svo
gáfuð og ég hefi það á tilfinningunni að þú sért ástfanginn af henni.
Eg vildi óska að þú hefðir sagt mér þetta allt saman... Jon, ég er
svo óhamingjusöm. Elskaðu mig....
Eftir að hún var sofnuð lá Jon lengi vakandi. Tunglið skein
inn um gluggann, og hann hafði það á tilfinningunni að einhver andi
væri þarna á sveimi, andi, sem sveigðist og dansaði fyrir augum
hans, — og hvíslaði:
— Elskaðu mig líka.... Mig líka....
Hann reis upp á olnbogann og virti fyrir sér dökka höfuðið, sem
lá við hlið hans á koddanum. Nei, það skildi aldrei.... aldrei verða
önniu1 en Anne......
Fleur varð undrandi þegar stofustúlkan sagði henni að June For-
syte væri komin. Og það var sannarlega June, sem stóð í dagstof-
unni og virti fyrir sér málverk eftir Fragonard.
— Þetta er falleg stofa, sagði June. — Hér myndi málverk eftir
Harold Blade taka sig vel út. Hefir þú séð málverkin hans?
Fleur hristi höfuðið.
— Ekki það? Ég hélt að allir.... Hann er dásamlegur, bætti June
við og tók sér sæti. Mannamyndir hans eru hrein meistaraverk. Þú
ættir endilega að láta hann mála þig. Þú getur beðið föður þinn að
gefa þér málverkið, hann lætur hvort sem er allt eftir þér, og hann
neitar þér ekki um það. Þetta væri líka mjög gott tækifæri fyrir
Harold, þú ert svo þekkt í samkvæmislífinu, og það. gæti verið að
fleiri kæmu á eftir. Fólk er líka þó nokkuð spennt fyrir þér síðan
réttarhöldin voru......
Fleur hryllti við tilhugsuninni um þau, en June hélt óhikað áfram:
— Harold er einmitt núna að mála myndir af Anne og Jon. En
heyrðu mig, veiztu annars að Jon er búinn að kaupa búgarð?
Hún starði rannsakandi á Fleur, sem gætti þess þvi að horfa
eikki beint framan í hana. Ef Jon var að láta Blade mála sig, þá
ætlaði hún að gera það, líka, hugsði Fleur. Hún var mikið búin að
hugsa um það í seinni tíð, hvernig hún ætti að reyna að hitta hann.
June rétti Fleur höndina og bjó sig til að fara. — Það er þá loforð,
er það ekki, að þú kemur til að skoða myndirnar hjá Harold. Ég
lánaði honum vinnustofuna mína. — Ég er ekki viss um að hon-
um líki þessi nýtízkulega hárgreiðsla.....
— Éð get ómögulega látið hárið vaxa til að þóknast honum, sagði
Fleur hlæjandi. — En þarna er pabbi að koma. Hún hafði séð
Soarnes ganga fyrir gluggann.
— Ég vil helzt komast hjá því að hitta hann, sagði June.
Fleur skemmti sér yfir þessu og sagði: — Þá verðurðu að fara
hinum megin út....
Andartaki síðar kom Soames inn í stofuna. — Hvað var þessi
kvenmaður að gera hér? spurði hann. — Jú, ég þekki hana. Hún
er ólukkukráka.
— Hún átti ekkert sérstakt erindi. Hún var bara að mæla með
ungum málara, sem hún hefur mikið álit á. Hún vill að þú látir
hann mála mynd af mér.
— Svo-o. Hvað heitir þetta spánýja furðuverk?
— Blade, held ég, sagði Fleur. •—■ Hún lánaði honum vinnuslofu.
— Ég hef aldrei heyrt hans getið.
— Það verður örugglega ráðin bót á því, pabbi.
— Já, andvarpaði Soames. — June sleppir aldrei því sem hún
hefir einu sinni náð í. Það er ættgengt, þú veizt, Forsyteeðlið. Ég hefi
svo sem ekkert á móti því að skoða málverkin hjá þessum Blade, en
ég vil umfram allt ekki hitta June.
- Ég skal sjá um það, pabbi, sagði Fleur glaðlega.
Daginn eftir, þegar Soames gekk um í vinnustofu June og virti
íyrir sér málverk Harold Blades, þá fékk hann, á móti vilja sínum,
áhuga á verkum hans. Þessi nárrngi var auðvitað nýtízkulegur, en
hann hafði greinilega milda hæfileika. Soames nam staðar fyrir
framan málverk af June, virti það fyrir sér, og fór svo að hlæja.
— Þér hafið svei mér náð henni snilldarlega, sagði hann háðs-
lega. En þegar þau komu að málverkinu af Anne, sagði Fleur og
var mjög fljótmælt: — Pabbi, hvað finnst þér um þetta?
— Er það alveg búið, spurði Soames hikandi.
Blade kinkaði kolli. — Já, ég sendi þeim það á morgun.
— Hvað takið þér fyrir að mála dóttur mína?
— 150 pund.
— Það eru miklir peningar, sagði Soames. — Á þessum síðustu
og verstu tímum, og það af óþekktum málara.... En látum það
gott heita, ef árangurinn verður góður....
Fleur fylgdi föður sínum út að bílnum, og lét sem hún sjálf ætlaði
að strætisvagnastöðinni. En um leið og Soames var úr augsýn, flýtti
hún sér aftur til vinnustofunnar, til að hitta June, sem hafði falið
sig í svefnherberginu, til að. forðast Soames.
Og áður en hún kvaddi í annað sinn, þá hafði henni tekizt að
fá vitneskju um það hvenær Jon kæmi til að sitja fyrir hjá Harold
Blade. Hún skildi töskuna sína eftir, viljandi....
Fleur kom til að sækja töskuna, einmitt á því augnabliki sem Jon
stóð upp og bjó sig til að fara. Hún afsakaði gleymsku sína og talaði
glaðlega við Jon, og að lokum bauðst hún til að aka honum heim
í bílnum sínum.
Á leiðinni fór hún að segja honum frá hvíldarheimili fyrir verk-
smiðjustúlkur, sem hún hafði aðstoðað Michael til að koma á fót.
— Heimilið er í Dorking. Ég fer þangað venjulega á hverjum
degi, til að hjálpa til. Við gætum hitzt þar hvenær sem er, án þess
I ramhald á bls. 35.
2 tbi. VIKAN 31